Umfjöllun: KR afgreiddi Keflavík í þriðja leikhluta Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. febrúar 2011 21:02 Marcus Walker lék vel í kvöld. KR vann öruggan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld, 99-85. Leikurinn var járnum framan af en í þriðja leikhluta lék KR magnaðan varnarleik og hélt Keflvíkingum í aðeins sjö stigum og náðu 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá þeim röndóttu sem er með sigrinum komið upp í annað sætið í deildinni og aðeins tveimur stigum á eftir Snæfell. KR byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og komst í 11-0 áður en Magnús Gunnarsson kom Keflvíkingum á blað með þristi eftir þriggja og hálfs mínútna leik. KR-ingar voru sterkari í fyrsta leikhluta og leiddu með sex stigum af honum loknum 20-14. Keflavíkingar komu ákveðnir til leiks í annan leikhluta og á fyrstu þremur mínútum leikhlutans náðu þeir að breyta stöðunni í 22-24 sér í vil. Mikill hraði var í leiknum og í hálfleik var staðan 47-44 fyrir heimamenn. Erlendu leikmennirnir Marcus Walker og Thomas Sanders leiddu stigaskorið hjá liðinum og skoruðu báðir 12 stig í fyrri hálfleik. KR-ingar léku magnaða vörn í þriðja leikhluta og komstu gestirnir úr Keflavík hvorki lönd né strönd. Margur körfuboltaunnandinn trúir því kannski varla en Keflvíkingum tókst aðeins að skora 7 stig í þriðja leikhluta gegn 29 stigum KR. Hrósa verður KR-ingum fyrir frábæran varnarleik en hins vegar var sóknarleikur Keflavíkur eitt stór spurningarmerki og vantaði allan hraða og ákveðni. KR-ingar náðu því 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann 76-51. Úrslitin voru í raun ráðin áður en lokaleikhlutinn var leikinn. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn á meðan KR slakaði aðeins á í vörninni en sigur þeirra röndóttu var aldrei í hættu. Lokatölur 99-85. Marcus Walker var stigahæstur hjá KR-ingum með 27 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hreggviður Magnússon minnti heldur betur á sig með að setja niður 17 stig í kvöld og Finnur Atli Magnússon var með 14 stig. Hjá Keflavík var Thomas Sanders atkvæðamestur með 24 stig og sex fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson kom þar næstu með 18 stig og fimm fráköst. KR-Keflavík 99-85 (22-14, 25-30, 29-7, 23-34) KR: Marcus Walker 27/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 19, Finnur Atli Magnússon 14, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Fannar Ólafsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Páll Fannar Helgason 2, Ólafur Már Ægisson 2.Keflavík: Thomas Sanders 24/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 10, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld, 99-85. Leikurinn var járnum framan af en í þriðja leikhluta lék KR magnaðan varnarleik og hélt Keflvíkingum í aðeins sjö stigum og náðu 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá þeim röndóttu sem er með sigrinum komið upp í annað sætið í deildinni og aðeins tveimur stigum á eftir Snæfell. KR byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og komst í 11-0 áður en Magnús Gunnarsson kom Keflvíkingum á blað með þristi eftir þriggja og hálfs mínútna leik. KR-ingar voru sterkari í fyrsta leikhluta og leiddu með sex stigum af honum loknum 20-14. Keflavíkingar komu ákveðnir til leiks í annan leikhluta og á fyrstu þremur mínútum leikhlutans náðu þeir að breyta stöðunni í 22-24 sér í vil. Mikill hraði var í leiknum og í hálfleik var staðan 47-44 fyrir heimamenn. Erlendu leikmennirnir Marcus Walker og Thomas Sanders leiddu stigaskorið hjá liðinum og skoruðu báðir 12 stig í fyrri hálfleik. KR-ingar léku magnaða vörn í þriðja leikhluta og komstu gestirnir úr Keflavík hvorki lönd né strönd. Margur körfuboltaunnandinn trúir því kannski varla en Keflvíkingum tókst aðeins að skora 7 stig í þriðja leikhluta gegn 29 stigum KR. Hrósa verður KR-ingum fyrir frábæran varnarleik en hins vegar var sóknarleikur Keflavíkur eitt stór spurningarmerki og vantaði allan hraða og ákveðni. KR-ingar náðu því 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann 76-51. Úrslitin voru í raun ráðin áður en lokaleikhlutinn var leikinn. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn á meðan KR slakaði aðeins á í vörninni en sigur þeirra röndóttu var aldrei í hættu. Lokatölur 99-85. Marcus Walker var stigahæstur hjá KR-ingum með 27 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hreggviður Magnússon minnti heldur betur á sig með að setja niður 17 stig í kvöld og Finnur Atli Magnússon var með 14 stig. Hjá Keflavík var Thomas Sanders atkvæðamestur með 24 stig og sex fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson kom þar næstu með 18 stig og fimm fráköst. KR-Keflavík 99-85 (22-14, 25-30, 29-7, 23-34) KR: Marcus Walker 27/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 19, Finnur Atli Magnússon 14, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Fannar Ólafsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Páll Fannar Helgason 2, Ólafur Már Ægisson 2.Keflavík: Thomas Sanders 24/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 10, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira