Fær milljón eftir hjartastopp við Fylkisheimilið 9. nóvember 2011 16:05 Héraðsdómur Reykjavíkur mYND ÚR SAFNI Íþróttafélagið Fylkir var í dag dæmt til að greiða karlmanni rúmlega eina milljón króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir við félagsheimili liðsins í Árbæ í september árið 2005. Maðurinn var á leið á dansleik í félagsheimilinu en hann hafði áður verið í samkvæmi í heimahúsi í Árbænum. Hann fór gangandi á dansleikinn og þegar hann nálgaðist félagsheimili virðist sem svo að hann hafi ætlað að stytta sér leið með því að stökka yfir steinvegg, sem séð frá honum var 72 cm á hæð. Það var ekki rétt því hinum megin við veginn reyndust hinsvegar vera 3,82 metrar niður á steinsteypa stétt. Maðurinn féll á stéttina og þegar sjúkrabifreið kom á staðinn var maðurinn í hjartastoppi og andaði ekki. Hófust lífgunartilraunir og við komu á slysadeild var hann farinn að anda á ný. Við skoðun reyndist hann óbrotinn en talsvert marinn á lungum. Fyrir dómi taldi maðurinn að hann bæri enga sök á tjóni sínu heldur sé slys hans eingöngu að rekja til vanbúnaðar í nánasta umhverfi Fylkisheimilisins. Hann vísaði til umfjöllunar fréttastofu Stöðvar 2 um málið eftir atburðinn. Þar kom fram hjá framkvæmdastjóra Fylkis að lengi hafi staðið til að lagfæra vegginn en ástæðan fyrir því að það hafði ekki verið gert væri sú að iðnaðarmaður sá er fenginn hafði verið til þess hefði ekki komist í verkið vegna anna. Verjandi Fylkis sagði fyrir dómi að maðurinn hafi verið ölvaður á ferð í svartamyrkri og algjörlega ókunnugur umhverfinu þegar hann hafi án fyrirvara rekið á rás frá samferðarmönnum sínum. Þá hafi hann stokkið yfir vegginn sem sé við inngang á efri hæð hússins án þess að huga nokkuð að því hvað væri handan hans. Íþróttafélagið Fylkir viðurkenndi að bera ábyrgð á 3/4 hlutum tjónsins en félagið taldi að maðurinn hafi sýnt af sér verulegt gáleysi og rétt væri að hann bæri fjórðun tjóns síns sjálfur. „Þótt stefnandi (maðurinn) hafi ekki farið þá leið sem ætlast var til heldur stokkið yfir vegginn, að því sem virðist til að stytta sér leið, verður með hliðsjón af öllum kringumstæðum ekki talið að hann hafi sýnt af sér slíkt gáleysi að hann eigi að bera meðábyrgð á tjóni sínu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Fylkir var dæmt til að greiða manninum rúmlega eina milljón króna og jafnframt að greiða allan sakarkostnað mannsins, 650 þúsund krónur. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir var í dag dæmt til að greiða karlmanni rúmlega eina milljón króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir við félagsheimili liðsins í Árbæ í september árið 2005. Maðurinn var á leið á dansleik í félagsheimilinu en hann hafði áður verið í samkvæmi í heimahúsi í Árbænum. Hann fór gangandi á dansleikinn og þegar hann nálgaðist félagsheimili virðist sem svo að hann hafi ætlað að stytta sér leið með því að stökka yfir steinvegg, sem séð frá honum var 72 cm á hæð. Það var ekki rétt því hinum megin við veginn reyndust hinsvegar vera 3,82 metrar niður á steinsteypa stétt. Maðurinn féll á stéttina og þegar sjúkrabifreið kom á staðinn var maðurinn í hjartastoppi og andaði ekki. Hófust lífgunartilraunir og við komu á slysadeild var hann farinn að anda á ný. Við skoðun reyndist hann óbrotinn en talsvert marinn á lungum. Fyrir dómi taldi maðurinn að hann bæri enga sök á tjóni sínu heldur sé slys hans eingöngu að rekja til vanbúnaðar í nánasta umhverfi Fylkisheimilisins. Hann vísaði til umfjöllunar fréttastofu Stöðvar 2 um málið eftir atburðinn. Þar kom fram hjá framkvæmdastjóra Fylkis að lengi hafi staðið til að lagfæra vegginn en ástæðan fyrir því að það hafði ekki verið gert væri sú að iðnaðarmaður sá er fenginn hafði verið til þess hefði ekki komist í verkið vegna anna. Verjandi Fylkis sagði fyrir dómi að maðurinn hafi verið ölvaður á ferð í svartamyrkri og algjörlega ókunnugur umhverfinu þegar hann hafi án fyrirvara rekið á rás frá samferðarmönnum sínum. Þá hafi hann stokkið yfir vegginn sem sé við inngang á efri hæð hússins án þess að huga nokkuð að því hvað væri handan hans. Íþróttafélagið Fylkir viðurkenndi að bera ábyrgð á 3/4 hlutum tjónsins en félagið taldi að maðurinn hafi sýnt af sér verulegt gáleysi og rétt væri að hann bæri fjórðun tjóns síns sjálfur. „Þótt stefnandi (maðurinn) hafi ekki farið þá leið sem ætlast var til heldur stokkið yfir vegginn, að því sem virðist til að stytta sér leið, verður með hliðsjón af öllum kringumstæðum ekki talið að hann hafi sýnt af sér slíkt gáleysi að hann eigi að bera meðábyrgð á tjóni sínu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Fylkir var dæmt til að greiða manninum rúmlega eina milljón króna og jafnframt að greiða allan sakarkostnað mannsins, 650 þúsund krónur.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira