Fréttir vikunnar: Naktir bændur og farsælir listamenn 13. febrúar 2011 21:00 Vikan hófst á aðalmeðferð í morðréttarhöldunum yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem varð Hannesi Þór Helgasyni að bana í ágúst á síðasta ári. Gunnar bar ekki vitni heldur staðfesti skýrslutökur og málsatvik. Að því komnu fékk hann leyfi til þess að yfirgefa réttarsalinn. Því næst báru geðlæknar vitni en þeir eru allir sammála um að Gunnar sé andlega vanheill og því ekki sakhæfur. Einn læknanna vildi meina að Gunnar Rúnar væri með tvískiptan persónuleika sem þykir afar umdeild greining innan geðlækna-vísindanna. Á þriðjudeginum birtist svo undarleg yfirlýsing frá Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, á heimasíðu hans. Þar sagðist hann vera kominn með nóg af Vinstri grænum og fyndi fyrir vaxandi óánægju almennings í sinn garð. Því hefði hann ákveðið að segja af sér. Þegar nánar var grennslast fyrir um málið kom að sjálfsögðu í ljós að einhver óprúttinn tölvuþrjótur hafði komist inn á heimasíðu ráðherrans og tilkynnt um afsögn hans. Sama dag fór Gísli Tryggvason, sem hafði verið kjörinn á stjórnlagaþingið, fram á að Hæstiréttur fjallaði aftur um kæru þremenninga sem kærðu stjórnlagaþingskosningarnar og fengu ógildar. Sem kunnugt er dæmdi Hæstiréttur kosningarnar ógildar í þar síðustu viku. Síðar kom í ljós að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, teldi sig vanhæfan til þess að fjalla aftur um málið í ljósi viðtals sem Þórhallur Guðmundsson tók við hann í Návígi.Theodór Elvis Ólafsson var svo fyrsti Elvisinn á Íslandi.Þær óvæntu fréttir bárust svo í vikunni að mannanafnanefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að eiginnafnið Elvis væri gott og gilt íslenskt nafn. Fyrsti Elvisinn hér á landi er Theodór Elvis Ólafsson sem var skírður í lok janúar. Foreldrar hans játuðu reyndar í sjónvarpsviðtali stuttu síðar að þau væru meiri aðdáendur Rolling Stones. „En Mick Ólafsson gekk ekki alveg upp," sagði faðir drengsins. Í miðri vikunni féll svo tímamótadómur þar sem starfsmaður Isavia var fundinn sekur um að hafa áreitt undirmann sinn kynferðislega í sumarbústaði. Maðurinn misbauð konunni með því að biðja hana ítrekað um að koma ofan í heitan pott til sín, þar sem hann reyndist nakinn. Þá ruddist hann inn í herbergið hennar og bað hana margsinnis um að snerta sig. Isavia var gert að greiða konunni 1800 þúsund krónur í það heila.Hressir bændur í fullri reisn.En bændurnir í Hörgárdalnum, sem hafa ákveðið að setja upp nýja staðfærða sýningu á verkinu „Með fullri reisn", sem kallast Full Monty á frummálinu, misbuðu engum, svo best sé vitað. Verkið verður frumsýnt í næsta mánuði en myndir sem sendar voru á fjölmiðla vöktu heldur betur athygli landsmanna. „Þetta er bara um það að bændaiðnaðurinn er ekki búinn að skila sínu. Mjólkin fer öll til MS og ferðaþjónustan er ekki að virka þannig að eina ráðið þeirra er að fara að strippa. Og þeir æfa sig í kirkjunni á Möðruvöllum í að strippa," sagði Jón Gunnar Þórðarson, sem er leikstjóri að verkinu. Það leiðindarmál kom svo upp í miðri viku að Kolbrún Ósk Albertsdóttir ætlaði í bíó með manninum sínum en þeim hafði áskotnast boðsmiði á spennumyndina Sanctum. Í ljós kom að myndin var í þrívídd en miðinn gilti eingöngu í tvívídd. Miðaverðið er dýrarar á þrívíddamyndirnar og Kolbrún fékk ekki að borga á milli þannig hún og eiginmaðurinn fóru vonsvikin heim.Kolbrún Ósk komst ekki á Sanctum.Vísir greindi frá málinu sem endaði á því að Sambíóin buðu þeim á myndina ókeypis og þóttu leitt að þau urðu fyrir óþægindum vegna misskilningsins. Hið sögulega augnablik átti sér svo stað á fimmtudaginn þegar Landsdómur kom saman í fyrsta skiptið í lýðveldissögunni. Þar var tekin fyrir krafa Geirs H. Haarde um að ákæra Alþingis gegn sér verði felld niður. Geir H. Haarde krafðist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum að málshöfðunin yrði felld niður, en dómurinn vísaði málinu frá. Lögmaður Geirs, Andri Árnason, kærði frávísunina til landsdóms. Fótboltakappinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði loksins í vikunni, það var þó ekki í fótbolta, heldur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem DV var dæmt fyrir að brjóta á friðhelgi einkalífs fótboltakappans með umfjöllun sinni um fjármál hans. DV átti þó ekki ómögulegan dag því blaðakonan Agnes Bragadóttir baðst afsökunar í öllum prentmiðlum landsins daginn eftir og náði sáttum við blaðamanninn Inga F. Vilhjálmsson, sem hún hafði sakað um að gera út ungling í tölvuglæpum á forsíðu Morgunblaðsins. Auk þess sem blaðið hélt því fram að Ingi lægi undir grun vegna njósnatölvunnar á Alþingi. Fréttin var þó dregin til baka og Agnes baðst afsökunar að lokum.Íslenski hópurinn á bakvið sýninguna; Símon Birgisson, Þorleifur Örn Arnarson, Filippía Elísdóttir og Vytautas Narbutas.Og listamenn gerðu það gott í vikunni. Leiksýningin Pétur Gautur, sem Þorleifur Örn Arnason setti upp við leikhúsið í Luzern, var valin sýning ársins í hinum þýskumælandi heimi. Virtasta leikhússíða Þýskalands, Nachtkritik.de, greindi frá valinu í vikunni. Á bak við Nachtkritik standa á fimmta tug gagnrýnenda og leikhúsfræðinga víðsvegar um Þýskaland, Austurríki og Sviss. Að valinu á verki ársins kemur þessi stóri hópur sem og áhorfendur. Að uppsetningunni komu ásamt Þorleifi, Vytautas Narbutas sem gerði leikmynd, Filippía Elísdóttir sem gerði búninga og Símon Birgisson sem sá um tónlist og medíu. Landsdómur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Vikan hófst á aðalmeðferð í morðréttarhöldunum yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem varð Hannesi Þór Helgasyni að bana í ágúst á síðasta ári. Gunnar bar ekki vitni heldur staðfesti skýrslutökur og málsatvik. Að því komnu fékk hann leyfi til þess að yfirgefa réttarsalinn. Því næst báru geðlæknar vitni en þeir eru allir sammála um að Gunnar sé andlega vanheill og því ekki sakhæfur. Einn læknanna vildi meina að Gunnar Rúnar væri með tvískiptan persónuleika sem þykir afar umdeild greining innan geðlækna-vísindanna. Á þriðjudeginum birtist svo undarleg yfirlýsing frá Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, á heimasíðu hans. Þar sagðist hann vera kominn með nóg af Vinstri grænum og fyndi fyrir vaxandi óánægju almennings í sinn garð. Því hefði hann ákveðið að segja af sér. Þegar nánar var grennslast fyrir um málið kom að sjálfsögðu í ljós að einhver óprúttinn tölvuþrjótur hafði komist inn á heimasíðu ráðherrans og tilkynnt um afsögn hans. Sama dag fór Gísli Tryggvason, sem hafði verið kjörinn á stjórnlagaþingið, fram á að Hæstiréttur fjallaði aftur um kæru þremenninga sem kærðu stjórnlagaþingskosningarnar og fengu ógildar. Sem kunnugt er dæmdi Hæstiréttur kosningarnar ógildar í þar síðustu viku. Síðar kom í ljós að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, teldi sig vanhæfan til þess að fjalla aftur um málið í ljósi viðtals sem Þórhallur Guðmundsson tók við hann í Návígi.Theodór Elvis Ólafsson var svo fyrsti Elvisinn á Íslandi.Þær óvæntu fréttir bárust svo í vikunni að mannanafnanefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að eiginnafnið Elvis væri gott og gilt íslenskt nafn. Fyrsti Elvisinn hér á landi er Theodór Elvis Ólafsson sem var skírður í lok janúar. Foreldrar hans játuðu reyndar í sjónvarpsviðtali stuttu síðar að þau væru meiri aðdáendur Rolling Stones. „En Mick Ólafsson gekk ekki alveg upp," sagði faðir drengsins. Í miðri vikunni féll svo tímamótadómur þar sem starfsmaður Isavia var fundinn sekur um að hafa áreitt undirmann sinn kynferðislega í sumarbústaði. Maðurinn misbauð konunni með því að biðja hana ítrekað um að koma ofan í heitan pott til sín, þar sem hann reyndist nakinn. Þá ruddist hann inn í herbergið hennar og bað hana margsinnis um að snerta sig. Isavia var gert að greiða konunni 1800 þúsund krónur í það heila.Hressir bændur í fullri reisn.En bændurnir í Hörgárdalnum, sem hafa ákveðið að setja upp nýja staðfærða sýningu á verkinu „Með fullri reisn", sem kallast Full Monty á frummálinu, misbuðu engum, svo best sé vitað. Verkið verður frumsýnt í næsta mánuði en myndir sem sendar voru á fjölmiðla vöktu heldur betur athygli landsmanna. „Þetta er bara um það að bændaiðnaðurinn er ekki búinn að skila sínu. Mjólkin fer öll til MS og ferðaþjónustan er ekki að virka þannig að eina ráðið þeirra er að fara að strippa. Og þeir æfa sig í kirkjunni á Möðruvöllum í að strippa," sagði Jón Gunnar Þórðarson, sem er leikstjóri að verkinu. Það leiðindarmál kom svo upp í miðri viku að Kolbrún Ósk Albertsdóttir ætlaði í bíó með manninum sínum en þeim hafði áskotnast boðsmiði á spennumyndina Sanctum. Í ljós kom að myndin var í þrívídd en miðinn gilti eingöngu í tvívídd. Miðaverðið er dýrarar á þrívíddamyndirnar og Kolbrún fékk ekki að borga á milli þannig hún og eiginmaðurinn fóru vonsvikin heim.Kolbrún Ósk komst ekki á Sanctum.Vísir greindi frá málinu sem endaði á því að Sambíóin buðu þeim á myndina ókeypis og þóttu leitt að þau urðu fyrir óþægindum vegna misskilningsins. Hið sögulega augnablik átti sér svo stað á fimmtudaginn þegar Landsdómur kom saman í fyrsta skiptið í lýðveldissögunni. Þar var tekin fyrir krafa Geirs H. Haarde um að ákæra Alþingis gegn sér verði felld niður. Geir H. Haarde krafðist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum að málshöfðunin yrði felld niður, en dómurinn vísaði málinu frá. Lögmaður Geirs, Andri Árnason, kærði frávísunina til landsdóms. Fótboltakappinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði loksins í vikunni, það var þó ekki í fótbolta, heldur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem DV var dæmt fyrir að brjóta á friðhelgi einkalífs fótboltakappans með umfjöllun sinni um fjármál hans. DV átti þó ekki ómögulegan dag því blaðakonan Agnes Bragadóttir baðst afsökunar í öllum prentmiðlum landsins daginn eftir og náði sáttum við blaðamanninn Inga F. Vilhjálmsson, sem hún hafði sakað um að gera út ungling í tölvuglæpum á forsíðu Morgunblaðsins. Auk þess sem blaðið hélt því fram að Ingi lægi undir grun vegna njósnatölvunnar á Alþingi. Fréttin var þó dregin til baka og Agnes baðst afsökunar að lokum.Íslenski hópurinn á bakvið sýninguna; Símon Birgisson, Þorleifur Örn Arnarson, Filippía Elísdóttir og Vytautas Narbutas.Og listamenn gerðu það gott í vikunni. Leiksýningin Pétur Gautur, sem Þorleifur Örn Arnason setti upp við leikhúsið í Luzern, var valin sýning ársins í hinum þýskumælandi heimi. Virtasta leikhússíða Þýskalands, Nachtkritik.de, greindi frá valinu í vikunni. Á bak við Nachtkritik standa á fimmta tug gagnrýnenda og leikhúsfræðinga víðsvegar um Þýskaland, Austurríki og Sviss. Að valinu á verki ársins kemur þessi stóri hópur sem og áhorfendur. Að uppsetningunni komu ásamt Þorleifi, Vytautas Narbutas sem gerði leikmynd, Filippía Elísdóttir sem gerði búninga og Símon Birgisson sem sá um tónlist og medíu.
Landsdómur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent