Pistillinn: Erum ekki í þessu fyrir peningana Edda Garðarsdóttir skrifar 11. júní 2011 08:00 Edda Garðarsdóttir. Mynd/Anton Á minni lífsleið hef ég búið í fjórum löndum. Alls staðar hef ég verið spurð að því hvernig í ósköpunum við Íslendingar getum átt svona marga íþróttamenn í fremstu röð. Mín kenning er sú að meginþorri Íslendinga sé öfgasinnaður. Taki hlutverk sitt í samfélaginu alvarlega og sé mjög gjarn á að fara yfir strikið í áhugamálum sínum. Og við erum ávallt stolt af sjálfum okkur og því sem okkar er og verður. Hvaða Íslendingur kannast ekki við það að fá einhverja dellu eftir að hafa prófað eitt skipti og þá liggur leiðin í verslunarleiðangur að kaupa bestu og flottustu græjurnar sem í boði eru? Auðvitað er okkur lífsins ómögulegt að vera með gamlan driver á golfnámskeiðinu. Það er ekki hægt að taka heilsuna í gegn nema kaupa sér árskort í líkamsrækt, hlaupaskó og nýjan vatnsbrúsa. Stundum er fólk að byrja á vafasömum fæðubótarefnum af því að það vill breytast í einhverjar bölvaðar steríótýpur á nóinu. Eftir hrunið vitum við að hálfrarmilljónarkróna flatskjáir og gasgrill með bakbrennara, snúningssteini og emaleruðum postulínsgrindum eru ekki lykillinn að hamingjunni. Svona öfgar ganga frá okkur. Afreksíþróttafólk verður til þegar öfgarnar taka algjörlega yfir. Ég tek sjálfa mig og flesta kollega mína í landsliðinu sem dæmi. Á keppnistímabili er ekki nóg að æfa fótbolta 18 tíma í viku. Ég þarf líka að leika mér með bolta við hvert tækifæri sem gefst (já, ég er 31 árs). Lyfta lóðum fjóra tíma í viku til að halda við og bæta getu mína inni á fótboltavellinum. Ég fylgist með enska, spænska, sænska og ítalska boltanum á meðan augun haldast opin og meistaradeildin, uh, já takk! Ég tala um fótbolta heima hjá mér, við vini mína og fjölskyldu, liðsfélaga mína, vinnufélaga og fólk sem ég hitti úti á götu. Svo er langtímaplanið að þjálfa fótboltafólk með hjarta, metnað og eldmóð þegar ég hætti að geta spilað sjálf. Þetta hef ég gert í "nokkur" ár og hef aldrei velt því fyrir mér að hætta þessu af því þetta er svo skemmtilegt og eitt er víst – við stelpurnar erum ekki í þessu fyrir peningana. Fótbolti er lífið. Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Á minni lífsleið hef ég búið í fjórum löndum. Alls staðar hef ég verið spurð að því hvernig í ósköpunum við Íslendingar getum átt svona marga íþróttamenn í fremstu röð. Mín kenning er sú að meginþorri Íslendinga sé öfgasinnaður. Taki hlutverk sitt í samfélaginu alvarlega og sé mjög gjarn á að fara yfir strikið í áhugamálum sínum. Og við erum ávallt stolt af sjálfum okkur og því sem okkar er og verður. Hvaða Íslendingur kannast ekki við það að fá einhverja dellu eftir að hafa prófað eitt skipti og þá liggur leiðin í verslunarleiðangur að kaupa bestu og flottustu græjurnar sem í boði eru? Auðvitað er okkur lífsins ómögulegt að vera með gamlan driver á golfnámskeiðinu. Það er ekki hægt að taka heilsuna í gegn nema kaupa sér árskort í líkamsrækt, hlaupaskó og nýjan vatnsbrúsa. Stundum er fólk að byrja á vafasömum fæðubótarefnum af því að það vill breytast í einhverjar bölvaðar steríótýpur á nóinu. Eftir hrunið vitum við að hálfrarmilljónarkróna flatskjáir og gasgrill með bakbrennara, snúningssteini og emaleruðum postulínsgrindum eru ekki lykillinn að hamingjunni. Svona öfgar ganga frá okkur. Afreksíþróttafólk verður til þegar öfgarnar taka algjörlega yfir. Ég tek sjálfa mig og flesta kollega mína í landsliðinu sem dæmi. Á keppnistímabili er ekki nóg að æfa fótbolta 18 tíma í viku. Ég þarf líka að leika mér með bolta við hvert tækifæri sem gefst (já, ég er 31 árs). Lyfta lóðum fjóra tíma í viku til að halda við og bæta getu mína inni á fótboltavellinum. Ég fylgist með enska, spænska, sænska og ítalska boltanum á meðan augun haldast opin og meistaradeildin, uh, já takk! Ég tala um fótbolta heima hjá mér, við vini mína og fjölskyldu, liðsfélaga mína, vinnufélaga og fólk sem ég hitti úti á götu. Svo er langtímaplanið að þjálfa fótboltafólk með hjarta, metnað og eldmóð þegar ég hætti að geta spilað sjálf. Þetta hef ég gert í "nokkur" ár og hef aldrei velt því fyrir mér að hætta þessu af því þetta er svo skemmtilegt og eitt er víst – við stelpurnar erum ekki í þessu fyrir peningana. Fótbolti er lífið.
Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira