Vettel ánægður eftir hafa slegið met 26. nóvember 2011 21:48 Sebastian Vettel fagnar á tákrænan hátt í Brasilíu í dag eftir að hafa náð besta tíma í lokaumferð tímatöku í fimmtánda skipti á árinu. AP MYND: Getty Images/Clive Mason Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Brasilíu í dag. Hann náði besta tíma og sló met sem hann átti með Nigel Mansell hvað besta árangur í tímatöku á sama ári varðar. Árið 1992 setti Mansell met þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku, en þá voru 16 Formúlu 1 mót á dagskrá, en þau eru 19 í ár. Vettel jafnaði met Mansell í tímatökunni í Abú Dabí fyrir hálfum mánuði. Hann sló síðan metið í dag með því að ná besta tíma í lokaumferð tímatökunnar og verður því fremstur á ráslínu í fimmtánda skipti á árinu í Formúlu 1 kappakstrinum í Brasilíu á morgun. „Það er nokkuð sérstakt að slá metið. Mansell náði metinu í 3-4 færri mótum, en samt sem áður að þá hefur þetta verið ótrúlegt ár hjá okkur og ótrúlegt ferðalag og það er ekki búið. Það er annar kafli á morgun og ég er mjög ánægður", sagði Vettel á fréttamannafundinum eftir keppni. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Brasilíu á Stöð 2 Sport kl. 15.30 á sunnudag og verður hún í opinni dagskrá. Þátturinn Við endamarkið er síðan á dagskrá kl. 19.45, þar sem fjallað verður um mótið. Formúla Íþróttir Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Brasilíu í dag. Hann náði besta tíma og sló met sem hann átti með Nigel Mansell hvað besta árangur í tímatöku á sama ári varðar. Árið 1992 setti Mansell met þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku, en þá voru 16 Formúlu 1 mót á dagskrá, en þau eru 19 í ár. Vettel jafnaði met Mansell í tímatökunni í Abú Dabí fyrir hálfum mánuði. Hann sló síðan metið í dag með því að ná besta tíma í lokaumferð tímatökunnar og verður því fremstur á ráslínu í fimmtánda skipti á árinu í Formúlu 1 kappakstrinum í Brasilíu á morgun. „Það er nokkuð sérstakt að slá metið. Mansell náði metinu í 3-4 færri mótum, en samt sem áður að þá hefur þetta verið ótrúlegt ár hjá okkur og ótrúlegt ferðalag og það er ekki búið. Það er annar kafli á morgun og ég er mjög ánægður", sagði Vettel á fréttamannafundinum eftir keppni. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Brasilíu á Stöð 2 Sport kl. 15.30 á sunnudag og verður hún í opinni dagskrá. Þátturinn Við endamarkið er síðan á dagskrá kl. 19.45, þar sem fjallað verður um mótið.
Formúla Íþróttir Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira