Fótbolti

Rossi ætlar að ná EM næsta sumar

Rossi í leik gegn Serbum.
Rossi í leik gegn Serbum.
Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi er bjartsýnn á að ná fullri heilsu á nýja árinu og hann verði kominn í nógu gott stand til þess að komast í ítalska landsliðið fyrir EM næsta sumar.

Þessi 24 ára gamli framherji meiddist illa á hné í leik gegn Real Madrid í október og verður líklega fram fram í apríl vegna meiðslanna.

"Mér líður betur og batinn virðist vera góður. Ég er mjög jákvæður þrátt fyrir allt. Ég stefni að því að komast á EM og mun gera allt sem ég get til þess að komast þangað," sagði Rossi.

Hann hefur rætt málið við Prandelli landsliðsþjálfara en Rossi var fastamaður í landsliðinu áður en hann meiddist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×