Fótbolti

Eto'o skaut í slána fyrir framan opnu marki - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Eto'o, framherji Inter Milan, fór illa með algjört dauðafæri á lokamínútunum í 0-1 tapi Inter Milan í stórleiknum á móti Juventus í kvöld. Tapið þýðir að Inter er átta stigum á eftir nágrönnunum í AC Milan sem eru í efsta sætinu í ítölsku deildinni.

Tveimur mínútum fyrir leikslok átti Brasilíumaðurinn Maicon lága sendingu fyrir markið, boltinn fór framhjá öllum pakkanum, varnarmönnum, sóknarmönnum og markverði, og féll fyrir fætur Samuel Eto'o á fjærstönginni. Eto'o var fyrir opnu marki en þrumaði boltanum upp í slána.

Það var ekki alveg búið því nokkrum sekúndum fékk Eto'o boltann aftur inn í teiginn og var aftur kominn í ágætt færi. Að þessu sinni hitti hann ekki boltann sem fór aftur fyrir endamörk. Það má sjá þessi tvö dauðafæri Kamerúnmannsins með því að smella hér fyrir ofan.

Eto'o hefur skorað 15 mörk í 20 leikjum í ítölsku deildinni á þessu tímabili þar af tvö í 5-3 sigri á Roma í leiknum á undan þessum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×