Körfubolti

Keflvíkingar búnir að finna eftirmann Lazars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Sanders er ekki lengur eini erlendi leikmaðurinn í Keflavík.
Thomas Sanders er ekki lengur eini erlendi leikmaðurinn í Keflavík. Mynd/Daníel
Keflvíkingar hafa styrkt sig með nýjum erlendum leikmanni en Serbinn Andrija Ciric mun klára tímabilið með liðinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur. Fyrir hjá liðinu er Bandaríkjamaðurinn Thomas Sanders.

Andrija Ciric er 30 ára, 199 sentimetrar á hæð og 101 kíló en hann getur spilað bæði sem bakvörður eða framherji. Hann hefur spilað í Kýpur, Ungverjalandi og Póllandi síðustu þrjú árin

Ciric kemur í staðinn fyrir Lazar Trifunovic sem var látinn fara á dögunum eftir að í ljós kom að ökklameiðsli hans væru alvarlegri en í fyrstu var talið. Trifunovic var með 25,0 stig og 11,1 fráköst að meðaltali í 7 leikjum.

Ciric var með 10,3 stig og 3,3 fráköst að meðaltali með Proteas Danoi AEL á Kýpur fyrr á þessu tímabili, tímabilið á undan var hann með 10,3 stig og 2,8 fráköst að meðaltali með pólska liðinu PBG Basket Poznan og veturinn 2008-2009 skoraði hann 18,4 stig og tók 3,7 fráköst með Falco KC-Szombathely í ungversku deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×