Fótbolti

AC Milan á toppnum yfir jólin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Udinese og Juventus í kvöld.
Úr leik Udinese og Juventus í kvöld. Nordic Photos / AFP
Juventus mistókst að endurheimta toppsæti ítölsku úrvalsdeildarinnar þar sem að liðið mætti sætta sig við markalaust jafntefli við Udinese.

AC Milan heldur því toppsæti deildarinnar fram yfir jólafrí en liðið vann í gær 2-0 sigur á Cagliari. AC Milan og Juventus eru reyndar bæði með 34 stig en fyrrnefnda liðið er með betra markahlutfall. Udinese er í þriðja sæti tveimur stigum á eftir og Lazio í því fjórða með 30 stig en liðið gerði jafntefli við Chievo í kvöld.

Napoli vann svo 6-1 stórsigur á Genoa í kvöld en Edinson Cavani skoraði tvö marka liðsins í kvöld. Marek Hamsik átti einnig stórleik en hann skoraði eitt og lagði upp þrjú til viðbótar.

Inter vann Lecce, 4-1, eftir að hafa lent marki undir og er nú í fimmta sæti deildrinnar. Napoli er í því sjötta.

Úrslit kvöldsins:

Udinese - Juventus 0-0

Napoli - Genoa 6-1

Atalanta - Cesena 4-1

Bologna - Roma 0-2

Inter - Lecce 4-1

Lazio - Chievo 0-0

Novara - Palermo 2-2

Parma - Catania 3-3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×