Fyrstu tölur verða klárar fyrir ellefu 6. apríl 2011 04:30 Í atkvæðagreiðslunni í fyrra voru allir atkvæðaseðlar fluttir til Reykjavíkur til talningar. Nú verður talið í hverju kjördæmi. Fréttablaðið/Stefán Von er á fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-samninginn á laugardag fyrir klukkan ellefu um kvöldið. Þær munu líkast til koma úr Norðausturkjördæmi, ef marka má orð formanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins en hann er sá eini sem segist sannfærður um að hægt verði að kynna tölur fyrir þann tíma. „Það er alveg klárt," segir Páll Hlöðversson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. „Við verðum tilbúin með fyrstu tölur nálægt ellefu, jafnvel enn fyrr." Formenn yfirkjörstjórna í Norðvestur-, Suður- og Suðvesturkjördæmum segjast stefna að því að kynna fyrstu tölur klukkan ellefu, og í Reykjavík er talað um að fyrstu tölur verði líklega tilbúnar „einhvern tíma á tólfta tímanum". Talning hefst í öllum kjördæmum á slaginu tíu en í þremur kjördæmum stendur til að byrja að flokka atkvæðin nokkrum klukkustundum fyrr. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í Norðausturkjördæmi verða kjörkassarnir hins vegar ekki opnaðir fyrr en klukkan tíu. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að það verði gert til að taka enga óþarfa áhættu, í ljósi ógildingar Hæstaréttar á kosningunum til stjórnlagaþings. Með hliðsjón af þeirri ákvörðun hefur landskjörstjórn nú skipað tólf manns sem umboðsmenn ólíkra sjónarmiða í Icesave-málinu, tvo í hverju kjördæmi, til að fylgjast með á kjörstöðum og að talningin fari rétt fram. Óljóst er hvenær talningu mun ljúka en líklega er það mjög breytilegt eftir kjördæmum. Í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi búast menn við því að lokatölur gætu legið fyrir um klukkan tvö. Í landsbyggðarkjördæmunum er óvissan meiri, enda þarf í mörgum tilfellum að flytja kjörkassa um langan veg á talningarstaði. Ekið verður með kjörkassa frá Höfn í Hornafirði á Selfoss klukkan tíu. Sá akstur tekur fjóra tíma, og þá á eftir að telja atkvæðin. Þá er það einnig háð veðri á kjördag hvort hægt verður að fljúga með atkvæði frá Ísafirði til Akraness, enda þarf góð veðurskilyrði til að hægt sé að fljúga þar í myrkri. Annars þarf að aka langa leið. Ef allt gengur hins vegar að óskum má búast við að endanlegar tölur af landinu öllu liggi fyrir í síðasta lagi á fimmta tímanum. stigur@frettabladid.is Icesave Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Von er á fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-samninginn á laugardag fyrir klukkan ellefu um kvöldið. Þær munu líkast til koma úr Norðausturkjördæmi, ef marka má orð formanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins en hann er sá eini sem segist sannfærður um að hægt verði að kynna tölur fyrir þann tíma. „Það er alveg klárt," segir Páll Hlöðversson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. „Við verðum tilbúin með fyrstu tölur nálægt ellefu, jafnvel enn fyrr." Formenn yfirkjörstjórna í Norðvestur-, Suður- og Suðvesturkjördæmum segjast stefna að því að kynna fyrstu tölur klukkan ellefu, og í Reykjavík er talað um að fyrstu tölur verði líklega tilbúnar „einhvern tíma á tólfta tímanum". Talning hefst í öllum kjördæmum á slaginu tíu en í þremur kjördæmum stendur til að byrja að flokka atkvæðin nokkrum klukkustundum fyrr. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í Norðausturkjördæmi verða kjörkassarnir hins vegar ekki opnaðir fyrr en klukkan tíu. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að það verði gert til að taka enga óþarfa áhættu, í ljósi ógildingar Hæstaréttar á kosningunum til stjórnlagaþings. Með hliðsjón af þeirri ákvörðun hefur landskjörstjórn nú skipað tólf manns sem umboðsmenn ólíkra sjónarmiða í Icesave-málinu, tvo í hverju kjördæmi, til að fylgjast með á kjörstöðum og að talningin fari rétt fram. Óljóst er hvenær talningu mun ljúka en líklega er það mjög breytilegt eftir kjördæmum. Í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi búast menn við því að lokatölur gætu legið fyrir um klukkan tvö. Í landsbyggðarkjördæmunum er óvissan meiri, enda þarf í mörgum tilfellum að flytja kjörkassa um langan veg á talningarstaði. Ekið verður með kjörkassa frá Höfn í Hornafirði á Selfoss klukkan tíu. Sá akstur tekur fjóra tíma, og þá á eftir að telja atkvæðin. Þá er það einnig háð veðri á kjördag hvort hægt verður að fljúga með atkvæði frá Ísafirði til Akraness, enda þarf góð veðurskilyrði til að hægt sé að fljúga þar í myrkri. Annars þarf að aka langa leið. Ef allt gengur hins vegar að óskum má búast við að endanlegar tölur af landinu öllu liggi fyrir í síðasta lagi á fimmta tímanum. stigur@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira