Bjarni Benediktsson fær kaldar kveðjur á Facebook Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. febrúar 2011 22:43 Bjarni Benediktsson styður Icesave frumvarpið eins og það lítur út núna. Mynd/ Pjetur. Miklar líkur eru á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni klofna í afstöðu sinni til Icesavesamningsins, samkvæmt heimildum Vísis. Málið hefur verið gríðarlega mikið rætt í þingflokknum á undanförnum dögum en ekki fengist eining um það. Þó fór svo í dag að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd skiluðu nefndaráliti þar sem lýst er yfir stuðningi við samningsdrögin. Bjarni Benediktsson fjallar um málið á fésbókarsíðu sinni í dag. Þar minnir hann á að þjóðin reis upp gegn Icesave samningi ríkisstjórnarinnar í fyrra og felldi hann með 98% greiddra atkvæða. Það muni ekki gleymast hverjir hafi verið tilbúnir til að samþykkja þá afarkosti og taka áhættu upp á 500 milljarða. „Það er himinn og haf á milli þess samnings og nýja samkomulagsins. Ég hef ávallt stutt viðræður um lausn á málinu og tel rétt að ganga frá því eins og það liggur nú fyrir," segir Bjarni á fésbókarsíðu sinni. Bjarni færa heldur kaldar kveðjur á athugasemdakerfinu við þessari stöðufærslu sinni. „Þetta eru svik við þjóðina," segir einn vinur Bjarna. „Nei Bjarni ég er ekki til í það að borga annarra manna skuldir, punktur og pasta. Þú getur gert það sjálfur," segir annar. „Hefur verið haldinn einhver almennur fundur í flokknum um þessa afstöðu? Þessi afstaða er ekki í takt við vilja meirihluta flokksmanna, leyfi ég mér að fullyrða. Það er algerlega óskiljanlegt að flokkurinn skuli bregðast í þessu mikilvæga máli. Hverju er nú að treysta í þessu þjóðfélagi?" spyr enn einn vinurinn. Það eru hins vegar ekki allir sem eru ósáttir við ákvörðunina. „Ánægður með þig, Bjarni," segir einn fésbókarvinurinn. „Skynsamleg ákvörðun og ég styð hana," segir annar. Alltént er víst að margir hafa skoðanir á málefninu því Bjarni virðist ekki hafa fengið eins mikill viðbrögð við nokkurri annarri stöðuuppfærslu. Icesave Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Miklar líkur eru á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni klofna í afstöðu sinni til Icesavesamningsins, samkvæmt heimildum Vísis. Málið hefur verið gríðarlega mikið rætt í þingflokknum á undanförnum dögum en ekki fengist eining um það. Þó fór svo í dag að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd skiluðu nefndaráliti þar sem lýst er yfir stuðningi við samningsdrögin. Bjarni Benediktsson fjallar um málið á fésbókarsíðu sinni í dag. Þar minnir hann á að þjóðin reis upp gegn Icesave samningi ríkisstjórnarinnar í fyrra og felldi hann með 98% greiddra atkvæða. Það muni ekki gleymast hverjir hafi verið tilbúnir til að samþykkja þá afarkosti og taka áhættu upp á 500 milljarða. „Það er himinn og haf á milli þess samnings og nýja samkomulagsins. Ég hef ávallt stutt viðræður um lausn á málinu og tel rétt að ganga frá því eins og það liggur nú fyrir," segir Bjarni á fésbókarsíðu sinni. Bjarni færa heldur kaldar kveðjur á athugasemdakerfinu við þessari stöðufærslu sinni. „Þetta eru svik við þjóðina," segir einn vinur Bjarna. „Nei Bjarni ég er ekki til í það að borga annarra manna skuldir, punktur og pasta. Þú getur gert það sjálfur," segir annar. „Hefur verið haldinn einhver almennur fundur í flokknum um þessa afstöðu? Þessi afstaða er ekki í takt við vilja meirihluta flokksmanna, leyfi ég mér að fullyrða. Það er algerlega óskiljanlegt að flokkurinn skuli bregðast í þessu mikilvæga máli. Hverju er nú að treysta í þessu þjóðfélagi?" spyr enn einn vinurinn. Það eru hins vegar ekki allir sem eru ósáttir við ákvörðunina. „Ánægður með þig, Bjarni," segir einn fésbókarvinurinn. „Skynsamleg ákvörðun og ég styð hana," segir annar. Alltént er víst að margir hafa skoðanir á málefninu því Bjarni virðist ekki hafa fengið eins mikill viðbrögð við nokkurri annarri stöðuuppfærslu.
Icesave Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira