Höndla nefndir stórasannleik? Bolli Héðinsson skrifar 17. ágúst 2011 05:00 Þegar umræðum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin lauk á Alþingi í vor lá ljóst fyrir að sumarið yrði notað af LÍÚ til að hræra í ístöðulitlum þingmönnum til að fá þá til fylgis við sig. Af og til hafa síðan borist fréttir um neikvæð áhrif breyttrar fiskveiðistjórnunar á afkomu sjávarútvegsins og stöðu viðskiptabankanna en þær hafa oftar en ekki verið hreinar getsakir án haldbærrar röksemdafærslu. Skýrsla, unnin af nokkrum sérfræðingum, hefur síðan verið talin einhvers konar stóridómur um málið en er í reynd ekki annað en gagnleg samantekt unnin út frá takmörkuðum forsendum. Þannig er t.a.m. um fjárhagsleg áhrif á rekstur fyrirtækja, sem skýrslan metur. Hún byggir á gamalkunnri aðferðafræði þar sem ályktanir eru dregnar út frá meðaltölum. Reynslan hefur kennt okkur að það er afar varasöm leið til að byggja á framtíðarskipan mikilvægustu atvinnugreinar þjóðarinnar. Endurvakið VerðlagsráðVið þekkjum þessi „vísindi“ frá tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins, þegar sömu aðferð var beitt við ákvörðun fiskverðs. En það er sama leið og fylgjendur svokallaðrar samningaleiðar boða nú við ákvörðun veiðigjalds. Þá sátu meintir „hagsmunaaðilar“ á fundum og freistuðu þess að semja sín á milli um fiskverð, út frá meðaltalsafkomu sjávarútvegsins, sem á endanum var svo ákvarðað af oddamanni. Daginn eftir var svo gengi krónunnar fellt og sami leikurinn hófst að nýju þar sem tekist var á um það sem hét þá „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“. Fram að þessu hafa fáir tregað örlög Verðlagsráðs sjávarútvegsins en nú er gælt við að endurvekja það í breyttri mynd til að ákvarða auðlindagjald samkvæmt samningaleið. Samkvæmt samningaleið þurfa einstök fyrirtæki að greiða í auðlindagjald það sem „samist“ hefur um milli ríkisvaldsins og LÍÚ á grundvelli ámóta hæpinna vísinda og „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“ var ákvarðaður á tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins áður. Aftur á móti er útilokað að hin svokallaða tilboðsleið leggi nokkurn tíma of þungar byrðar á sjávarútvegsfyrirtækin í landinu þar sem hvert fyrirtæki gerir aðeins tilboð í kvóta sem það hefur fjárhagslega burði til að greiða. Hæfi einstakra útgerða til að standa í rekstri er mismunandi eins og fyrirtækin eru mörg og því væri það skref aftur á bak fyrir rekstur þeirra ef hverfa á aftur til fyrri tíma þegar rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna var ákvarðaður á grundvelli miðstýrðra ákvarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar umræðum um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin lauk á Alþingi í vor lá ljóst fyrir að sumarið yrði notað af LÍÚ til að hræra í ístöðulitlum þingmönnum til að fá þá til fylgis við sig. Af og til hafa síðan borist fréttir um neikvæð áhrif breyttrar fiskveiðistjórnunar á afkomu sjávarútvegsins og stöðu viðskiptabankanna en þær hafa oftar en ekki verið hreinar getsakir án haldbærrar röksemdafærslu. Skýrsla, unnin af nokkrum sérfræðingum, hefur síðan verið talin einhvers konar stóridómur um málið en er í reynd ekki annað en gagnleg samantekt unnin út frá takmörkuðum forsendum. Þannig er t.a.m. um fjárhagsleg áhrif á rekstur fyrirtækja, sem skýrslan metur. Hún byggir á gamalkunnri aðferðafræði þar sem ályktanir eru dregnar út frá meðaltölum. Reynslan hefur kennt okkur að það er afar varasöm leið til að byggja á framtíðarskipan mikilvægustu atvinnugreinar þjóðarinnar. Endurvakið VerðlagsráðVið þekkjum þessi „vísindi“ frá tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins, þegar sömu aðferð var beitt við ákvörðun fiskverðs. En það er sama leið og fylgjendur svokallaðrar samningaleiðar boða nú við ákvörðun veiðigjalds. Þá sátu meintir „hagsmunaaðilar“ á fundum og freistuðu þess að semja sín á milli um fiskverð, út frá meðaltalsafkomu sjávarútvegsins, sem á endanum var svo ákvarðað af oddamanni. Daginn eftir var svo gengi krónunnar fellt og sami leikurinn hófst að nýju þar sem tekist var á um það sem hét þá „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“. Fram að þessu hafa fáir tregað örlög Verðlagsráðs sjávarútvegsins en nú er gælt við að endurvekja það í breyttri mynd til að ákvarða auðlindagjald samkvæmt samningaleið. Samkvæmt samningaleið þurfa einstök fyrirtæki að greiða í auðlindagjald það sem „samist“ hefur um milli ríkisvaldsins og LÍÚ á grundvelli ámóta hæpinna vísinda og „rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins“ var ákvarðaður á tímum Verðlagsráðs sjávarútvegsins áður. Aftur á móti er útilokað að hin svokallaða tilboðsleið leggi nokkurn tíma of þungar byrðar á sjávarútvegsfyrirtækin í landinu þar sem hvert fyrirtæki gerir aðeins tilboð í kvóta sem það hefur fjárhagslega burði til að greiða. Hæfi einstakra útgerða til að standa í rekstri er mismunandi eins og fyrirtækin eru mörg og því væri það skref aftur á bak fyrir rekstur þeirra ef hverfa á aftur til fyrri tíma þegar rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna var ákvarðaður á grundvelli miðstýrðra ákvarðana.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun