Keflavíkurkonur áfram á sigurbraut - Haukar upp í 3. sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2011 21:02 Pálína Gunnlaugsdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir fögnuðu báðar sigri í kvöld. Mynd/Anton Þrír leikir fóru fram í kvöld í 9. umferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta og unnu Keflavík, Haukar og Valur öll góða sigra í sínum leikjum. Keflavík og Haukar hafa verið á mikilli sigurbraut en Valskonur fögnuðu þarna langþráðum sigri eftir sex töp í röð. Keflavíkurkonur eru með fjögurra stiga forskot á topp i deildarinnar eftir sinn áttunda sigur í röð. Keflavík vann í kvöld 11 stiga sigur á Hamar í Hveragerði, 65-54, en sigurinn var öruggari en tölurnar segja til um því Hamar vann lokaleikhlutann 20-7. Birna Valgarðsdóttir skoraði 25 stig fyrir Keflavík í kvöld. Haukakonur tóku þriðja sætið af KR með sínum fjórða sigri í röð en Haukaliðið vann sannfærandi 25 stiga sigur á Snæfelli á Ásvöllum, 80-55. Haukar og KR eru jöfn að stigum en Haukakonur eru með betri árangur í innbyrðisleikjum eftir sigur í leik liðanna á dögunum. Valskonur enduðu sex leikja taphrinu með því að vinna 25 stiga sigur á Fjölni, 89-64, í uppgjöri tveggja neðstu liðanna í Vodafone-höllinni. Fjölniskonur hafa nú tapað sex leikjum í röð og sitja á botni deildarinnar. Valsliðið hafði ekki unnið síðan 19. október þegar þær unnu Fjölni í Grafarvogi. Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 20 stig fyrir val í kvöld.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Valur-Fjölnir 89-64 (21-18, 21-17, 18-13, 29-16)Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 20/6 fráköst/6 stoðsendingar, Melissa Leichlitner 19/5 fráköst/7 stoðsendingar, Þórunn Bjarnadóttir 13/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 11/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 9, María Ben Erlingsdóttir 8/11 fráköst, Signý Hermannsdóttir 4, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2.Fjölnir: Brittney Jones 20/9 fráköst, Birna Eiríksdóttir 20/4 fráköst, Katina Mandylaris 7/15 fráköst, Eva María Emilsdóttir 6, Bergdís Ragnarsdóttir 5/4 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 4/4 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2.Haukar-Snæfell 80-55 (26-14, 20-16, 8-8, 26-17)Haukar: Jence Ann Rhoads 20/5 fráköst/10 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 19/9 fráköst, Hope Elam 14/12 fráköst, Guðrún Ósk Ámundardóttir 11/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Margrét Rósa Hálfdánardótir 5/4 fráköst, Sara Pálmadóttir 3/7 fráköst, Ína Salóme Sturludóttir 2.Snæfell: Kieraah Marlow 21/17 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/11 fráköst, Rósa Indriðadóttir 3/5 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 3, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Hildur Sigurdardottir 2, Aníta Sæþórsdóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2.Hamar-Keflavík 54-65 (12-19, 12-19, 10-20, 20-7)Hamar: Samantha Murphy 26/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 12/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 9/7 fráköst, Katrín Eik Össurardóttir 3, Bylgja Sif Jónsdóttir 3, Kristrún Rut Antonsdóttir 1.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 25/13 fráköst/5 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/7 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 7, Sandra Lind Þrastardóttir 7/4 fráköst, Jaleesa Butler 6/14 fráköst, Lovísa Falsdóttir 5/4 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 4/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í kvöld í 9. umferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta og unnu Keflavík, Haukar og Valur öll góða sigra í sínum leikjum. Keflavík og Haukar hafa verið á mikilli sigurbraut en Valskonur fögnuðu þarna langþráðum sigri eftir sex töp í röð. Keflavíkurkonur eru með fjögurra stiga forskot á topp i deildarinnar eftir sinn áttunda sigur í röð. Keflavík vann í kvöld 11 stiga sigur á Hamar í Hveragerði, 65-54, en sigurinn var öruggari en tölurnar segja til um því Hamar vann lokaleikhlutann 20-7. Birna Valgarðsdóttir skoraði 25 stig fyrir Keflavík í kvöld. Haukakonur tóku þriðja sætið af KR með sínum fjórða sigri í röð en Haukaliðið vann sannfærandi 25 stiga sigur á Snæfelli á Ásvöllum, 80-55. Haukar og KR eru jöfn að stigum en Haukakonur eru með betri árangur í innbyrðisleikjum eftir sigur í leik liðanna á dögunum. Valskonur enduðu sex leikja taphrinu með því að vinna 25 stiga sigur á Fjölni, 89-64, í uppgjöri tveggja neðstu liðanna í Vodafone-höllinni. Fjölniskonur hafa nú tapað sex leikjum í röð og sitja á botni deildarinnar. Valsliðið hafði ekki unnið síðan 19. október þegar þær unnu Fjölni í Grafarvogi. Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 20 stig fyrir val í kvöld.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Valur-Fjölnir 89-64 (21-18, 21-17, 18-13, 29-16)Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 20/6 fráköst/6 stoðsendingar, Melissa Leichlitner 19/5 fráköst/7 stoðsendingar, Þórunn Bjarnadóttir 13/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 11/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 9, María Ben Erlingsdóttir 8/11 fráköst, Signý Hermannsdóttir 4, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2.Fjölnir: Brittney Jones 20/9 fráköst, Birna Eiríksdóttir 20/4 fráköst, Katina Mandylaris 7/15 fráköst, Eva María Emilsdóttir 6, Bergdís Ragnarsdóttir 5/4 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 4/4 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2.Haukar-Snæfell 80-55 (26-14, 20-16, 8-8, 26-17)Haukar: Jence Ann Rhoads 20/5 fráköst/10 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 19/9 fráköst, Hope Elam 14/12 fráköst, Guðrún Ósk Ámundardóttir 11/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Margrét Rósa Hálfdánardótir 5/4 fráköst, Sara Pálmadóttir 3/7 fráköst, Ína Salóme Sturludóttir 2.Snæfell: Kieraah Marlow 21/17 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/11 fráköst, Rósa Indriðadóttir 3/5 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 3, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Hildur Sigurdardottir 2, Aníta Sæþórsdóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2.Hamar-Keflavík 54-65 (12-19, 12-19, 10-20, 20-7)Hamar: Samantha Murphy 26/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 12/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 9/7 fráköst, Katrín Eik Össurardóttir 3, Bylgja Sif Jónsdóttir 3, Kristrún Rut Antonsdóttir 1.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 25/13 fráköst/5 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/7 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 7, Sandra Lind Þrastardóttir 7/4 fráköst, Jaleesa Butler 6/14 fráköst, Lovísa Falsdóttir 5/4 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 4/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira