Djöfullinn sjálfur Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Þegar ríkið afhenti kröfuhöfunum íslensku bankana fól það þeim jafnframt að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Þess vegna voru kröfur bankanna á heimilin verðmetnar á lægra virði en kröfuvirði þeirra þegar þær voru fluttar á milli gömlu og nýju bankanna. Þetta var sem sagt gert til að mynda svigrúm fyrir bankana að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði, en upplýsingar um afföllin á lánunum eru ekki opinberar. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna sem birt var í nóvember 2010. Hvergi hef ég séð nein merki um vilja til að leysa skuldavanda minn í Arionbanka sem ég lenti í þegar SPRON var lagður niður. Þvert á móti. Í eina skiptið sem mér tókst að semja við bankann var þegar ég tók með mér upptökutæki og ætlaði að taka fundinn upp. þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma breyttust þeir úr viðskiptabönkum í fjárfestingarbanka. Markmiðið breyttist einnig úr því að vera þjónustustofnun að þjónusta samborgarana í það að vera fyrirtæki sem átti að skila hámarksgróða til eigendanna. Allir vita hvernig það fór. Hámarksgróðinn skilaði sér alla vega til eigendanna og vina þeirra og ríflega það. Fjármálakerfið er í rúst og íslenska þjóðin og heimilin í landinu sitja uppi með óviðráðanlegar skuldir. Það var því þrátt fyrir allt viss léttir þegar ríkið yfirtók bankana. Þar fólst þó tækifæri til að grípa í taumana og stoppa vitleysuna. Ríkið dældi milljörðum af almannafé inn í bankana til að bjarga þeim og lét þá hafa lán heimilanna fyrir slikk. Þar skyldi maður ætla að almannahagsmunir hefðu ráðið för. Hvers vegna voru stökkbreyttar skuldir heimilanna ekki leiðréttar í leiðinni eða bönkunum veitt verðtryggð lán á vöxtum til þess að rétta sig við? Það er með öllu óskiljanlegt að ríkið skuli hafa dælt almannafé inn í bankana og fært þá kröfuhöfum án þess að tryggja hag heimilanna í landinu. Án þess að tryggja að bankarnir hætti að „gambla“ með skuldug heimili fólksins. Afhenda þeim skuldir heimilanna á útsöluvirði og treysta þeim í blindni til að bjóða „viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði“. Fela þeim að leysa skuldavanda heimilanna. Afhenda heimilin aftur í hendur fjárglæframanna og spekúlanta sem hafa það markmið eitt að ná fram hámarksgróða fyrir eigendurna. Ég tók lán í íslenskum viðskiptabanka í eigu fólksins. Ég er að semja við fjárfestingarbanka í eigu erlendra vogunarsjóða. Þeim hefur verið falið að leysa skuldavanda minn og annarra íslenskra heimila. Bankarnir eru í dag að mestu leyti innheimtustofnanir fyrir lánardrottna og kröfuhafa. Og „velgengni bankans er samofin hagsmunum kröfuhafa“ eins og stendur m.a. í sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins og einnar skilanefndarinnar. Hvergi er talað um velgengni þjóðarinnar eða hagsmuni lántakenda, íslensk heimili. Hefði fjármálaráðuneytið ekki átt að verja þjóðina? Hvar voru hagsmunir þjóðarinnar, fólksins í landinu, heimilanna? Bankarnir eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna kröfuhafa. Það hef ég líka ítrekað fengið staðfest af ungum bankastarfsmönnum sem þreytast ekki á að tyggja það í mig. Yfirmennirnir segja mér að þetta séu þeirra hæfustu starfsmenn. Hverjir eru svo kröfuhafarnir sem eiga bankana? Ekki hefur mér tekist að fá það upplýst nákvæmlega frekar en öðrum enda vita víst fæstir hverjir þeir eru. Það hefur þó margoft komið fram í fréttum að stór hópur eigenda nýju íslensku bankanna eru erlendir vogunarsjóðir. Í fréttum haustið 2009 kom fram að vogunarsjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins séu meðal helstu kröfuhafa bankanna. Í athyglisverðum pistli Ólafs Arnarsonar á Pressunni þann 23. júní sl. fá þessir vogunarsjóðir í fyrsta skipti nöfn opinberlega. Helstu eigendur íslensku bankanna fá nöfn í fyrsta skipti. Þar segir m.a. að um sé að ræða tíu sjóði. Allir þessir tíu sjóðir séu í hópi hrægamma fjármálaheimsins. Sumir þeirra hafi með sér samráð. Þeir sérhæfi sig í að hagnast á óförum annarra og gæti ekki verið meira sama um hag nýju íslensku bankanna. Nýju bankarnir séu ekkert annað en tæki þeirra til að innheimta sem mest frá fyrirtækjum og heimilum þessa lands upp í stökkbreyttar kröfur. Þar segir líka: „að lengri tíma hagsmunir nýju bankanna og viðskiptavina þeirra skipta hrægammana engu máli ef þeir standa í vegi fyrir skammtímagróða þeirra sjálfra“. Þetta eru viðsemjendur skuldugra íslenskra heimila. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Þegar ríkið afhenti kröfuhöfunum íslensku bankana fól það þeim jafnframt að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Þess vegna voru kröfur bankanna á heimilin verðmetnar á lægra virði en kröfuvirði þeirra þegar þær voru fluttar á milli gömlu og nýju bankanna. Þetta var sem sagt gert til að mynda svigrúm fyrir bankana að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði, en upplýsingar um afföllin á lánunum eru ekki opinberar. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna sem birt var í nóvember 2010. Hvergi hef ég séð nein merki um vilja til að leysa skuldavanda minn í Arionbanka sem ég lenti í þegar SPRON var lagður niður. Þvert á móti. Í eina skiptið sem mér tókst að semja við bankann var þegar ég tók með mér upptökutæki og ætlaði að taka fundinn upp. þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma breyttust þeir úr viðskiptabönkum í fjárfestingarbanka. Markmiðið breyttist einnig úr því að vera þjónustustofnun að þjónusta samborgarana í það að vera fyrirtæki sem átti að skila hámarksgróða til eigendanna. Allir vita hvernig það fór. Hámarksgróðinn skilaði sér alla vega til eigendanna og vina þeirra og ríflega það. Fjármálakerfið er í rúst og íslenska þjóðin og heimilin í landinu sitja uppi með óviðráðanlegar skuldir. Það var því þrátt fyrir allt viss léttir þegar ríkið yfirtók bankana. Þar fólst þó tækifæri til að grípa í taumana og stoppa vitleysuna. Ríkið dældi milljörðum af almannafé inn í bankana til að bjarga þeim og lét þá hafa lán heimilanna fyrir slikk. Þar skyldi maður ætla að almannahagsmunir hefðu ráðið för. Hvers vegna voru stökkbreyttar skuldir heimilanna ekki leiðréttar í leiðinni eða bönkunum veitt verðtryggð lán á vöxtum til þess að rétta sig við? Það er með öllu óskiljanlegt að ríkið skuli hafa dælt almannafé inn í bankana og fært þá kröfuhöfum án þess að tryggja hag heimilanna í landinu. Án þess að tryggja að bankarnir hætti að „gambla“ með skuldug heimili fólksins. Afhenda þeim skuldir heimilanna á útsöluvirði og treysta þeim í blindni til að bjóða „viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði“. Fela þeim að leysa skuldavanda heimilanna. Afhenda heimilin aftur í hendur fjárglæframanna og spekúlanta sem hafa það markmið eitt að ná fram hámarksgróða fyrir eigendurna. Ég tók lán í íslenskum viðskiptabanka í eigu fólksins. Ég er að semja við fjárfestingarbanka í eigu erlendra vogunarsjóða. Þeim hefur verið falið að leysa skuldavanda minn og annarra íslenskra heimila. Bankarnir eru í dag að mestu leyti innheimtustofnanir fyrir lánardrottna og kröfuhafa. Og „velgengni bankans er samofin hagsmunum kröfuhafa“ eins og stendur m.a. í sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins og einnar skilanefndarinnar. Hvergi er talað um velgengni þjóðarinnar eða hagsmuni lántakenda, íslensk heimili. Hefði fjármálaráðuneytið ekki átt að verja þjóðina? Hvar voru hagsmunir þjóðarinnar, fólksins í landinu, heimilanna? Bankarnir eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna kröfuhafa. Það hef ég líka ítrekað fengið staðfest af ungum bankastarfsmönnum sem þreytast ekki á að tyggja það í mig. Yfirmennirnir segja mér að þetta séu þeirra hæfustu starfsmenn. Hverjir eru svo kröfuhafarnir sem eiga bankana? Ekki hefur mér tekist að fá það upplýst nákvæmlega frekar en öðrum enda vita víst fæstir hverjir þeir eru. Það hefur þó margoft komið fram í fréttum að stór hópur eigenda nýju íslensku bankanna eru erlendir vogunarsjóðir. Í fréttum haustið 2009 kom fram að vogunarsjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins séu meðal helstu kröfuhafa bankanna. Í athyglisverðum pistli Ólafs Arnarsonar á Pressunni þann 23. júní sl. fá þessir vogunarsjóðir í fyrsta skipti nöfn opinberlega. Helstu eigendur íslensku bankanna fá nöfn í fyrsta skipti. Þar segir m.a. að um sé að ræða tíu sjóði. Allir þessir tíu sjóðir séu í hópi hrægamma fjármálaheimsins. Sumir þeirra hafi með sér samráð. Þeir sérhæfi sig í að hagnast á óförum annarra og gæti ekki verið meira sama um hag nýju íslensku bankanna. Nýju bankarnir séu ekkert annað en tæki þeirra til að innheimta sem mest frá fyrirtækjum og heimilum þessa lands upp í stökkbreyttar kröfur. Þar segir líka: „að lengri tíma hagsmunir nýju bankanna og viðskiptavina þeirra skipta hrægammana engu máli ef þeir standa í vegi fyrir skammtímagróða þeirra sjálfra“. Þetta eru viðsemjendur skuldugra íslenskra heimila. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun