Pattstaðan í Líbíu dregst á langinn 21. apríl 2011 00:30 Fundað í París Mustafa Abdel Jalil, helsti talsmaður uppreisnarliðsins, tekur í hönd Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, í gær.nordicphotos/AFP Hörð átök hafa staðið um borgina Misrata, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Einnig voru bardagar í fjöllunum skammt frá Túnis, og flúðu þúsundir manna yfir landamærin. Svo virðist sem Múammar Gaddafí, sem stjórnað hefur landinu í fjóra áratugi, leggi mikla áherslu á að ná Misrata á sitt vald. Þar er mikilvæg höfn og borgin er skammt frá höfuðborginni Trípolí, í vesturhluta landsins sem liðsmenn Gaddafís hafa að öðru leyti mestanpart á valdi sínu. Frakkar og Ítalir hafa nú, ásamt Bretum, lofað uppreisnarmönnum í Líbíu aðstoð sem einkum á að felast í hernaðarráðgjöf. Sérfræðingar í hernaði verða sendir til Líbíu þar sem þeir munu gefa uppreisnarmönnum ráð í von um að rjúfa pattstöðuna sem ríkt hefur í átökum þeirra við stjórnarherinn undanfarið. Frakkar hafa einnig lofað að herða loftárásir á líbíska stjórnarherinn. Þrátt fyrir að hersveitir NATO hafi nú gert loftárásir nánast daglega á liðsmenn Gaddafís í heilan mánuð hefur það ekki dugað til að stöðva átökin. Abdul-Ati al-Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, segir að frekari loftárásir muni aðeins gera illt verra. Hins vegar sé Líbíustjórn til viðræðu um kosningar, lýðræði og stjórnarskrárbreytingar ef árásunum verði hætt. Jafnvel sé möguleiki á að liður í þeim umbótum verði brotthvarf Gaddafís sjálfs. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir hins vegar að liðsmenn Gaddafís verði að gera sér grein fyrir því að með sprengjuárásum sínum á almenna borgara í Misrata og fleiri stöðum geti þeir verið að fremja stríðsglæpi. Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag, sem dæmir í stríðsglæpamálum, muni rannsaka það í þaula. Líbískir embættismenn neita því reyndar í viðtölum að sprengjum hafi verið varpað á Misrata. Moussa Ibrahim, talsmaður Líbíustjórnar, segir að alþjóðasamfélagið eigi ekki að hlusta á fréttir fjölmiðla eða sögur frá uppreisnarmönnunum. Borgin Misrata hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nærri tvo mánuði, eða frá því stuttu eftir að uppreisn þeirra gegn Gaddafí og stjórn hans hófst. Liðsmenn Gaddafís hafa setið um borgina frá því að hún komst undir vald uppreisnarmanna en hafa hert árásir sínar nú síðustu daga. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Sjá meira
Hörð átök hafa staðið um borgina Misrata, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Einnig voru bardagar í fjöllunum skammt frá Túnis, og flúðu þúsundir manna yfir landamærin. Svo virðist sem Múammar Gaddafí, sem stjórnað hefur landinu í fjóra áratugi, leggi mikla áherslu á að ná Misrata á sitt vald. Þar er mikilvæg höfn og borgin er skammt frá höfuðborginni Trípolí, í vesturhluta landsins sem liðsmenn Gaddafís hafa að öðru leyti mestanpart á valdi sínu. Frakkar og Ítalir hafa nú, ásamt Bretum, lofað uppreisnarmönnum í Líbíu aðstoð sem einkum á að felast í hernaðarráðgjöf. Sérfræðingar í hernaði verða sendir til Líbíu þar sem þeir munu gefa uppreisnarmönnum ráð í von um að rjúfa pattstöðuna sem ríkt hefur í átökum þeirra við stjórnarherinn undanfarið. Frakkar hafa einnig lofað að herða loftárásir á líbíska stjórnarherinn. Þrátt fyrir að hersveitir NATO hafi nú gert loftárásir nánast daglega á liðsmenn Gaddafís í heilan mánuð hefur það ekki dugað til að stöðva átökin. Abdul-Ati al-Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, segir að frekari loftárásir muni aðeins gera illt verra. Hins vegar sé Líbíustjórn til viðræðu um kosningar, lýðræði og stjórnarskrárbreytingar ef árásunum verði hætt. Jafnvel sé möguleiki á að liður í þeim umbótum verði brotthvarf Gaddafís sjálfs. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir hins vegar að liðsmenn Gaddafís verði að gera sér grein fyrir því að með sprengjuárásum sínum á almenna borgara í Misrata og fleiri stöðum geti þeir verið að fremja stríðsglæpi. Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag, sem dæmir í stríðsglæpamálum, muni rannsaka það í þaula. Líbískir embættismenn neita því reyndar í viðtölum að sprengjum hafi verið varpað á Misrata. Moussa Ibrahim, talsmaður Líbíustjórnar, segir að alþjóðasamfélagið eigi ekki að hlusta á fréttir fjölmiðla eða sögur frá uppreisnarmönnunum. Borgin Misrata hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nærri tvo mánuði, eða frá því stuttu eftir að uppreisn þeirra gegn Gaddafí og stjórn hans hófst. Liðsmenn Gaddafís hafa setið um borgina frá því að hún komst undir vald uppreisnarmanna en hafa hert árásir sínar nú síðustu daga. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Sjá meira