Hvað kostar heilsufarið? Guðjón S. Brjánsson skrifar 26. júlí 2011 09:00 Á undanförnum vikum hefur talsverð umræða verið í samfélaginu um lyfjanotkun landsmanna og meinta misnotkun tiltekinna lyfjaflokka. Látið hefur verið liggja að því að læknar ávísi með óvarlegum hætti lyfjum til ógæfufólks sem nýti sér þau ekki með tilætluðum eða uppbyggilegum hætti. Hér verður ekki kveðinn upp neinn sleggjudómur í því efni en hlutskipti lækna er ekki öfundsvert í þessu sambandi. Viðbrögð hins opinbera, Landlæknisembættis og ráðuneytis hafa vitaskuld verið þau að nauðsynlegt sé að setja undir alla mögulega leka, skoða og kanna, rýna í gögn, fylgja betur eftir verklagsreglum, nýta betur gagnagrunna og jafnvel að smíða nýja. Opinber yfirvöld bera ábyrgð á málaflokknum og hafa gríðarlegan kostnað af lyfjaumsýslu. Í allri orðræðu um þessi mál að undanförnu hefur verið skautað af mikilli fimi framhjá þeirri staðreynd að heilbrigðisyfirvöld hafa yfir að ráða rafrænu sjúkraskrárkerfi sem er í notkun á öllum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum landsins. Að vísu er kerfið í eigu einkahlutafélags sem leigir stofnunum aðgang fyrir há gjöld en það er önnur saga og sérstakt athugunarefni. Kerfið er ekki gallalaust en hefur verið lagfært á síðustu misserum og ólíklegt að annað verði í boði um sinn. Fullkomin sjúkraskrárkerfi eru auk þess ekki til, ekki heldur í útlöndum. Hin alvarlega hlið málsins er sú að rafrænt sjúkraskrárkerfi á Íslandi er þannig búið að heilbrigðisstarfsmenn sem heimildar njóta skv. lögum hafa ekki möguleika til samskipta í rauntíma um hagsmunamál skjólstæðinga sinna og miðla á milli sín upplýsingum sem í einhverjum tilvikum geta verið lífsnauðsynlegar. Aðgengi takmarkast nær eingöngu við stofnun eða starfsstöð. Þetta snertir nákvæmlega umræðuna um lyfjaneyslu og meinta misnotkun, en miklu meira. Ef íslenska sjúkraskrárkerfið væri tengt saman í heild, þá lægju allar upplýsingar sem að þessu lúta fyrir og alvarlegt vandamál leyst með þeirri einu aðgerð. Nú kann einhver að spyrja hvort það eitt og sér sé dýrt og flókið ferli. Fátt er algjörlega vandalaust þegar um rafræn kerfi er að ræða og flækjustig ýmisleg. Hinsvegar hefur verið unnið mikið og gott undirbúningsstarf á undanförnum árum, m.a. í starfshópi á vegum heilbrigðisráðuneytis. Aðgerðatillögur liggja fyrir. Tæknilega er þetta einföld aðgerð, reynsla er komin á öryggisvörslu gagna og lagaramminn á þessu sviði er ekki til trafala. Mögulegt er að hrinda breytingum í framkvæmd á fáum mánuðum. Á undanförnum árum hefur sömuleiðis verið unnið að sameiningu heilbrigðisstofnana. Með því hefur samræmingar verið leitað á stórum landssvæðum, m.a. varðandi sjúkraskrá. Nú er svo komið að í raun þarf einungis að tengja saman örfáa stóra og samræmda sjúkraskrárgrunna. Þannig mun kerfið þjóna tilgangi sínum til fullnustu og skila faglegum og fjárhagslegum ábata, því hagræði og öryggi sem vonir hafa alla tíð verið bundnar við. Í húfi eru miklir hagsmunir. Þeir stærstu lúta að sjálfsögðu að markvissari og betri þjónustu gagnvart sjúklingum. Sameining af þessu tagi mun líka óhjákvæmilega knýja notendur til agaðri skráningar. Þetta er t.d. brýnt í tölfræðilegri úrvinnslu gagna en augljós brotalöm er á því sviði. Eitt sjúkraskrárkerfi mun jafnframt draga úr óþarfa endurtekningum rannsókna, bæði á sviði blóðmeinafræða og myndgreiningar og leiða þegar í stað til stórfellds sparnaðar. Raunalegar og stöðugar endurtekningar á sömu persónuupplýsingum úr sjúkrasögu ættu algjörlega að verða úr sögunni til aukinna þæginda fyrir viðkomandi sjúklinga. Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur lotið niðurskurði síðustu ár og býr nú við rýran kost. Því eru væntingar þeirra sem starfa í málaflokknum og bera nokkra ábyrgð á veittri þjónustu skýrar. Hvatt er til þess að þeir sem véla um síðir með ráðstöfun fjár og faglegra þátta vinni markvisst og í eina átt. Aðgerð sem hér hefur verið tæpt á leysir aðkallandi vanda og eykur gæði heilbrigðisþjónustu og er beinlínis í þágu sjúklinga. Allt á sitt gjald. Mörg dæmi um lausatök í heilbrigðisþjónustu eru kostnaðarsöm. Samtenging sjúkraskrárkerfa hjá þessari 320.000 manna þjóð kostar nokkra tugi milljóna. Án efa er hægt að stilla upp tölfræðilegu líkani sem sýnir hversu langan tíma það taki að ná þeim varanlega ábata sem umbreyting þessi gefur. Faglegur ávinningur er augljós. Leiða má líkur að því að telja megi fjárhagslegan ávinning í mánuðum en ekki árum. Hafa menn t.d. gefið því gaum í þessu samhengi hvað blóðrannsóknir, myndgreining og lyfjaumsýsla í landinu kostar hið opinbera á ári? Muna landsmenn upphæðirnar sem til umræðu voru fyrir fáum vikum um meintar, ómarkvissar lyfjaávísanir? Eftir hverju er beðið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur talsverð umræða verið í samfélaginu um lyfjanotkun landsmanna og meinta misnotkun tiltekinna lyfjaflokka. Látið hefur verið liggja að því að læknar ávísi með óvarlegum hætti lyfjum til ógæfufólks sem nýti sér þau ekki með tilætluðum eða uppbyggilegum hætti. Hér verður ekki kveðinn upp neinn sleggjudómur í því efni en hlutskipti lækna er ekki öfundsvert í þessu sambandi. Viðbrögð hins opinbera, Landlæknisembættis og ráðuneytis hafa vitaskuld verið þau að nauðsynlegt sé að setja undir alla mögulega leka, skoða og kanna, rýna í gögn, fylgja betur eftir verklagsreglum, nýta betur gagnagrunna og jafnvel að smíða nýja. Opinber yfirvöld bera ábyrgð á málaflokknum og hafa gríðarlegan kostnað af lyfjaumsýslu. Í allri orðræðu um þessi mál að undanförnu hefur verið skautað af mikilli fimi framhjá þeirri staðreynd að heilbrigðisyfirvöld hafa yfir að ráða rafrænu sjúkraskrárkerfi sem er í notkun á öllum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum landsins. Að vísu er kerfið í eigu einkahlutafélags sem leigir stofnunum aðgang fyrir há gjöld en það er önnur saga og sérstakt athugunarefni. Kerfið er ekki gallalaust en hefur verið lagfært á síðustu misserum og ólíklegt að annað verði í boði um sinn. Fullkomin sjúkraskrárkerfi eru auk þess ekki til, ekki heldur í útlöndum. Hin alvarlega hlið málsins er sú að rafrænt sjúkraskrárkerfi á Íslandi er þannig búið að heilbrigðisstarfsmenn sem heimildar njóta skv. lögum hafa ekki möguleika til samskipta í rauntíma um hagsmunamál skjólstæðinga sinna og miðla á milli sín upplýsingum sem í einhverjum tilvikum geta verið lífsnauðsynlegar. Aðgengi takmarkast nær eingöngu við stofnun eða starfsstöð. Þetta snertir nákvæmlega umræðuna um lyfjaneyslu og meinta misnotkun, en miklu meira. Ef íslenska sjúkraskrárkerfið væri tengt saman í heild, þá lægju allar upplýsingar sem að þessu lúta fyrir og alvarlegt vandamál leyst með þeirri einu aðgerð. Nú kann einhver að spyrja hvort það eitt og sér sé dýrt og flókið ferli. Fátt er algjörlega vandalaust þegar um rafræn kerfi er að ræða og flækjustig ýmisleg. Hinsvegar hefur verið unnið mikið og gott undirbúningsstarf á undanförnum árum, m.a. í starfshópi á vegum heilbrigðisráðuneytis. Aðgerðatillögur liggja fyrir. Tæknilega er þetta einföld aðgerð, reynsla er komin á öryggisvörslu gagna og lagaramminn á þessu sviði er ekki til trafala. Mögulegt er að hrinda breytingum í framkvæmd á fáum mánuðum. Á undanförnum árum hefur sömuleiðis verið unnið að sameiningu heilbrigðisstofnana. Með því hefur samræmingar verið leitað á stórum landssvæðum, m.a. varðandi sjúkraskrá. Nú er svo komið að í raun þarf einungis að tengja saman örfáa stóra og samræmda sjúkraskrárgrunna. Þannig mun kerfið þjóna tilgangi sínum til fullnustu og skila faglegum og fjárhagslegum ábata, því hagræði og öryggi sem vonir hafa alla tíð verið bundnar við. Í húfi eru miklir hagsmunir. Þeir stærstu lúta að sjálfsögðu að markvissari og betri þjónustu gagnvart sjúklingum. Sameining af þessu tagi mun líka óhjákvæmilega knýja notendur til agaðri skráningar. Þetta er t.d. brýnt í tölfræðilegri úrvinnslu gagna en augljós brotalöm er á því sviði. Eitt sjúkraskrárkerfi mun jafnframt draga úr óþarfa endurtekningum rannsókna, bæði á sviði blóðmeinafræða og myndgreiningar og leiða þegar í stað til stórfellds sparnaðar. Raunalegar og stöðugar endurtekningar á sömu persónuupplýsingum úr sjúkrasögu ættu algjörlega að verða úr sögunni til aukinna þæginda fyrir viðkomandi sjúklinga. Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur lotið niðurskurði síðustu ár og býr nú við rýran kost. Því eru væntingar þeirra sem starfa í málaflokknum og bera nokkra ábyrgð á veittri þjónustu skýrar. Hvatt er til þess að þeir sem véla um síðir með ráðstöfun fjár og faglegra þátta vinni markvisst og í eina átt. Aðgerð sem hér hefur verið tæpt á leysir aðkallandi vanda og eykur gæði heilbrigðisþjónustu og er beinlínis í þágu sjúklinga. Allt á sitt gjald. Mörg dæmi um lausatök í heilbrigðisþjónustu eru kostnaðarsöm. Samtenging sjúkraskrárkerfa hjá þessari 320.000 manna þjóð kostar nokkra tugi milljóna. Án efa er hægt að stilla upp tölfræðilegu líkani sem sýnir hversu langan tíma það taki að ná þeim varanlega ábata sem umbreyting þessi gefur. Faglegur ávinningur er augljós. Leiða má líkur að því að telja megi fjárhagslegan ávinning í mánuðum en ekki árum. Hafa menn t.d. gefið því gaum í þessu samhengi hvað blóðrannsóknir, myndgreining og lyfjaumsýsla í landinu kostar hið opinbera á ári? Muna landsmenn upphæðirnar sem til umræðu voru fyrir fáum vikum um meintar, ómarkvissar lyfjaávísanir? Eftir hverju er beðið?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar