Heimspeki Þrastar Ólafssonar Ögmundur Jónasson skrifar 4. ágúst 2011 08:00 Fram er komin ný og merkileg heimspekikenning ESB-sinnans Þrastar Ólafssonar (Fréttablaðið 2. ágúst síðastliðinn), sem leitast við að sannfæra að minnsta kosti sjálfan sig um að hugmyndin um frelsi sé annars vegar úrelt hippakenning og hins vegar sprottin úr kaldlyndri heimssýn nýfrjálshyggjunnar. Hann reynir síðan að útskýra hvernig standi á því að blómabörnin og nýfrjálshyggjumenn hafi náð saman en gengur illa að finna botninn á því máli og viðurkennir það sjálfur. Þröstur færist því mikið í fang og fetar slóð þeirra sem telja að hugmyndir um þjóðríkið muni nú láta undan síga, en framtíðin felist í stærri ríkjasamböndum og auknu samstarfi þjóða í millum. Það séu gildin, mannúð, samvinna, samstaða og samhjálp sem eigi að varða leiðina til framtíðar. Innanríkisráðherrann og frelsiðOrðrétt segir Þröstur: „Það virðist sitja fast í þeim jafnréttiskenningum sem uxu upp úr hreyfingu 68-kynslóðarinnar erlendis, sem segir að maðurinn sé frjáls, svo fremi engir utanaðkomandi aðilar hafi áhrif á gerðir hans. Þetta sjónarmið kom skýrt fram í skrifi innanríkisráðherrans nýlega. Hann sagði að það væru ekki endilega gjörningarnir frá Brussel sem mótuðu afstöðu hans, heldur að það væru aðrir en hann (Íslendingar) sem ákvæðu. Við erum þannig aðeins frjáls sem einstaklingar og sem þjóð, að við séum eingöngu upp á okkur sjálf komin og deilum engu með öðrum né tökum við neinu frá öðrum.“ Síðan útlistar Þröstur Ólafsson það hvernig „grunnurinn“ sé sá sami hjá „ysta vinstrinu“ og „nýfrjálshyggjunni“, nefnilega „hinn óháði, einstæði einstaklingur.“ Annað sé uppi hjá ESB. Þar séu menn að ná fram réttlæti með „tilurð mikilla tifærslusjóða“. Og áfram: „Sýn þessara baráttufélaga er ekki samhyggja einstaklinga, þar sem kjörum er deilt, fengið og gefið á víxl, heldur sérhyggja þar sem hver stendur einn og deilir kjörum með sjálfum sér. Þeir eru sammála í sýn sinni á manninn. Þessir samherjar segja afstöðu sína sprottna af þjóðernishyggju.“ Hér eru margar rangar staðhæfingar svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Alla vega kannast ég ekki við sjálfan mig í neinu af því sem þarna er sagt! Að rétta hjálparhöndFyrir utan hið skilgreiningarlega vandamál að þjóðríki geta augljóslega ekki haft samvinnu sín á milli nema að þau séu til; að ákvörðun verður að sjálfsögðu ekki tekin af þeim sem ekki hefur til þess einhvers konar rétt og að frjáls einstaklingur er að minnsta kosti alveg jafn líklegur til að rétta meðbróður sínum hjálparhönd og sá sem ekki ræður gerðum sínum, þá liggur kenningasmiðnum svo mikið á að hann gleymir að skýra út „þá tegund vinstrimanna sem deila hugmyndinni um einstaklinginn með nýfrjálsum, þó á öðrum forsendum sé…“ Þarna vantar allan botn og öll rök. Ég velti fyrir mér hver staðan væri í heimspeki Þrastar og fleiri skoðanabræðra hans ef ESB yrði leyst upp og væri ekki lengur til. Hver væri vettvangur framvarðarsveitar hinna góðu gilda? Hvar myndu hermenn og hugsuðir samhjálpar og mannúðar beita sér í baráttunni til dæmis gegn „ysta vinstrinu“, sem þá væntanlega hefði á stefnuskrá sinni frelsi einstaklingsins, sjálfstæði þjóðarinnar, aðhylltist eins konar Monroe kenningu og væri tregt til að sinna meðbræðrum sínum í neyð? Þverr nú mönnum þrekMér finnst farið að þverra mjög andlegt þrek manna þegar allar hugsanir og allar setningar enda á ESB. Samúðin er í ESB. Mannúðin er í ESB. Samhjálpin er í ESB. Menningarleg vitund okkar er í ESB. Umræðan felst nú í að leysa úr einnar breytu jöfnunni x+ESB=Gott, þar sem x merkir: Allt sem er til í heiminum. Allt sem ESB gerir er gott. Hótanir ESB í garð íslenskra sjómanna vegna makrílveiða eru auðvitað bara umhverfisvernd. Krafan um Icesave-greiðslu er tilraun til uppeldis á óstýrilátu barni. Aðstoð við innheimtu óhóflegra bankalána gráðugra evrópskra banka er „hjálp“ til Grikkja. Krafan um að Grikkir standi við samninga um hergagnakaup af Þjóðverjum og Frökkum er „eðlileg forsenda“. Snert mína sálGagnrýni vinstrimanna á ESB hefur einkum og sérílagi verið gagnrýni á þá nýfrjálshyggjustefnu sem þar ræður ríkjum sem og skort á lýðræði í stjórnun og ákvarðanatöku. Þessari gagnrýni nenna ESB sinnar ekki að svara. Þeirra tal öðlast æ meir blæ trúarbragða, þar sem allt er hægt að skýra með afstöðu til ESB. Andúð á fjölmenningu, andúð á framförum og andúð á samvinnu á samkvæmt þeirra kokkabókum uppruna í að ESB hefur ekki náð að snerta sálu manna. Menn þurfa að sjá ljósið, frelsast. Það að vera gagnrýninn, hvað þá heldur andsnúinn ESB á rætur að rekja til öfgafullra nýfrjálshyggjutilhneiginga eða þess að vera frosinn fastur í einhverju óskilgreindu „ysta vinstri“. Geta menn (tala nú ekki um þýskmenntaða hagfræðinga) ekki séð muninn á félagshyggju og „tilfærslusjóðum“ sem hafa það eina markmið að tryggja samfélag frjálshyggju og kapítalisma? Eru menn svo langt leiddir í trúnni? Við megum samkvæmt ESB reglum ekki halda úti íbúðalánasjóði eftir okkar hentugleikum, við megum ekki reka samfélagslega póstþjónustu. Ég kalla þetta kreddur og fáir munu treysta sér til að kalla það félagshyggju. Hvað er ESB?Það kann að vera að við munum einn góðan veðurdag ganga í ESB og það kann að vera að okkur muni líða ágætlega þar. Það kann líka að vera að við gerum það ekki. Það kann að vera að okkur muni farnast vel utan þess. Ætli það hafi svo mikið að gera með tilvistarhyggju Sartres, einstaklingshyggju Mills eða sósíalisma Marx? ESB er ekki nafn á heimspekikenningu. ESB er ekki stjórnmálaskoðun. ESB er efnahagsbandalag sem á sér draum um að verða stórríki. Og það sem meira er, ESB er rammi utan um ákvarðanatöku á sama hátt og sveitarfélagið og þjóðríkið eru það á sína vísu. Vilji menn svipta nærumhverfið þessum lýðræðislegu umgjörðum eru menn jafnframt að draga úr lýðræðislegum möguleikum fólks til ákvarðanatöku þar. Umhyggja fyrir þessum ramma hefur þannig hvorki með þjóðernishyggju né alþjóðahyggju að gera. Heldur fyrst og fremst lýðræðið og það form sem við teljum best til þess fallið að stuðla að frelsi og lýðræðislegri ákvarðanatöku. Það er síðan viðfangsefni félagslega sinnaðs fólks að nýta þennan ramma til að berjast fyrir hugsjónum sínum um samfélag jafnaðar. Á að reyna aftur?Illa er nú komið fyrir mönnum sem mér skilst að vilji kenna sig við einhvers konar félagshyggju eins og Þröstur Ólafsson, þegar þeir gera lítið úr tilraunum til að auka frelsi einstaklingsins og efla lýðræðið. Hvort tveggja hefur í mínum huga alltaf verið óaðskiljanlegur hluti þeirrar félagshyggju sem ég aðhyllist og vil berjast fyrir. Þetta nefni ég þar sem Þröstur Ólafsson lætur svo lítið í grein sinni að leggja út af hugmyndum sem ég hef sett fram um frelsi einstaklingsins. Ég nefni þetta líka til mótvægis við þá sýn sem Þröstur talar fyrir. Samkvæmt því sem ég fæ skilið af skrifum hans skal nú skipuleggja réttlætið með risavaxinni miðstýringu í stórríki. Einhvern veginn rámar mig í að þetta hafi verið reynt áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fram er komin ný og merkileg heimspekikenning ESB-sinnans Þrastar Ólafssonar (Fréttablaðið 2. ágúst síðastliðinn), sem leitast við að sannfæra að minnsta kosti sjálfan sig um að hugmyndin um frelsi sé annars vegar úrelt hippakenning og hins vegar sprottin úr kaldlyndri heimssýn nýfrjálshyggjunnar. Hann reynir síðan að útskýra hvernig standi á því að blómabörnin og nýfrjálshyggjumenn hafi náð saman en gengur illa að finna botninn á því máli og viðurkennir það sjálfur. Þröstur færist því mikið í fang og fetar slóð þeirra sem telja að hugmyndir um þjóðríkið muni nú láta undan síga, en framtíðin felist í stærri ríkjasamböndum og auknu samstarfi þjóða í millum. Það séu gildin, mannúð, samvinna, samstaða og samhjálp sem eigi að varða leiðina til framtíðar. Innanríkisráðherrann og frelsiðOrðrétt segir Þröstur: „Það virðist sitja fast í þeim jafnréttiskenningum sem uxu upp úr hreyfingu 68-kynslóðarinnar erlendis, sem segir að maðurinn sé frjáls, svo fremi engir utanaðkomandi aðilar hafi áhrif á gerðir hans. Þetta sjónarmið kom skýrt fram í skrifi innanríkisráðherrans nýlega. Hann sagði að það væru ekki endilega gjörningarnir frá Brussel sem mótuðu afstöðu hans, heldur að það væru aðrir en hann (Íslendingar) sem ákvæðu. Við erum þannig aðeins frjáls sem einstaklingar og sem þjóð, að við séum eingöngu upp á okkur sjálf komin og deilum engu með öðrum né tökum við neinu frá öðrum.“ Síðan útlistar Þröstur Ólafsson það hvernig „grunnurinn“ sé sá sami hjá „ysta vinstrinu“ og „nýfrjálshyggjunni“, nefnilega „hinn óháði, einstæði einstaklingur.“ Annað sé uppi hjá ESB. Þar séu menn að ná fram réttlæti með „tilurð mikilla tifærslusjóða“. Og áfram: „Sýn þessara baráttufélaga er ekki samhyggja einstaklinga, þar sem kjörum er deilt, fengið og gefið á víxl, heldur sérhyggja þar sem hver stendur einn og deilir kjörum með sjálfum sér. Þeir eru sammála í sýn sinni á manninn. Þessir samherjar segja afstöðu sína sprottna af þjóðernishyggju.“ Hér eru margar rangar staðhæfingar svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Alla vega kannast ég ekki við sjálfan mig í neinu af því sem þarna er sagt! Að rétta hjálparhöndFyrir utan hið skilgreiningarlega vandamál að þjóðríki geta augljóslega ekki haft samvinnu sín á milli nema að þau séu til; að ákvörðun verður að sjálfsögðu ekki tekin af þeim sem ekki hefur til þess einhvers konar rétt og að frjáls einstaklingur er að minnsta kosti alveg jafn líklegur til að rétta meðbróður sínum hjálparhönd og sá sem ekki ræður gerðum sínum, þá liggur kenningasmiðnum svo mikið á að hann gleymir að skýra út „þá tegund vinstrimanna sem deila hugmyndinni um einstaklinginn með nýfrjálsum, þó á öðrum forsendum sé…“ Þarna vantar allan botn og öll rök. Ég velti fyrir mér hver staðan væri í heimspeki Þrastar og fleiri skoðanabræðra hans ef ESB yrði leyst upp og væri ekki lengur til. Hver væri vettvangur framvarðarsveitar hinna góðu gilda? Hvar myndu hermenn og hugsuðir samhjálpar og mannúðar beita sér í baráttunni til dæmis gegn „ysta vinstrinu“, sem þá væntanlega hefði á stefnuskrá sinni frelsi einstaklingsins, sjálfstæði þjóðarinnar, aðhylltist eins konar Monroe kenningu og væri tregt til að sinna meðbræðrum sínum í neyð? Þverr nú mönnum þrekMér finnst farið að þverra mjög andlegt þrek manna þegar allar hugsanir og allar setningar enda á ESB. Samúðin er í ESB. Mannúðin er í ESB. Samhjálpin er í ESB. Menningarleg vitund okkar er í ESB. Umræðan felst nú í að leysa úr einnar breytu jöfnunni x+ESB=Gott, þar sem x merkir: Allt sem er til í heiminum. Allt sem ESB gerir er gott. Hótanir ESB í garð íslenskra sjómanna vegna makrílveiða eru auðvitað bara umhverfisvernd. Krafan um Icesave-greiðslu er tilraun til uppeldis á óstýrilátu barni. Aðstoð við innheimtu óhóflegra bankalána gráðugra evrópskra banka er „hjálp“ til Grikkja. Krafan um að Grikkir standi við samninga um hergagnakaup af Þjóðverjum og Frökkum er „eðlileg forsenda“. Snert mína sálGagnrýni vinstrimanna á ESB hefur einkum og sérílagi verið gagnrýni á þá nýfrjálshyggjustefnu sem þar ræður ríkjum sem og skort á lýðræði í stjórnun og ákvarðanatöku. Þessari gagnrýni nenna ESB sinnar ekki að svara. Þeirra tal öðlast æ meir blæ trúarbragða, þar sem allt er hægt að skýra með afstöðu til ESB. Andúð á fjölmenningu, andúð á framförum og andúð á samvinnu á samkvæmt þeirra kokkabókum uppruna í að ESB hefur ekki náð að snerta sálu manna. Menn þurfa að sjá ljósið, frelsast. Það að vera gagnrýninn, hvað þá heldur andsnúinn ESB á rætur að rekja til öfgafullra nýfrjálshyggjutilhneiginga eða þess að vera frosinn fastur í einhverju óskilgreindu „ysta vinstri“. Geta menn (tala nú ekki um þýskmenntaða hagfræðinga) ekki séð muninn á félagshyggju og „tilfærslusjóðum“ sem hafa það eina markmið að tryggja samfélag frjálshyggju og kapítalisma? Eru menn svo langt leiddir í trúnni? Við megum samkvæmt ESB reglum ekki halda úti íbúðalánasjóði eftir okkar hentugleikum, við megum ekki reka samfélagslega póstþjónustu. Ég kalla þetta kreddur og fáir munu treysta sér til að kalla það félagshyggju. Hvað er ESB?Það kann að vera að við munum einn góðan veðurdag ganga í ESB og það kann að vera að okkur muni líða ágætlega þar. Það kann líka að vera að við gerum það ekki. Það kann að vera að okkur muni farnast vel utan þess. Ætli það hafi svo mikið að gera með tilvistarhyggju Sartres, einstaklingshyggju Mills eða sósíalisma Marx? ESB er ekki nafn á heimspekikenningu. ESB er ekki stjórnmálaskoðun. ESB er efnahagsbandalag sem á sér draum um að verða stórríki. Og það sem meira er, ESB er rammi utan um ákvarðanatöku á sama hátt og sveitarfélagið og þjóðríkið eru það á sína vísu. Vilji menn svipta nærumhverfið þessum lýðræðislegu umgjörðum eru menn jafnframt að draga úr lýðræðislegum möguleikum fólks til ákvarðanatöku þar. Umhyggja fyrir þessum ramma hefur þannig hvorki með þjóðernishyggju né alþjóðahyggju að gera. Heldur fyrst og fremst lýðræðið og það form sem við teljum best til þess fallið að stuðla að frelsi og lýðræðislegri ákvarðanatöku. Það er síðan viðfangsefni félagslega sinnaðs fólks að nýta þennan ramma til að berjast fyrir hugsjónum sínum um samfélag jafnaðar. Á að reyna aftur?Illa er nú komið fyrir mönnum sem mér skilst að vilji kenna sig við einhvers konar félagshyggju eins og Þröstur Ólafsson, þegar þeir gera lítið úr tilraunum til að auka frelsi einstaklingsins og efla lýðræðið. Hvort tveggja hefur í mínum huga alltaf verið óaðskiljanlegur hluti þeirrar félagshyggju sem ég aðhyllist og vil berjast fyrir. Þetta nefni ég þar sem Þröstur Ólafsson lætur svo lítið í grein sinni að leggja út af hugmyndum sem ég hef sett fram um frelsi einstaklingsins. Ég nefni þetta líka til mótvægis við þá sýn sem Þröstur talar fyrir. Samkvæmt því sem ég fæ skilið af skrifum hans skal nú skipuleggja réttlætið með risavaxinni miðstýringu í stórríki. Einhvern veginn rámar mig í að þetta hafi verið reynt áður.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun