Enski boltinn

Spænskir fjölmiðlar: Liverpool mun bjóða í Bojan Krkic í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bojan Krkic.
Bojan Krkic.
Spænskir fjölmiðlar halda því fram í dag að Liverpool ætli næsta sumar að bjóða 20 milljónir evra í Barcelona-manninn Bojan Krkic. Samkvæmt þessu er Liverpool því ekki hætta að fá sóknarmenn til félagsins þrátt fyrir að vera nýbúið að kaupa þá Andy Carroll og Luis Suarez.

Bojan Krkic er 20 ára gamall og hefur verið í aðalliði Barcelona undanfarin fjögur ár. Hann hefur hinsvegar fengið fá tækifæri í byrjunarliðinu enda að berjast um sætið við enga meðalmenn.

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur þó mikla trú á Bojan Krkic og er ekki mikið spenntur fyrir því að missa hann frá félaginu. Hann sér Krkic fyrir sér sem framtíðarstjörnu liðsins.

Bojan Krkic er með samning til ársins 2015 og spilar númer níu hjá Barcelona. Hann hefur aðeins skorað 3 mörk í 18 deildarleikjum á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×