Sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd vilja samþykkja Icesave 2. febrúar 2011 14:41 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis hafa lagt fram nefndarálit sitt vegna Icesave-frumvarpsins. Meginniðurstaða þeirra er að leggja til að frumvarpið verði samþykkt. Umræða um málið er að hefjast á Alþingi. Fyrir hönd Sjálfstæðsiflokks sitja í fjárlaganefnd þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Mat þeirra er að það þjóni hagsmunum þjóðarinnar best að ljúka þessu máli á grundvelli þeirra samningsdraga sem nú liggja fyrir. Í tilkynningu frá umræddum fulltrúum segir meðal annars: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt á það áherslu að leitað yrði pólitískrar lausnar á þessu deilumáli. Í því fólst að því aðeins yrði gengið til samninga að þeir væru að viðunandi fyrir hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Með það í huga stóð flokkurinn að viðræðum nýrrar viðræðunefndar, þar sem stjórnarandstaðan á Alþingi átti fulltrúa. Krafan var að tekist yrði á við málið með nýjum hætti. Miðað við þær forsendur sem við höfum nú, er ljóst að samningsniðurstaðan í Icesave-málinu er allt önnur og mun hagstæðari en sú sem ríkisstjórnin gerði að lögum í árslok 2009. Sú samningsskuldbinding sem þá lá á borðinu nam tæpum 500 milljörðum króna. Nú er álitið að samningsskuldbindingin geti numið innan við 1/10 af þeirri upphæð, eða um 47 milljörðum króna. Verði þróunin á eignasafni Landsbankans áfram hagstæð, eins og verið hefur undanfarið ár, mun þessi fjárhæð lækka enn frekar. " Icesave Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis hafa lagt fram nefndarálit sitt vegna Icesave-frumvarpsins. Meginniðurstaða þeirra er að leggja til að frumvarpið verði samþykkt. Umræða um málið er að hefjast á Alþingi. Fyrir hönd Sjálfstæðsiflokks sitja í fjárlaganefnd þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Mat þeirra er að það þjóni hagsmunum þjóðarinnar best að ljúka þessu máli á grundvelli þeirra samningsdraga sem nú liggja fyrir. Í tilkynningu frá umræddum fulltrúum segir meðal annars: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi lagt á það áherslu að leitað yrði pólitískrar lausnar á þessu deilumáli. Í því fólst að því aðeins yrði gengið til samninga að þeir væru að viðunandi fyrir hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Með það í huga stóð flokkurinn að viðræðum nýrrar viðræðunefndar, þar sem stjórnarandstaðan á Alþingi átti fulltrúa. Krafan var að tekist yrði á við málið með nýjum hætti. Miðað við þær forsendur sem við höfum nú, er ljóst að samningsniðurstaðan í Icesave-málinu er allt önnur og mun hagstæðari en sú sem ríkisstjórnin gerði að lögum í árslok 2009. Sú samningsskuldbinding sem þá lá á borðinu nam tæpum 500 milljörðum króna. Nú er álitið að samningsskuldbindingin geti numið innan við 1/10 af þeirri upphæð, eða um 47 milljörðum króna. Verði þróunin á eignasafni Landsbankans áfram hagstæð, eins og verið hefur undanfarið ár, mun þessi fjárhæð lækka enn frekar. "
Icesave Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira