Kolbeinn fetar í fótspor Van Basten Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2011 09:00 Draumurinn rættist Kolbeinn SIgþórsson verður í treyju nr. 9 hjá Ajax líkt og Marco Van Basten og Zlatan Ibrahimovic gerðu á sínum tíma. Mynd/Ajax.nl „Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag," segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samning við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra. Kolbeini var úthlutað treyju númer níu en ófáar knattspyrnustjörurnar hafa klæðst treyjunni hjá Ajax í gegnum tíðina. Nægir að nefna Patrick Kluivert, Zlatan Ibrahimovic að ógleymdum Marco Van Basten. „Það hafa margir sögufrægir leikmenn spilað í níunni og gert gott mót í henni. Það er pressa og mikil ábyrgð sem fylgir því. En það er það sem ég leitast eftir. Að spila um titla, skora mörk og gera góða hluti fyrir Ajax," segir Kolbeinn. Ajax er stærsta félag hollenskrar knattspyrnu og sigursælt í Evrópukeppnum. Félagið hefur 30 sinnum orðið hollenskur meistari og unnið alla Evróputitlana. Með Johan Cruyff innanborðs vann félagið Evrópukeppni Meistaraliða þrjú ár í röð á 8. áratugnum. Gullaldarlið félagsins stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu árið 1995. Í þjálfarateymi Ajax eru margir fyrrum atvinnumenn sem Kolbeinn telur að muni hjálpa honum að bæta sig sem leikmaður. „Þetta er náttúrulega draumur að rætast. Þetta eru fyrrum leikmenn sem eru þekktir um víðan heim. Að fá þjálfara eins og Frank De Boer og Dennis Bergkamp, sem þjálfar framherjana og er aðstoðarþjálfari, er frábært fyrir mig sem einstakling og hjálpar mér að bæta mig," segir Kolbeinn sem skoraði 15 mörk í deildinni á síðasta tímbili. Félagakipti Kolbeins frá AZ Alkmaar til Ajax hafa verið í burðarliðnum í þó nokkurn tíma. Hann frétti fyrst af því að félögin hefðu komist að samkomulagi þar sem hann var við veiðar í Rangá. Að loknum döprum veiðdegi hringdi Andri bróðir hans og umboðsmaður í hann og færði honum gleðitíðindin. „Ég veiddi ekki mikið í Rangánni, hún var skítug eftir gosið og ég kenni því alfarið um að hafa ekki fengið neinn lax. Það sást ekki í botninn. Þetta var það allra jákvæðasta við kvöldið, að fá símtal um að þetta væri klappað og klárt. Bjargaði veiðideginum," sagði Kolbeinn í léttum tón. Kolbeinn gekk til liðs við AZ Alkmaar sumarið 2007. Skömmu eftir komuna lenti hann í erfiðum meiðslum sem tók hann tvö ár að hrista af sér. Hann segir mikilvægt að hafa haft trú á því svo ungur að árum að geta komið til baka eftir meiðslin. Nú sé ljúft að líta um öxl. Íslendingar munu ef að líkum lætur geta fylgst vel með Kolbeini á næsta tímabili í Meistaradeild Evrópu. „Auðvitað er heillandi að fá að spila í Meistaradeildinni. Við förum beint inn í riðlakeppninni. Ajax ætlar aftur á toppinn í Evrópu eins og fyrir fimmtán árum. Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu og ég vil vera með í því," sagði Kolbeinn að lokum. Kolbeinn ætlar að slappa af á Íslandi í nokkra daga en mætir til æfinga til Ajax á mánudag. Liðið heldur í æfingaferð til Þýskalands en keppni í hollensku deildinni hefst í upphafi ágústmánaðar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Sjá meira
„Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag," segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samning við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra. Kolbeini var úthlutað treyju númer níu en ófáar knattspyrnustjörurnar hafa klæðst treyjunni hjá Ajax í gegnum tíðina. Nægir að nefna Patrick Kluivert, Zlatan Ibrahimovic að ógleymdum Marco Van Basten. „Það hafa margir sögufrægir leikmenn spilað í níunni og gert gott mót í henni. Það er pressa og mikil ábyrgð sem fylgir því. En það er það sem ég leitast eftir. Að spila um titla, skora mörk og gera góða hluti fyrir Ajax," segir Kolbeinn. Ajax er stærsta félag hollenskrar knattspyrnu og sigursælt í Evrópukeppnum. Félagið hefur 30 sinnum orðið hollenskur meistari og unnið alla Evróputitlana. Með Johan Cruyff innanborðs vann félagið Evrópukeppni Meistaraliða þrjú ár í röð á 8. áratugnum. Gullaldarlið félagsins stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu árið 1995. Í þjálfarateymi Ajax eru margir fyrrum atvinnumenn sem Kolbeinn telur að muni hjálpa honum að bæta sig sem leikmaður. „Þetta er náttúrulega draumur að rætast. Þetta eru fyrrum leikmenn sem eru þekktir um víðan heim. Að fá þjálfara eins og Frank De Boer og Dennis Bergkamp, sem þjálfar framherjana og er aðstoðarþjálfari, er frábært fyrir mig sem einstakling og hjálpar mér að bæta mig," segir Kolbeinn sem skoraði 15 mörk í deildinni á síðasta tímbili. Félagakipti Kolbeins frá AZ Alkmaar til Ajax hafa verið í burðarliðnum í þó nokkurn tíma. Hann frétti fyrst af því að félögin hefðu komist að samkomulagi þar sem hann var við veiðar í Rangá. Að loknum döprum veiðdegi hringdi Andri bróðir hans og umboðsmaður í hann og færði honum gleðitíðindin. „Ég veiddi ekki mikið í Rangánni, hún var skítug eftir gosið og ég kenni því alfarið um að hafa ekki fengið neinn lax. Það sást ekki í botninn. Þetta var það allra jákvæðasta við kvöldið, að fá símtal um að þetta væri klappað og klárt. Bjargaði veiðideginum," sagði Kolbeinn í léttum tón. Kolbeinn gekk til liðs við AZ Alkmaar sumarið 2007. Skömmu eftir komuna lenti hann í erfiðum meiðslum sem tók hann tvö ár að hrista af sér. Hann segir mikilvægt að hafa haft trú á því svo ungur að árum að geta komið til baka eftir meiðslin. Nú sé ljúft að líta um öxl. Íslendingar munu ef að líkum lætur geta fylgst vel með Kolbeini á næsta tímabili í Meistaradeild Evrópu. „Auðvitað er heillandi að fá að spila í Meistaradeildinni. Við förum beint inn í riðlakeppninni. Ajax ætlar aftur á toppinn í Evrópu eins og fyrir fimmtán árum. Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu og ég vil vera með í því," sagði Kolbeinn að lokum. Kolbeinn ætlar að slappa af á Íslandi í nokkra daga en mætir til æfinga til Ajax á mánudag. Liðið heldur í æfingaferð til Þýskalands en keppni í hollensku deildinni hefst í upphafi ágústmánaðar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Sjá meira