Williams staðfestir viðræður við Raikkönen 16. nóvember 2011 11:45 Kimi Raikkönen keppti í rallkeppni í Bretlandi um síðustu helgi á Citröen. MYND: GEPA PICTURES/McClein Frank Williams hefur staðfest ári í viðtali við MTV3 sjónvarpsstöðina í Finnlandi að lið hans sé í viðræðum við Finnann Kimi Raikkönen um að aka með liðinu í Formúlu 1 á næsta ári. Oscar Saari, sem er Formúlu 1 sérfræðingur stöðvarinnar ræddi við Williams um áhuga hans á Raikkönen og hann sagði að það væri ekkert leyndarmál að liðið hefði mikinn áhuga á Raikkönen. Raikkönen hefur keppt í rallakstri síðustu tvö ár, en hann varð heimsmeistari með Ferrari í Formúlu 1 árið 2007. Williams liðið hefur gert samning við Renault um að útvega liðinu vélar á næsta ári, en Renault sér m.a. meistaraliði Red Bull fyrir vélum í ár. Williams og Renault unnu mörg mót og meistaratitla þegar fyrirtækin tvö unnu saman á síðustu öld. „Það er ekkert leyndarmál að við höfum mikinn áhuga á Kimi. Það er verið að deila um peninga, sem er fullkomlega eðlilegt í viðskiptum. Þetta gæti heppnast, en það væri bjánalegt af mér að segja að við séum ekki að tala við Kimi. Við kunnum vel við að tala við Kimi," sagði Williams í spjallinu við Saari, sem spurði hann þá hvort það væri raunhæfur möguleiki á því að Raikkönen myndi keyra annan bíl liðsins á næsta ári. „Ég þarf að velja orð mín vel og segi bara að það sé mögulegt," svaraði þá Williams. Rubens Barrichello og Pastor Maldonado eru núverandi ökumenn Williams liðsins. Liðið hefur einnig leyft ungum finnskum ökumanni að spreyta sig á æfingum í Abú Dabí í gær og í dag þar sem liðið er að spá í ökumenn framtíðarinnar. Það er kappi sem heitir Valtteri Bottas og hann sagði þetta m.a. eftir æfinguna í gær: „Ég naut mín virkilega að keyra bílinn á alvöru braut í dag. Það tók mig ekki langan tíma að venjast bílnum, en það eru samt nýir hlutir að spá í fyrir mig. Það er miklu meira niðurtog og kraftur en í bílunum sem ég er vanur að keyra, en ég kunni vel við það og dagurinn gekk vel." Formúla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Frank Williams hefur staðfest ári í viðtali við MTV3 sjónvarpsstöðina í Finnlandi að lið hans sé í viðræðum við Finnann Kimi Raikkönen um að aka með liðinu í Formúlu 1 á næsta ári. Oscar Saari, sem er Formúlu 1 sérfræðingur stöðvarinnar ræddi við Williams um áhuga hans á Raikkönen og hann sagði að það væri ekkert leyndarmál að liðið hefði mikinn áhuga á Raikkönen. Raikkönen hefur keppt í rallakstri síðustu tvö ár, en hann varð heimsmeistari með Ferrari í Formúlu 1 árið 2007. Williams liðið hefur gert samning við Renault um að útvega liðinu vélar á næsta ári, en Renault sér m.a. meistaraliði Red Bull fyrir vélum í ár. Williams og Renault unnu mörg mót og meistaratitla þegar fyrirtækin tvö unnu saman á síðustu öld. „Það er ekkert leyndarmál að við höfum mikinn áhuga á Kimi. Það er verið að deila um peninga, sem er fullkomlega eðlilegt í viðskiptum. Þetta gæti heppnast, en það væri bjánalegt af mér að segja að við séum ekki að tala við Kimi. Við kunnum vel við að tala við Kimi," sagði Williams í spjallinu við Saari, sem spurði hann þá hvort það væri raunhæfur möguleiki á því að Raikkönen myndi keyra annan bíl liðsins á næsta ári. „Ég þarf að velja orð mín vel og segi bara að það sé mögulegt," svaraði þá Williams. Rubens Barrichello og Pastor Maldonado eru núverandi ökumenn Williams liðsins. Liðið hefur einnig leyft ungum finnskum ökumanni að spreyta sig á æfingum í Abú Dabí í gær og í dag þar sem liðið er að spá í ökumenn framtíðarinnar. Það er kappi sem heitir Valtteri Bottas og hann sagði þetta m.a. eftir æfinguna í gær: „Ég naut mín virkilega að keyra bílinn á alvöru braut í dag. Það tók mig ekki langan tíma að venjast bílnum, en það eru samt nýir hlutir að spá í fyrir mig. Það er miklu meira niðurtog og kraftur en í bílunum sem ég er vanur að keyra, en ég kunni vel við það og dagurinn gekk vel."
Formúla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira