Teitur: Erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2011 22:00 Stjörnumenn töpuðu með 19 stigum á heimavelli á móti KR í Iceland Express deild karla í kvöld. Liðið lenti 22 stigum undir í upphafi leiksins, vann sig inn í leikinn aftur en hafði síðan ekki orku í lokasprettinn og missti því KR-inga aftur frá sér sem unnu 95-76. „Byrjunin gerði okkur hræðilega erfitt fyrir en ég vil meina að munurinn í byrjun hafi verið óeðlilegur. Þeir voru að hitta úr rosalegum skotum á meðan við vorum að brenna úr galopnum skotum. Munurinn fór upp í 21-22 sitg sem sló okkur dálítið. Það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp en við náðum þessu niður í 4 stig en þetta hafðist ekki því miður," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. Teitur telfdi fram Eistanum Renato Lindmets sem skoraði 16 stig og tók 10 fráköst í sínum fyrsta leik. „Ég var mjög sáttur með nýja strákinn. Hann er agressívur og kemur sér á vítalínuna. Hann á örugglega eftir að hjálpa okkur. Hann kom bara seinni partinn í gær og er því ekki inni í neinum hlutum hjá okkur," sagði Teitur. Hann hafði skýringar á því af hverju Jovan Zdravevski var stigalaus á 29 mínútum. „Jovan er veikur. Hann var að spila sárlasinn og kemur bara sterkari inn í næsta leik," sagði Teitur. „Það jákvæða er það sem þessi nýi maður sýndi og mér sýnist það deginum ljósara að hann verði hérna hjá okkur og klári þetta tímabil. Núna taka við vika-tíu dagar þar sem við fáum tíma til að slípa þetta hjá okkur og koma honum inn í þetta. Það er alveg greinilegt að við verðum sterkari," sagði Teitur. „Það var erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi. Pavel var frábær og Marcus var líka frábær þrátt fyrir villuvandræðin. Brynjar var mjög góður og skynsamur auk þess að skora þessi stig í fjórða leikhluta sem naglarnir sjá um. Það var því erfitt að hitta á þá á svona degi og við áttum þannig lagað ekkert meira skilið," sagði Teitur en hans menn gerðu þó vel í að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa lent 28-6 undir í upphafi. „Það fór svo ofboðslega mikil orka í að vinna upp svona mun en ég var ánægður með að við reyndum það og gáfum okkur með því möguleika í þessum leik. Svo gerum við hörmuleg mistök á einmitt þeim tímapunkti þegar við hefðum getað náð þessu niður í tvö til þrjústig. Við áttum þá möguleika og hefðum getað sett á þá meiri pressu," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Stjörnumenn töpuðu með 19 stigum á heimavelli á móti KR í Iceland Express deild karla í kvöld. Liðið lenti 22 stigum undir í upphafi leiksins, vann sig inn í leikinn aftur en hafði síðan ekki orku í lokasprettinn og missti því KR-inga aftur frá sér sem unnu 95-76. „Byrjunin gerði okkur hræðilega erfitt fyrir en ég vil meina að munurinn í byrjun hafi verið óeðlilegur. Þeir voru að hitta úr rosalegum skotum á meðan við vorum að brenna úr galopnum skotum. Munurinn fór upp í 21-22 sitg sem sló okkur dálítið. Það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp en við náðum þessu niður í 4 stig en þetta hafðist ekki því miður," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. Teitur telfdi fram Eistanum Renato Lindmets sem skoraði 16 stig og tók 10 fráköst í sínum fyrsta leik. „Ég var mjög sáttur með nýja strákinn. Hann er agressívur og kemur sér á vítalínuna. Hann á örugglega eftir að hjálpa okkur. Hann kom bara seinni partinn í gær og er því ekki inni í neinum hlutum hjá okkur," sagði Teitur. Hann hafði skýringar á því af hverju Jovan Zdravevski var stigalaus á 29 mínútum. „Jovan er veikur. Hann var að spila sárlasinn og kemur bara sterkari inn í næsta leik," sagði Teitur. „Það jákvæða er það sem þessi nýi maður sýndi og mér sýnist það deginum ljósara að hann verði hérna hjá okkur og klári þetta tímabil. Núna taka við vika-tíu dagar þar sem við fáum tíma til að slípa þetta hjá okkur og koma honum inn í þetta. Það er alveg greinilegt að við verðum sterkari," sagði Teitur. „Það var erfitt að lenda á móti KR-ingunum á svona degi. Pavel var frábær og Marcus var líka frábær þrátt fyrir villuvandræðin. Brynjar var mjög góður og skynsamur auk þess að skora þessi stig í fjórða leikhluta sem naglarnir sjá um. Það var því erfitt að hitta á þá á svona degi og við áttum þannig lagað ekkert meira skilið," sagði Teitur en hans menn gerðu þó vel í að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa lent 28-6 undir í upphafi. „Það fór svo ofboðslega mikil orka í að vinna upp svona mun en ég var ánægður með að við reyndum það og gáfum okkur með því möguleika í þessum leik. Svo gerum við hörmuleg mistök á einmitt þeim tímapunkti þegar við hefðum getað náð þessu niður í tvö til þrjústig. Við áttum þá möguleika og hefðum getað sett á þá meiri pressu," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira