Margrét Lára: Ólýsanlega góð tilfinning að vera komin aftur á fullt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2011 10:00 margrét lára Hefur skorað þrjú mörk í tveimur leikjum í Portúgal. Fréttablaðið/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir er greinilega í sínu allra besta formi en hún skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Kína á Algarve Cup-mótinu í gær. Hún skoraði einnig í 2-1 sigri á Svíum á miðvikudag og átti þátt í sigurmarkinu þar að auki. Sigur Íslands þýðir að liðið er í efsta sæti B-riðils á mótinu og dugir jafntefli gegn Dönum á mánudaginn til að komast í úrslitaleik mótsins, líklega gegn hinu geysisterka liði Bandaríkjanna. Margrét Lára hefur verið að glíma við meiðsli í læri meira eða minna í þrjú ár. Blaðamaður spurði hana hvort hún væri nú loks búin að hafa betur í þeirri baráttu. „Ég vil helst ekki svara þessari spurningu,“ sagði hún og hló. „En eins og er þá er ég að ná mér. Ég finn enn aðeins fyrir meiðslunum en þetta háir mér ekki í dag. Ég hef nú verið að æfa á fullu í tvo mánuði með liði mínu, Kristianstad í Svíþjóð, og hef verið undir miklu álagi. Maður veit aldrei með meiðsli en ég tel að ég sé loksins að sjá fyrir endann á þessu. Ég á ótrúlega mörgum góðum að þakka fyrir það enda hefði ég aldrei getað gert þetta ein.“ Margrét Lára fékk loksins greiningu á lærmeiðslunum í sumar. „Einar Einarsson sjúkraþjálfari og Sveinbjörn Brandsson læknir komust að þeirri niðurstöðu að það væri styrktarmunur á milli vöðva og því væru vöðvar aftan í læri í yfirkeyrslu á meðan að aðrir væru í hvíld. Þetta eru dæmigerð álagsmeiðsli sem komu þegar ég ætlaði mér of mikið. Ég hef lært að stundum er meira ekki alltaf betra.“ Hún viðurkennir að það hafi tekið á að vita ekki svo lengi hvað hafi verið að hrjá hana og að hún hafi um tíma óttast að hún myndi aldrei ná fullum krafti á ný. „Já, ég get viðurkennt að ég var farin að óttast það. Ég fór til Sveinbjörns fyrir leikinn gegn Frakklandi í sumar og var þá búin að ákveða að taka mér frí frá boltanum. En hann harðneitaði að leyfa mér það. Hann og Einar sjúkraþjálfari settu mér fyrir stífa endurhæfingaráætlun og það var svo í október að þetta fór loksins að skila árangri. Ég hef verið síðan þá á góðri uppleið og í dag, sjö mánuðum síðar, er ég fyrst að verða góð. Ég get ekki lýst því hversu góð tilfinning að vera komin til baka og aftur á fullt.“ Hún segir að þetta hafi einnig reynt á sálarlífið. „Það eru miklar tilfinningar í spilinu. Svo miklar að ég brast næstum í grát þegar ég sá umsögn Sigurðar Ragnars [Eyjólfssonar landsliðsþjálfara] um mig eftir síðasta leik,“ sagði hún og átti þá við viðtal Fréttablaðsins við Sigurð Ragnar eftir leikinn gegn Svíum. Þá sagði hann að hann hafi ekki séð Margréti Láru spila betur í nokkur ár og hrósaði henni mikið fyrir frammistöðuna. „Þetta hefur lagst mikið á sálina mína enda lifi ég fyrir fótboltann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og ég vil geta sýnt mínar sparihliðar í hverjum einasta leik.“ Hún segist eiga mörgum að þakka fyrir batann. „Ég var til dæmis hjá Silju Úlfarsdóttur í haust sem tók formið mitt í gegn og svo er ég að vinna með frábæru fólki í Kristianstad undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Ég hef fengið bestu meðhöndlun sem völ er á. Þessu fólki, ásamt öllum mínum læknum og sjúkraþjálfurum og ekki síst fjölskyldu minni, er ég ótrúlega þakklát.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Besti leikur Margrétar Láru í nokkur ár Ísland vann í gær glæsilegan 2-1 sigur á Svíþjóð á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands sem lenti þó marki undir strax í upphafi leiksins. 3. mars 2011 08:00 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir er greinilega í sínu allra besta formi en hún skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Kína á Algarve Cup-mótinu í gær. Hún skoraði einnig í 2-1 sigri á Svíum á miðvikudag og átti þátt í sigurmarkinu þar að auki. Sigur Íslands þýðir að liðið er í efsta sæti B-riðils á mótinu og dugir jafntefli gegn Dönum á mánudaginn til að komast í úrslitaleik mótsins, líklega gegn hinu geysisterka liði Bandaríkjanna. Margrét Lára hefur verið að glíma við meiðsli í læri meira eða minna í þrjú ár. Blaðamaður spurði hana hvort hún væri nú loks búin að hafa betur í þeirri baráttu. „Ég vil helst ekki svara þessari spurningu,“ sagði hún og hló. „En eins og er þá er ég að ná mér. Ég finn enn aðeins fyrir meiðslunum en þetta háir mér ekki í dag. Ég hef nú verið að æfa á fullu í tvo mánuði með liði mínu, Kristianstad í Svíþjóð, og hef verið undir miklu álagi. Maður veit aldrei með meiðsli en ég tel að ég sé loksins að sjá fyrir endann á þessu. Ég á ótrúlega mörgum góðum að þakka fyrir það enda hefði ég aldrei getað gert þetta ein.“ Margrét Lára fékk loksins greiningu á lærmeiðslunum í sumar. „Einar Einarsson sjúkraþjálfari og Sveinbjörn Brandsson læknir komust að þeirri niðurstöðu að það væri styrktarmunur á milli vöðva og því væru vöðvar aftan í læri í yfirkeyrslu á meðan að aðrir væru í hvíld. Þetta eru dæmigerð álagsmeiðsli sem komu þegar ég ætlaði mér of mikið. Ég hef lært að stundum er meira ekki alltaf betra.“ Hún viðurkennir að það hafi tekið á að vita ekki svo lengi hvað hafi verið að hrjá hana og að hún hafi um tíma óttast að hún myndi aldrei ná fullum krafti á ný. „Já, ég get viðurkennt að ég var farin að óttast það. Ég fór til Sveinbjörns fyrir leikinn gegn Frakklandi í sumar og var þá búin að ákveða að taka mér frí frá boltanum. En hann harðneitaði að leyfa mér það. Hann og Einar sjúkraþjálfari settu mér fyrir stífa endurhæfingaráætlun og það var svo í október að þetta fór loksins að skila árangri. Ég hef verið síðan þá á góðri uppleið og í dag, sjö mánuðum síðar, er ég fyrst að verða góð. Ég get ekki lýst því hversu góð tilfinning að vera komin til baka og aftur á fullt.“ Hún segir að þetta hafi einnig reynt á sálarlífið. „Það eru miklar tilfinningar í spilinu. Svo miklar að ég brast næstum í grát þegar ég sá umsögn Sigurðar Ragnars [Eyjólfssonar landsliðsþjálfara] um mig eftir síðasta leik,“ sagði hún og átti þá við viðtal Fréttablaðsins við Sigurð Ragnar eftir leikinn gegn Svíum. Þá sagði hann að hann hafi ekki séð Margréti Láru spila betur í nokkur ár og hrósaði henni mikið fyrir frammistöðuna. „Þetta hefur lagst mikið á sálina mína enda lifi ég fyrir fótboltann. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og ég vil geta sýnt mínar sparihliðar í hverjum einasta leik.“ Hún segist eiga mörgum að þakka fyrir batann. „Ég var til dæmis hjá Silju Úlfarsdóttur í haust sem tók formið mitt í gegn og svo er ég að vinna með frábæru fólki í Kristianstad undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Ég hef fengið bestu meðhöndlun sem völ er á. Þessu fólki, ásamt öllum mínum læknum og sjúkraþjálfurum og ekki síst fjölskyldu minni, er ég ótrúlega þakklát.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Besti leikur Margrétar Láru í nokkur ár Ísland vann í gær glæsilegan 2-1 sigur á Svíþjóð á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands sem lenti þó marki undir strax í upphafi leiksins. 3. mars 2011 08:00 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Besti leikur Margrétar Láru í nokkur ár Ísland vann í gær glæsilegan 2-1 sigur á Svíþjóð á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands sem lenti þó marki undir strax í upphafi leiksins. 3. mars 2011 08:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki