Ekki verður samið frekar um Icesave 21. febrúar 2011 03:30 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu. Jóhanna segist óttast að forsetinn hafi með henni tekið verulega áhættu og segir að ekki verða lengra komist í samningaviðræðum. „Ákvörðun forsetans kom mjög á óvart í ljósi þessara samninga sem allir flokkar stóðu að. Það liggur fyrir að ekki verður gengið lengra í samningaviðræðum, þannig að verði málið fellt þá blasir við að það fer fyrir dómstóla," segir Jóhanna og bætir við: „Þetta er hins vegar staðan og við bara tökum því og vinnum úr málinu eins og það stendur." Jóhanna lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum ákvörðunarinnar. „Maður óttast það auðvitað þegar svona kemur upp að það taki okkur lengri tíma en maður hélt að öðlast trúverðugleika alþjóðasamfélagsins á ný. Ég ætla ekki að vera með neinar hrakspár en þetta gæti seinkað hagvexti og haft neikvæð áhrif á skuldatryggingarálagið," segir Jóhanna og heldur áfram: „Verði samningurinn felldur gæti það valdið seinkun á gjaldeyrishöftunum og komið í veg fyrir erlenda fjárfestingu, eins og í Búðarhálsvirkjun, þar sem beðið hefur verið eftir lausn Icesave-deilunnar. Þetta getur því haft áhrif á efnahagsmálin hér." Alþingi samþykkti í síðustu viku Icesave-frumvarpið með auknum meirihluta þingmanna. „Hér hefur verið þingræði og á mann leita ýmsar stríðar hugsanir þegar þetta gerist eftir að Alþingi samþykkir lög með meira en tveimur þriðju greiddra atkvæða," segir Steingrímur. Aðspurð segir Jóhanna Ólaf Ragnar höggva nokkuð nærri þingræðinu í landinu með ákvörðun sinni en hann hafi þó þetta vald samkvæmt stjórnarskrá. Jóhanna segir loks að ákvörðun forsetans hafi ekki áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Það er alveg ljóst að þessi samningur, sem hefur tekið marga mánuði að vinna við, var í höndum allra stjórnmálaflokka í þinginu. Flokkarnir völdu saman samningamenn og þarna var sérstakur fulltrúi stjórnarandstöðunnar líka. Þannig að þetta er fyrst og fremst mál þingsins og hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera sem slíka," segir Jóhana og neitar því að samningaleiðin sem farin hefur verið í þessu máli hingað til, hafi einungis verið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur segir að innanríkisráðuneytið fari nú í það að undirbúa kosningar sem fari fram eins fljótt og hægt er. „Ég held reyndar að þau séu byrjuð að funda nú þegar." thorunn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Icesave Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu. Jóhanna segist óttast að forsetinn hafi með henni tekið verulega áhættu og segir að ekki verða lengra komist í samningaviðræðum. „Ákvörðun forsetans kom mjög á óvart í ljósi þessara samninga sem allir flokkar stóðu að. Það liggur fyrir að ekki verður gengið lengra í samningaviðræðum, þannig að verði málið fellt þá blasir við að það fer fyrir dómstóla," segir Jóhanna og bætir við: „Þetta er hins vegar staðan og við bara tökum því og vinnum úr málinu eins og það stendur." Jóhanna lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum ákvörðunarinnar. „Maður óttast það auðvitað þegar svona kemur upp að það taki okkur lengri tíma en maður hélt að öðlast trúverðugleika alþjóðasamfélagsins á ný. Ég ætla ekki að vera með neinar hrakspár en þetta gæti seinkað hagvexti og haft neikvæð áhrif á skuldatryggingarálagið," segir Jóhanna og heldur áfram: „Verði samningurinn felldur gæti það valdið seinkun á gjaldeyrishöftunum og komið í veg fyrir erlenda fjárfestingu, eins og í Búðarhálsvirkjun, þar sem beðið hefur verið eftir lausn Icesave-deilunnar. Þetta getur því haft áhrif á efnahagsmálin hér." Alþingi samþykkti í síðustu viku Icesave-frumvarpið með auknum meirihluta þingmanna. „Hér hefur verið þingræði og á mann leita ýmsar stríðar hugsanir þegar þetta gerist eftir að Alþingi samþykkir lög með meira en tveimur þriðju greiddra atkvæða," segir Steingrímur. Aðspurð segir Jóhanna Ólaf Ragnar höggva nokkuð nærri þingræðinu í landinu með ákvörðun sinni en hann hafi þó þetta vald samkvæmt stjórnarskrá. Jóhanna segir loks að ákvörðun forsetans hafi ekki áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Það er alveg ljóst að þessi samningur, sem hefur tekið marga mánuði að vinna við, var í höndum allra stjórnmálaflokka í þinginu. Flokkarnir völdu saman samningamenn og þarna var sérstakur fulltrúi stjórnarandstöðunnar líka. Þannig að þetta er fyrst og fremst mál þingsins og hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera sem slíka," segir Jóhana og neitar því að samningaleiðin sem farin hefur verið í þessu máli hingað til, hafi einungis verið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur segir að innanríkisráðuneytið fari nú í það að undirbúa kosningar sem fari fram eins fljótt og hægt er. „Ég held reyndar að þau séu byrjuð að funda nú þegar." thorunn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira