Aðgerðir til bjargar gjaldþrota fjármálafyrirtækjum Hákon Hrafn Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Eftirfarandi símtal fór líklega fram skömmu eftir að hin glæsilega norræna bankavelferðarstjórn tók við völdum. SFF: Sæll, er ekki öruggt að við fáum íbúðalánin til okkar og lán til lítilla fyrirtækja? Við lánuðum eigendum okkar, tengdum aðilum og stórfyrirtækjum gríðarlegar upphæðir og yfirleitt án veða og þetta verðum við auðvitað að afskrifa og afhenda sömu aðilum aftur, skuldlaust. Ef við fáum ekki íbúðalánin þá höfum við engin lán til að innheimta. X: Jú, en þarf ekki að afskrifa eitthvað af þeim líka? SFF: Nei, nei, vinur minn. Þið segið bara að það kosti skattborgarana svo mikið, þá þegja allir. Ef það verða einhver meiriháttar mótmæli þá getum við sett upp eitthvert leikrit til bjargar heimilunum en fáum lífeyrissjóðina aftur með okkur í dæmið. Við plötuðum þá alveg ægilega í gjaldmiðlaskiptasamningunum. Þeir mega ekki afskrifa neitt og við segjumst bara vilja afskrifa fullt ef lífeyrissjóðirnir gera það líka og helst Íbúðalánasjóður og Lánasjóður námsmanna líka. X: Ha, Íbúðalánasjóður og LÍN líka? En það kostar okkur peninga. SFF: Hættu þessu væli, skilur þú ekki hvað ég er að segja. Enginn okkar þarf að afskrifa neitt nema það sem verður fullreynt að innheimta og viðkomandi er orðinn gjaldþrota. Allt hitt verður auðvitað innheimt í botn og rúmlega það. Þið sjáið síðan um að halda stýrivöxtum háum þannig að við fáum nóg af rjóma með. Það fattar enginn að stýrivextir eru miklu lægri allt í kringum okkur. X: Þannig að við þurfum ekkert að borga? SFF: Akkúrat, þetta kostar ykkur ekkert. Það eina sem þið þurfið að gera er að skera duglega niður heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntastofnanir. Ef þú getur látið reka nokkra lækna og kennara þá erum við tilbúnir að láta reka fáeina láglauna þjónustufulltrúa til að sýna lit. Við gætum þá jafnvel hækkað launin okkar í leiðinni til að viðhalda ofurlaununum. X: En hvað eiga allir þessir starfsmenn í bönkunum að starfa við? SFF: Við látum þá bara leika sér með nokkur gjaldþrota fyrirtæki og stunda harða samkeppni við þau fyrirtæki sem ekki fóru á hausinn í hruninu, athugum hvað þau þrauka lengi áður en þau lenda hjá okkur líka. Aðalatriðið er að partíið geti haldið áfram hjá okkur. X: Öh, en erlendu ólöglegu lánin sem þið veittuð fólki og tókuð svo stöðu gegn krónunni? SFF: Ef svo ólíklega vill til að dómarar landsins geti dæmt rétt þá ætla Ingvi Örn og Árni Páll að sjá um það fyrir okkur með því að breyta vaxtalögunum afturvirkt. Við látum Gylfa bara í frontinn fyrst en hendum honum svo aftur í kennsluna. Álfheiður tekur svo frumvarpið og keyrir það út úr efnahags- og skattanefnd, hún vill ekki að kallinn sinn missi vinnuna hjá Lýsingu. Við tökum bara dæmi um lán sem er ekki til og látum það lækka mikið. Það samþykkja það allir og svo hækkum við bara vextina og búmm, málið er dautt. X: Já en… SFF: Flott, ég vissi alltaf að þú værir okkar maður þó að þú öskraðir þig stundum rauðan í þinginu gegn okkur hérna í denn. Það var flott hjá þér og nú fattar enginn neitt. Haltu svo Lilju fyrir utan þetta. Bæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi símtal fór líklega fram skömmu eftir að hin glæsilega norræna bankavelferðarstjórn tók við völdum. SFF: Sæll, er ekki öruggt að við fáum íbúðalánin til okkar og lán til lítilla fyrirtækja? Við lánuðum eigendum okkar, tengdum aðilum og stórfyrirtækjum gríðarlegar upphæðir og yfirleitt án veða og þetta verðum við auðvitað að afskrifa og afhenda sömu aðilum aftur, skuldlaust. Ef við fáum ekki íbúðalánin þá höfum við engin lán til að innheimta. X: Jú, en þarf ekki að afskrifa eitthvað af þeim líka? SFF: Nei, nei, vinur minn. Þið segið bara að það kosti skattborgarana svo mikið, þá þegja allir. Ef það verða einhver meiriháttar mótmæli þá getum við sett upp eitthvert leikrit til bjargar heimilunum en fáum lífeyrissjóðina aftur með okkur í dæmið. Við plötuðum þá alveg ægilega í gjaldmiðlaskiptasamningunum. Þeir mega ekki afskrifa neitt og við segjumst bara vilja afskrifa fullt ef lífeyrissjóðirnir gera það líka og helst Íbúðalánasjóður og Lánasjóður námsmanna líka. X: Ha, Íbúðalánasjóður og LÍN líka? En það kostar okkur peninga. SFF: Hættu þessu væli, skilur þú ekki hvað ég er að segja. Enginn okkar þarf að afskrifa neitt nema það sem verður fullreynt að innheimta og viðkomandi er orðinn gjaldþrota. Allt hitt verður auðvitað innheimt í botn og rúmlega það. Þið sjáið síðan um að halda stýrivöxtum háum þannig að við fáum nóg af rjóma með. Það fattar enginn að stýrivextir eru miklu lægri allt í kringum okkur. X: Þannig að við þurfum ekkert að borga? SFF: Akkúrat, þetta kostar ykkur ekkert. Það eina sem þið þurfið að gera er að skera duglega niður heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntastofnanir. Ef þú getur látið reka nokkra lækna og kennara þá erum við tilbúnir að láta reka fáeina láglauna þjónustufulltrúa til að sýna lit. Við gætum þá jafnvel hækkað launin okkar í leiðinni til að viðhalda ofurlaununum. X: En hvað eiga allir þessir starfsmenn í bönkunum að starfa við? SFF: Við látum þá bara leika sér með nokkur gjaldþrota fyrirtæki og stunda harða samkeppni við þau fyrirtæki sem ekki fóru á hausinn í hruninu, athugum hvað þau þrauka lengi áður en þau lenda hjá okkur líka. Aðalatriðið er að partíið geti haldið áfram hjá okkur. X: Öh, en erlendu ólöglegu lánin sem þið veittuð fólki og tókuð svo stöðu gegn krónunni? SFF: Ef svo ólíklega vill til að dómarar landsins geti dæmt rétt þá ætla Ingvi Örn og Árni Páll að sjá um það fyrir okkur með því að breyta vaxtalögunum afturvirkt. Við látum Gylfa bara í frontinn fyrst en hendum honum svo aftur í kennsluna. Álfheiður tekur svo frumvarpið og keyrir það út úr efnahags- og skattanefnd, hún vill ekki að kallinn sinn missi vinnuna hjá Lýsingu. Við tökum bara dæmi um lán sem er ekki til og látum það lækka mikið. Það samþykkja það allir og svo hækkum við bara vextina og búmm, málið er dautt. X: Já en… SFF: Flott, ég vissi alltaf að þú værir okkar maður þó að þú öskraðir þig stundum rauðan í þinginu gegn okkur hérna í denn. Það var flott hjá þér og nú fattar enginn neitt. Haltu svo Lilju fyrir utan þetta. Bæ.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun