Ecclestone ánægður með fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi 31. október 2011 16:00 Vijay Mallya, stofnandi Force India liðsins og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM ræða málin. AP MYND: Luca Bruno Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fór fram í gær á Buddh brautinni og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM kveðst ánægður með fyrsta mótið í á brautinni. „Ég er mjög, mjög ánægður og held að aðrir séu það líka, það er ekki yfir neinu að kvarta," sagði Ecclestone í frétt á autosport.com um framkvæmd mótsins. Hann gat þess einnig að þeir sem stóðu að mótinu myndu skoða hvað þyrfti að endurbæta og hann væri viss að það yrði gert. Ecclestone sagði að hann hafði verið aðeins stressaður yfir því í aðdraganda mótsins um hvort mótssvæðið yrði tilbúið í tæka tíð. „Ég var aðeins stressaður, af því ég hélt að það yrði ekki tilbúið. Ég sá ljósmyndir á hverjum degi og það var alltaf verið að bæta hlutina. Oftast nær kvartar fólk, ef það er yfir einhverju að kvarta, en ég hef ekkert heyrt kvartanir," sagði Ecclestone. Í frétt autosport.com segir að 95.000 áhorfendur hafi verið á kappakstrinum á sunnudag og Ecclestone sagði um það: „Það er frábært. Ef maður hefði nefnt F1 (Formúlu 1) við þetta fólk fyrir þremur árum, þá hefði það ekki vitað hvað væri verið að tala um. Mér fannst þetta frábært. Frábærir áhorfendur og frábær stemmning," sagði Ecclestone. Formúla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fór fram í gær á Buddh brautinni og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM kveðst ánægður með fyrsta mótið í á brautinni. „Ég er mjög, mjög ánægður og held að aðrir séu það líka, það er ekki yfir neinu að kvarta," sagði Ecclestone í frétt á autosport.com um framkvæmd mótsins. Hann gat þess einnig að þeir sem stóðu að mótinu myndu skoða hvað þyrfti að endurbæta og hann væri viss að það yrði gert. Ecclestone sagði að hann hafði verið aðeins stressaður yfir því í aðdraganda mótsins um hvort mótssvæðið yrði tilbúið í tæka tíð. „Ég var aðeins stressaður, af því ég hélt að það yrði ekki tilbúið. Ég sá ljósmyndir á hverjum degi og það var alltaf verið að bæta hlutina. Oftast nær kvartar fólk, ef það er yfir einhverju að kvarta, en ég hef ekkert heyrt kvartanir," sagði Ecclestone. Í frétt autosport.com segir að 95.000 áhorfendur hafi verið á kappakstrinum á sunnudag og Ecclestone sagði um það: „Það er frábært. Ef maður hefði nefnt F1 (Formúlu 1) við þetta fólk fyrir þremur árum, þá hefði það ekki vitað hvað væri verið að tala um. Mér fannst þetta frábært. Frábærir áhorfendur og frábær stemmning," sagði Ecclestone.
Formúla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira