Fjölniskonur unnu Íslandsmeistarana í Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2011 21:00 Haukar og Keflavík töpuðu bæði óvænt í kvöld. Mynd/Valli Fjölniskonur unnu óvæntan sjö stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 79-72, í fyrstu umferð Iceland Express deild kvenna í kvöld en Njarðvíkurkonur komu líka á óvart með því að vinna 21 stigs sigur á Lengjubikarmeisturum Hauka, 81-60, á Ásvöllum. Sigur Fjölnis kemur mikið á óvart því í árlegri spá fyrir mótið sem var kynnt í gær var Keflavík spáð sigri en Fjölnisliðinu var aftur á móti spáð falli úr deildinni. Keflavík var 18-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en frábær annar leikhluti færði Fjölni átta stiga forskot í hálfleik, 39-31 og Fjölniskonur héldu frumkvæðinu það sem eftir var leiksins. Brittney Jones skoraði 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Fjölni, Katina Mandylaris var með 19 stig og 17 fráköst og Birna Eiríksdóttir skoraði 19 stig. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir voru báðar með 21 stig fyrir Keflavík og Butler var einnig með 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Nýkrýndir Lengjubikarmeistarar Hauka tefldu fram nýjum erlendum leikmanni á móti Njarðvík en urðu engu að síður að sætta sig við 21 stigs tap á heimavelli. Njarðvíkurliðið var í miklu stuði og ætlar greinilega að taka upp þráðinn frá því í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Lele Hardy átti stórleik og skilaði 33 stigum og 14 fráköstum hjá Njarðvík, Shanae Baker var með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Petrúnella Skúladóttir var stigahæsti íslensku stelpnanna með 13 stig. Salbjörg Sævarsdóttir var með 12 stig og 7 fráköst. Jence Ann Rhoads var með 19 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Haukum og nýi leikmaðurinn, Hope Elam, bætti við 8 stigum og 9 fráköstum en Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæst með 13 stig.Úrslitin í Iceland Express deild kvenna í kvöld:Fjölnir-Keflavík 79-72 (17-18, 22-13, 19-17, 21-24)Fjölnir: Brittney Jones 33/6 fráköst/7 stoðsendingar, Birna Eiríksdóttir 19/4 fráköst, Katina Mandylaris 19/17 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3/8 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 3/6 fráköst, Eva María Emilsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 21/7 fráköst, Jaleesa Butler 21/14 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 2.Valur-Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22)Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 24/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Kieraah Marlow 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.Haukar-Njarðvík 60-81 (20-21, 17-22, 15-16, 8-22)Haukar: Jence Ann Rhoads 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst/6 stolnir, Sara Pálmadóttir 8/8 fráköst, Hope Elam 8/9 fráköst/3 varin skot, Íris Sverrisdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundardóttir 4/7 fráköst, Margrét Rósa Hálfdánardótir 3.Njarðvík: Lele Hardy 33/14 fráköst, Shanae Baker 20/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 13, Salbjörg Sævarsdóttir 12/7 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1.KR-Hamar 73-60 (21-12, 17-12, 13-21, 22-15)KR: Reyana Colson 19/9 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 13/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/10 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst.Hamar: Samantha Murphy 20/8 fráköst, Hannah Tuomi 18/18 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/10 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 8, Álfhildur Þorsteinsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Fjölniskonur unnu óvæntan sjö stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 79-72, í fyrstu umferð Iceland Express deild kvenna í kvöld en Njarðvíkurkonur komu líka á óvart með því að vinna 21 stigs sigur á Lengjubikarmeisturum Hauka, 81-60, á Ásvöllum. Sigur Fjölnis kemur mikið á óvart því í árlegri spá fyrir mótið sem var kynnt í gær var Keflavík spáð sigri en Fjölnisliðinu var aftur á móti spáð falli úr deildinni. Keflavík var 18-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en frábær annar leikhluti færði Fjölni átta stiga forskot í hálfleik, 39-31 og Fjölniskonur héldu frumkvæðinu það sem eftir var leiksins. Brittney Jones skoraði 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Fjölni, Katina Mandylaris var með 19 stig og 17 fráköst og Birna Eiríksdóttir skoraði 19 stig. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir voru báðar með 21 stig fyrir Keflavík og Butler var einnig með 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Nýkrýndir Lengjubikarmeistarar Hauka tefldu fram nýjum erlendum leikmanni á móti Njarðvík en urðu engu að síður að sætta sig við 21 stigs tap á heimavelli. Njarðvíkurliðið var í miklu stuði og ætlar greinilega að taka upp þráðinn frá því í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Lele Hardy átti stórleik og skilaði 33 stigum og 14 fráköstum hjá Njarðvík, Shanae Baker var með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Petrúnella Skúladóttir var stigahæsti íslensku stelpnanna með 13 stig. Salbjörg Sævarsdóttir var með 12 stig og 7 fráköst. Jence Ann Rhoads var með 19 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Haukum og nýi leikmaðurinn, Hope Elam, bætti við 8 stigum og 9 fráköstum en Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæst með 13 stig.Úrslitin í Iceland Express deild kvenna í kvöld:Fjölnir-Keflavík 79-72 (17-18, 22-13, 19-17, 21-24)Fjölnir: Brittney Jones 33/6 fráköst/7 stoðsendingar, Birna Eiríksdóttir 19/4 fráköst, Katina Mandylaris 19/17 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3/8 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 3/6 fráköst, Eva María Emilsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 21/7 fráköst, Jaleesa Butler 21/14 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 2.Valur-Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22)Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 24/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Kieraah Marlow 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.Haukar-Njarðvík 60-81 (20-21, 17-22, 15-16, 8-22)Haukar: Jence Ann Rhoads 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst/6 stolnir, Sara Pálmadóttir 8/8 fráköst, Hope Elam 8/9 fráköst/3 varin skot, Íris Sverrisdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundardóttir 4/7 fráköst, Margrét Rósa Hálfdánardótir 3.Njarðvík: Lele Hardy 33/14 fráköst, Shanae Baker 20/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 13, Salbjörg Sævarsdóttir 12/7 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1.KR-Hamar 73-60 (21-12, 17-12, 13-21, 22-15)KR: Reyana Colson 19/9 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 13/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/10 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst.Hamar: Samantha Murphy 20/8 fráköst, Hannah Tuomi 18/18 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/10 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 8, Álfhildur Þorsteinsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum