Framtíð orkugeirans Hörður Arnarson skrifar 1. júlí 2011 06:00 Landsvirkjun hefur undanfarið unnið að heildstæðri stefnumótun um starfsemi fyrirtækisins. Markmiðið er að orkuauðlindir landsins verði nýttar með sjálfbærum og arðbærum hætti í sátt við íslenskt samfélag. Fjölmargar leiðir eru mögulegar til þess að ná því markmiði. Á opnum ársfundi fyrirtækisins 15. apríl sl. var fjallað um þessa ólíku möguleika. Þar var gerð grein fyrir því hvernig fyrirtækið geti til dæmis aukið raforkuvinnslu sína umtalsvert í viðráðanlegum skrefum. Tekið skal fram að nýir virkjunarkostir ráðast algerlega af niðurstöðu rammaáætlunar stjórnvalda um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Lögð hefur verið áhersla á að stefnumótun Landsvirkjunar fari fram fyrir opnum tjöldum og hefur almenningi og hagsmunaaðilum verið gefinn kostur á að taka þátt í vinnunni, sem er hvergi nærri lokið. Einn af mikilvægum þáttum stefnumótunarinnar er að greina áhrif mismunandi möguleika á efnahagslíf landsins. Áfanga í slíkri greiningu hefur nú verið náð með skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins GAMMA, sem unnin var að beiðni Landsvirkjunar, um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Var hún kynnt opinberlega nú í vikunni og er þar varpað upp fjórum mismunandi sviðsmyndum. Greind eru bæði áhrif þess að raforkuvinnsla verði aukin verulega og að ekki verði af frekari virkjunarframkvæmdum. Þá eru greind áhrif þess að raforkuverð fari hækkandi eins og gerst hefur erlendis og eins af því að ekki verði af verðhækkunum. Þá eru einnig greind efnahagsleg áhrif þess að lagður verði sæstrengur til Evrópu. Í stuttu máli er niðurstaða skýrsluhöfunda sú að raforkuframleiðsla Landsvirkjunar geti haft umtalsverð efnahagsleg áhrif hér á landi. Sá kostur, að auka raforkuframleiðslu verulega, felur í sér umtalsverða aukningu á arðgreiðslugetu fyrirtækisins sem þó kemur ekki inn í hagkerfið fyrr en að tíu árum liðnum. Sá kostur að fara ekki í frekari framkvæmdir, en sækja þær verðhækkanir sem þegar hafa orðið í Evrópu, felur einnig í sér arðgreiðslugetu þótt minni sé, sem jafnframt kemur fyrr inn í hagkerfið. Hækkað verð til stórnotenda eitt og sér hefur því einnig í för með sér að raforkuframleiðsla gæti orðið afar arðbær í framtíðinni. Hver sem endanleg niðurstaða verður er nauðsynlegt að fram fari almenn umræða um þessa ólíku möguleika og áhrif þeirra á Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur undanfarið unnið að heildstæðri stefnumótun um starfsemi fyrirtækisins. Markmiðið er að orkuauðlindir landsins verði nýttar með sjálfbærum og arðbærum hætti í sátt við íslenskt samfélag. Fjölmargar leiðir eru mögulegar til þess að ná því markmiði. Á opnum ársfundi fyrirtækisins 15. apríl sl. var fjallað um þessa ólíku möguleika. Þar var gerð grein fyrir því hvernig fyrirtækið geti til dæmis aukið raforkuvinnslu sína umtalsvert í viðráðanlegum skrefum. Tekið skal fram að nýir virkjunarkostir ráðast algerlega af niðurstöðu rammaáætlunar stjórnvalda um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Lögð hefur verið áhersla á að stefnumótun Landsvirkjunar fari fram fyrir opnum tjöldum og hefur almenningi og hagsmunaaðilum verið gefinn kostur á að taka þátt í vinnunni, sem er hvergi nærri lokið. Einn af mikilvægum þáttum stefnumótunarinnar er að greina áhrif mismunandi möguleika á efnahagslíf landsins. Áfanga í slíkri greiningu hefur nú verið náð með skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins GAMMA, sem unnin var að beiðni Landsvirkjunar, um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Var hún kynnt opinberlega nú í vikunni og er þar varpað upp fjórum mismunandi sviðsmyndum. Greind eru bæði áhrif þess að raforkuvinnsla verði aukin verulega og að ekki verði af frekari virkjunarframkvæmdum. Þá eru greind áhrif þess að raforkuverð fari hækkandi eins og gerst hefur erlendis og eins af því að ekki verði af verðhækkunum. Þá eru einnig greind efnahagsleg áhrif þess að lagður verði sæstrengur til Evrópu. Í stuttu máli er niðurstaða skýrsluhöfunda sú að raforkuframleiðsla Landsvirkjunar geti haft umtalsverð efnahagsleg áhrif hér á landi. Sá kostur, að auka raforkuframleiðslu verulega, felur í sér umtalsverða aukningu á arðgreiðslugetu fyrirtækisins sem þó kemur ekki inn í hagkerfið fyrr en að tíu árum liðnum. Sá kostur að fara ekki í frekari framkvæmdir, en sækja þær verðhækkanir sem þegar hafa orðið í Evrópu, felur einnig í sér arðgreiðslugetu þótt minni sé, sem jafnframt kemur fyrr inn í hagkerfið. Hækkað verð til stórnotenda eitt og sér hefur því einnig í för með sér að raforkuframleiðsla gæti orðið afar arðbær í framtíðinni. Hver sem endanleg niðurstaða verður er nauðsynlegt að fram fari almenn umræða um þessa ólíku möguleika og áhrif þeirra á Ísland.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun