Stórsigur Tottenham dugði ekki - úr leik í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2011 17:45 Andros Townsend. Mynd/Nordic Photos/Getty Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er lokið og þar var aðeins eitt laust sæti í boði í 32 liða úrslitin. Standard Liege og Hannover voru komin áfram úr B-riðli og sömu sögu er að segja af PSV Eindhoven og Legia Varsjá í C-riðli. Spennan var hinsvegar í A-riðlinum þar sem Tottenham þurfti á hálfgerðu kraftaverki að halda. Tottenham vann 4-0 útisigur á Shamrock Rovers en það dugði ekki því Rubin Kazan náði 1-1 jafntefli á móti PAOK. Tottenham varð að vinna sinn leik á Shamrock Rovers, treysta á það að Rubin Kazan tapaði fyrir PAOK, sem var þegar komið áfram, auk þess að Tottenham-menn þurfu að vinna upp sex mörk sem Rubin var með í forskot í markatölu. Þetta leit vel út í hálfleik þegar Tottenham var 3-0 yfir og Rubin Kazan var 0-1 undir í Grikklandi. Rubin tókst hinsvegar að jafna leikinn manni færri og Tottenham bætti bara við einu mark í seinni hálfleik. Steven Pienaar kom Tottenham í 1-0 á 29. mínútu en skot hans af vítateignum hafði viðkomu í varnarmanni á leið sinni í markið. Andros Townsend bætti við öðru marki á 38. mínútu með laglegu skoti utarlega út teignum eftir sendingu frá Jermain Defoe og þeir skiptu síðan um hlutverk þegar Defoe skoraði þriðja markið á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Andros Townsendog og laglegan snúning í teignum. Fjórða mark Tottenham kom síðan ekki fyrr en á lokamínútu leiksins þegar Harry Kane skoraði eftri sendingu frá Andros Townsend. Rubin Kazan missti mann af velli á 13. mínútu og lenti 0-1 undir á 16. mínútu en tókst að jafna leikinn í seinni hálfleik. Nelson Valdez skoraði jöfnunarmarkið á 48. mínútu og tryggði Rubin Kazan sæti í 32 liða úrslitunum.Úrslit og markaskorarar í kvöldA-riðill (PAOK og Rubin Kazan fóru áfram)PAOK - Rubin Kazan 1-1 1-0 Vieirinha (16.), 1-1 Nelson Valdez (48.)Shamrock Rovers - Tottenham 0-4 0-1 Steven Pienaar (29.), 0-2 Andros Townsend (38.), 0-3 Jermain Defoe (45.), 0-4 Harry Kane (90.)B-riðill (Standard Liege og Hannover fóru áfram)FC Kaupmannahöfn - Standard Liege 0-1 0-1 Michy Batshuayi (31.),Hannover 96 - Vorskla Poltava 3-1 1-0 Konstantin Rausch (25.) , 2-0 Didier Konan Ya (33.), 2-1 Roman Bezus (45.), 3-1 Artur Sobiech (78.)C-riðill (PSV Eindhoven og Legia Varsjá fóru áfram)Hapoel Tel Aviv - Legia Warszawa 2-0 1-0 Salim Toama (33.), 2-0 Avihai Yadin (76.)PSV - Rapid Bucuresti 2-1 1-0 Stanislav Manolev (75.), 2-0 Tim Matavz (79.), 2-1 Daniel Pancu (90.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er lokið og þar var aðeins eitt laust sæti í boði í 32 liða úrslitin. Standard Liege og Hannover voru komin áfram úr B-riðli og sömu sögu er að segja af PSV Eindhoven og Legia Varsjá í C-riðli. Spennan var hinsvegar í A-riðlinum þar sem Tottenham þurfti á hálfgerðu kraftaverki að halda. Tottenham vann 4-0 útisigur á Shamrock Rovers en það dugði ekki því Rubin Kazan náði 1-1 jafntefli á móti PAOK. Tottenham varð að vinna sinn leik á Shamrock Rovers, treysta á það að Rubin Kazan tapaði fyrir PAOK, sem var þegar komið áfram, auk þess að Tottenham-menn þurfu að vinna upp sex mörk sem Rubin var með í forskot í markatölu. Þetta leit vel út í hálfleik þegar Tottenham var 3-0 yfir og Rubin Kazan var 0-1 undir í Grikklandi. Rubin tókst hinsvegar að jafna leikinn manni færri og Tottenham bætti bara við einu mark í seinni hálfleik. Steven Pienaar kom Tottenham í 1-0 á 29. mínútu en skot hans af vítateignum hafði viðkomu í varnarmanni á leið sinni í markið. Andros Townsend bætti við öðru marki á 38. mínútu með laglegu skoti utarlega út teignum eftir sendingu frá Jermain Defoe og þeir skiptu síðan um hlutverk þegar Defoe skoraði þriðja markið á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Andros Townsendog og laglegan snúning í teignum. Fjórða mark Tottenham kom síðan ekki fyrr en á lokamínútu leiksins þegar Harry Kane skoraði eftri sendingu frá Andros Townsend. Rubin Kazan missti mann af velli á 13. mínútu og lenti 0-1 undir á 16. mínútu en tókst að jafna leikinn í seinni hálfleik. Nelson Valdez skoraði jöfnunarmarkið á 48. mínútu og tryggði Rubin Kazan sæti í 32 liða úrslitunum.Úrslit og markaskorarar í kvöldA-riðill (PAOK og Rubin Kazan fóru áfram)PAOK - Rubin Kazan 1-1 1-0 Vieirinha (16.), 1-1 Nelson Valdez (48.)Shamrock Rovers - Tottenham 0-4 0-1 Steven Pienaar (29.), 0-2 Andros Townsend (38.), 0-3 Jermain Defoe (45.), 0-4 Harry Kane (90.)B-riðill (Standard Liege og Hannover fóru áfram)FC Kaupmannahöfn - Standard Liege 0-1 0-1 Michy Batshuayi (31.),Hannover 96 - Vorskla Poltava 3-1 1-0 Konstantin Rausch (25.) , 2-0 Didier Konan Ya (33.), 2-1 Roman Bezus (45.), 3-1 Artur Sobiech (78.)C-riðill (PSV Eindhoven og Legia Varsjá fóru áfram)Hapoel Tel Aviv - Legia Warszawa 2-0 1-0 Salim Toama (33.), 2-0 Avihai Yadin (76.)PSV - Rapid Bucuresti 2-1 1-0 Stanislav Manolev (75.), 2-0 Tim Matavz (79.), 2-1 Daniel Pancu (90.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira