KR-konur hafa nú tapað þremur leikjum í röð í Iceland Express deild kvenna og eru komnar alla leið niður í fjórða sæti deildarinnar eftir að níundu umferðinni lauk í gær.
KR tapaði síðast fyrir Njarðvík á heimavelli sínum á þriðjudagskvöldið en tveir af þessum þremur tapleikjum KR-kvenna hafa komið í DHL-höllinni. KR-liðið varð meistari meistaranna og vann síðan fimm fyrstu leiki sína í deildinni en síðan hefur lítið gengið hjá liðinu.
Njarðvíkurliðið fór upp í annað sætið með þessum sigri en þetta var fyrsti sigur liðsins í Vesturbænum í tæpan áratug. Njarðvíkurkonur komu öllum á óvart í fyrra og ætla að fylgja því eftir í vetur.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í DHL-höllinni og náði skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Ekkert gengur hjá KR-konum í körfunni - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
