Talaði aldrei fyrir dómstólaleiðinni 19. febrúar 2011 07:00 Formaður Icesave-samninganefndarinnar segir niðurstöðu Alþingis í Icesave-málinu mjög ásættanlega.Fréttablaðið/Anton Formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, Lee C. Buchheit, telur samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu vera farsæla lausn fyrir Ísland. Alþingi hafi unnið góða vinnu og komist að skynsamlegri niðurstöðu. Þá neitar Buchheit því að hafa mælt fyrir dómstólaleiðinni á fyrri stigum málsins. „Deilan hefur nú verið leyst með samningi sem ég tel viðunandi, þingið hefur í það minnsta samþykkt tillögu þess efnis með miklum meirihluta. Ég sé ekki kostina við að beina málinu nú í farveg dómstóla, það skilar einungis hættu á því að útkoman verði verri en þessi lausn segir til um,“ sagði Buchheit í samtali við Fréttablaðið í gær. Buchheit hefur fylgst náið með þróun mála á Íslandi frá því að samninganefndin kynnti Icesave-samkomulagið í desember. Hann segir ekki hafa komið sér á óvart að þingstuðningur hafi verið meiri við nýja samninginn en þá fyrri. „Frá því að ég kom að málinu vildi stjórnin vinna það þannig að allir flokkar tækju þátt og væru upplýstir um gang viðræðna. Stjórnarandstaðan skipaði virtan lögmann í samningateymið og mér fannst sem eftir því er leið á viðræðurnar myndaðist samstaða meðal aðilanna um hvernig skyldi vinna málið,“ segir Buchheit. Buchheit var spurður hvort hann teldi Icesave-samninginn henta í þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvort honum þætti eðlilegt að þjóðin fengi að tjá sig um málið. „Á Íslandi kýs þjóðin fulltrúa á þing. Þeirra verkefni í flóknu máli eins og þessu er að fara mjög nákvæmlega yfir það, eins og ég veit að hefur verið gert. Það er hins vegar ekki nóg að skoða bara samninginn heldur þarf líka að fara yfir afleiðingar þess fyrir Ísland að klára málið ekki með samningi,“ segir Buchheit og bætir við: „Ókosturinn við þjóðaratkvæðagreiðslu er að almenningur býr ekki að þessari nánu greiningu þingmanna. Ég myndi halda að þetta væri ein af ástæðum þess að á Íslandi er á annað borð þing. Svo má heldur ekki gleyma að á þingi sitja fulltrúar þjóðarinnar, þannig að þjóðin er í raun að tala.“ Því hefur verið haldið fram að Buchheit hafi á fyrri stigum málsins talað fyrir því að fara dómstólaleiðina svokölluðu frekar en að leita samninga við Breta og Hollendinga. Spurður hvort þetta sé rétt segir Buchheit: „Nei, það sagði ég ekki. Ég sagði hins vegar að þegar horft væri á þrönga lagalega ágreiningsefnið sýndist mér að Ísland stæði vel að vígi og fyrir því eru ýmis rök. Málið er hins vegar flóknara en það og fyrir því má einnig færa rök að Íslendingar hafi skuldbundið sig strax haustið 2008 til þess að greiða þessa skuld. Það sem skiptir þó mestu á þessu stigi málsins er að komin er fram lausn á deilunni sem er mjög vel viðunandi.“magnusl@frettabladid.is Icesave Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, Lee C. Buchheit, telur samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu vera farsæla lausn fyrir Ísland. Alþingi hafi unnið góða vinnu og komist að skynsamlegri niðurstöðu. Þá neitar Buchheit því að hafa mælt fyrir dómstólaleiðinni á fyrri stigum málsins. „Deilan hefur nú verið leyst með samningi sem ég tel viðunandi, þingið hefur í það minnsta samþykkt tillögu þess efnis með miklum meirihluta. Ég sé ekki kostina við að beina málinu nú í farveg dómstóla, það skilar einungis hættu á því að útkoman verði verri en þessi lausn segir til um,“ sagði Buchheit í samtali við Fréttablaðið í gær. Buchheit hefur fylgst náið með þróun mála á Íslandi frá því að samninganefndin kynnti Icesave-samkomulagið í desember. Hann segir ekki hafa komið sér á óvart að þingstuðningur hafi verið meiri við nýja samninginn en þá fyrri. „Frá því að ég kom að málinu vildi stjórnin vinna það þannig að allir flokkar tækju þátt og væru upplýstir um gang viðræðna. Stjórnarandstaðan skipaði virtan lögmann í samningateymið og mér fannst sem eftir því er leið á viðræðurnar myndaðist samstaða meðal aðilanna um hvernig skyldi vinna málið,“ segir Buchheit. Buchheit var spurður hvort hann teldi Icesave-samninginn henta í þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvort honum þætti eðlilegt að þjóðin fengi að tjá sig um málið. „Á Íslandi kýs þjóðin fulltrúa á þing. Þeirra verkefni í flóknu máli eins og þessu er að fara mjög nákvæmlega yfir það, eins og ég veit að hefur verið gert. Það er hins vegar ekki nóg að skoða bara samninginn heldur þarf líka að fara yfir afleiðingar þess fyrir Ísland að klára málið ekki með samningi,“ segir Buchheit og bætir við: „Ókosturinn við þjóðaratkvæðagreiðslu er að almenningur býr ekki að þessari nánu greiningu þingmanna. Ég myndi halda að þetta væri ein af ástæðum þess að á Íslandi er á annað borð þing. Svo má heldur ekki gleyma að á þingi sitja fulltrúar þjóðarinnar, þannig að þjóðin er í raun að tala.“ Því hefur verið haldið fram að Buchheit hafi á fyrri stigum málsins talað fyrir því að fara dómstólaleiðina svokölluðu frekar en að leita samninga við Breta og Hollendinga. Spurður hvort þetta sé rétt segir Buchheit: „Nei, það sagði ég ekki. Ég sagði hins vegar að þegar horft væri á þrönga lagalega ágreiningsefnið sýndist mér að Ísland stæði vel að vígi og fyrir því eru ýmis rök. Málið er hins vegar flóknara en það og fyrir því má einnig færa rök að Íslendingar hafi skuldbundið sig strax haustið 2008 til þess að greiða þessa skuld. Það sem skiptir þó mestu á þessu stigi málsins er að komin er fram lausn á deilunni sem er mjög vel viðunandi.“magnusl@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira