Þjóðaratkvæði um skipulagsmál Bolli Héðinsson skrifar 20. júlí 2011 06:00 Af einhverjum einkennilegum ástæðum dúkkar upp, nú um mitt sumar, umræðan um hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að fara eða vera. Umræða sem er engan veginn tímabær þar sem sýnt er að ákvarðanir sem að þessu lúta þarf ekki að taka fyrr en á næstu 15-20 árum þar sem ekki hvarflar að neinum að skipuleggja byggð eða hefja framkvæmdir á flugvallarsvæðinu eins og mál standa nú. Mætti halda að umræðuefni þjóðarinnar væru næg samt og ekki þyrfti að bæta við ótímabærri umræðu um eitthvað sem ekki þarf að taka afstöðu til fyrr en einhvern tíma í fjarlægri framtíð. Færsla þjóðvegarins frá Blönduósi.Það er mjög áhugaverð tillaga að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um skipulagsmál sveitarfélaga. En þá skyldu menn líka vera sjálfum sér samkvæmir og átta sig á til hvers það getur leitt. Þannig hlýtur það að fara í þjóðaratkvæði næst þegar þess verður freistað að flytja þjóðveginn frá Blönduósi. Ég er sannfærður um að fjöldi landsmanna hefur skoðun á því máli og Blönduósingar eiga vafalaust víða stuðningsmenn fyrir því að halda vegarstæðinu óbreyttu frá því sem nú er. Einnig þegar kemur næst að því að reisa virkjun, hvort heldur er þegar kemur að því að bora eftir gufu á viðkvæmu landsvæði eða reisa stíflu fyrir nýtt virkjunarlón. Í þeim efnum er þá sjálfgefið að efnt verði til þjóðaratkvæðis svo skera megi úr um réttmæti þeirra framkvæmda. Við þær aðstæður sem eru í samfélagi okkar eigum við Íslendingar ekki að efna til óvinafagnaðar og kynda undir umræðu af þessu tagi sem alltaf er hætt við að fari út í öfgar. Yfirvegaða umræðu um skipulagsmál er tímabært að taka þegar forsendur liggja fyrir; upplýsingar um landnýtingu, umferðarmagn og aðra valkosti sem skipta máli þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Þær upplýsingar eiga að vera þær nýjustu sem völ er á og það verður þá hvort eð er ekki fyrr en þörfin fyrir að taka ákvörðunina er orðin brýn. Ákvörðunin um framtíð Reykjavíkurflugvallar þarf ekki að eiga sér stað fyrr en að löngum tíma liðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Af einhverjum einkennilegum ástæðum dúkkar upp, nú um mitt sumar, umræðan um hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að fara eða vera. Umræða sem er engan veginn tímabær þar sem sýnt er að ákvarðanir sem að þessu lúta þarf ekki að taka fyrr en á næstu 15-20 árum þar sem ekki hvarflar að neinum að skipuleggja byggð eða hefja framkvæmdir á flugvallarsvæðinu eins og mál standa nú. Mætti halda að umræðuefni þjóðarinnar væru næg samt og ekki þyrfti að bæta við ótímabærri umræðu um eitthvað sem ekki þarf að taka afstöðu til fyrr en einhvern tíma í fjarlægri framtíð. Færsla þjóðvegarins frá Blönduósi.Það er mjög áhugaverð tillaga að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um skipulagsmál sveitarfélaga. En þá skyldu menn líka vera sjálfum sér samkvæmir og átta sig á til hvers það getur leitt. Þannig hlýtur það að fara í þjóðaratkvæði næst þegar þess verður freistað að flytja þjóðveginn frá Blönduósi. Ég er sannfærður um að fjöldi landsmanna hefur skoðun á því máli og Blönduósingar eiga vafalaust víða stuðningsmenn fyrir því að halda vegarstæðinu óbreyttu frá því sem nú er. Einnig þegar kemur næst að því að reisa virkjun, hvort heldur er þegar kemur að því að bora eftir gufu á viðkvæmu landsvæði eða reisa stíflu fyrir nýtt virkjunarlón. Í þeim efnum er þá sjálfgefið að efnt verði til þjóðaratkvæðis svo skera megi úr um réttmæti þeirra framkvæmda. Við þær aðstæður sem eru í samfélagi okkar eigum við Íslendingar ekki að efna til óvinafagnaðar og kynda undir umræðu af þessu tagi sem alltaf er hætt við að fari út í öfgar. Yfirvegaða umræðu um skipulagsmál er tímabært að taka þegar forsendur liggja fyrir; upplýsingar um landnýtingu, umferðarmagn og aðra valkosti sem skipta máli þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Þær upplýsingar eiga að vera þær nýjustu sem völ er á og það verður þá hvort eð er ekki fyrr en þörfin fyrir að taka ákvörðunina er orðin brýn. Ákvörðunin um framtíð Reykjavíkurflugvallar þarf ekki að eiga sér stað fyrr en að löngum tíma liðnum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun