Nú er nóg komið! Kristín Elfa Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2011 06:00 Andlægum og linnulausum árásum á grunnskólann verður að linna – strax. Í skólabyrjun ár hvert draga fjölmiðlar upp úr pússi sínu fólk sem fannst leiðinlegt í grunnskóla eða telur sig hafa óskorað kennivald til umsagna um starfið sem þar fer fram án þess að hafa nokkurn tíma kennt á þessu skólastigi. Hvað er að okkur? Ég er bálreið. Ég þekki vel til fjölda grunnskólakennara og þeirra starfa. Þetta er með fáum undantekningum fólk sem lætur sér annt um nemendur sína og vinnur vinnuna sína eins vel og það getur. Það vinnur langan vinnudag á vinnustað sem er flókinn og margslunginn og býður í sífellu upp á ný, óvænt og krefjandi verkefni sem þarf oft heilmikla mannúð, umhugsun og nærgætni til að leysa. Þetta er jafnframt vinnustaður þar sem fólk útvegar oft og tíðum sín eigin vinnutæki af því að engir peningar eru til fyrir pennum, glósubókum, námsbókum og tölvum. Og viti menn – meirihluta nemenda finnst bara alveg ágætlega gaman í grunnskóla og líður frekar vel. Þetta sýna bæði kannanir og þetta vita líka kennarar sem taka púlsinn á sínu fólki daglega. Það gerir hvorki börnunum okkar, kennurum né grunnskólanum nokkurn skapaðan hlut gott að vega að honum við hvert tækifæri. Þetta er þjóðlegur ósiður og grafalvarlegur atvinnurógur með slæmum afleiðingum fyrir börnin okkar. Auðvitað má – og á – að gagnrýna grunnskólann eins og aðrar stofnanir. En það er þá væntanlega í þeim tilgangi að bæta hann, ekki satt? Er besta leiðin til þess að gera börn fráhverf námi? Að svelta skólann fjárhagslega? Að halda starfsfólki hans í stöðugri gíslingu og nagandi óvissu um störf sín og vinnustað? Hvernig fyndist þér lesandi góður að slíta þér út í starfi sem þú fengir ekkert nema skít og skömm fyrir úti í samfélaginu? Og þá er ég ekki að meina almennt afskipta- og áhugaleysi um þín störf heldur beint og kinnroðalaust niðurrif. Nei, nú er mál að linni. Það er allt of ódýrt að vega að kennurum og gera grunnskólann að blóraböggli þegar við erum sjálf úrræðalaus. Vinnum saman og berum virðingu hvert fyrir öðru. Gefum kennurum vinnufrið og fögnum því þegar þeir skipta sér af börnunum okkar því guð veit að þau þurfa á öllum þeim jákvæða aga og umhyggju að halda sem þeim býðst. Það er ekkert að því að vera á annarri skoðun og takast á um málefni, kurteislega og málefnalega. En þetta eilífðarjarm gegn grunnskólanum er vægast sagt orðið þreytandi og vel það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Andlægum og linnulausum árásum á grunnskólann verður að linna – strax. Í skólabyrjun ár hvert draga fjölmiðlar upp úr pússi sínu fólk sem fannst leiðinlegt í grunnskóla eða telur sig hafa óskorað kennivald til umsagna um starfið sem þar fer fram án þess að hafa nokkurn tíma kennt á þessu skólastigi. Hvað er að okkur? Ég er bálreið. Ég þekki vel til fjölda grunnskólakennara og þeirra starfa. Þetta er með fáum undantekningum fólk sem lætur sér annt um nemendur sína og vinnur vinnuna sína eins vel og það getur. Það vinnur langan vinnudag á vinnustað sem er flókinn og margslunginn og býður í sífellu upp á ný, óvænt og krefjandi verkefni sem þarf oft heilmikla mannúð, umhugsun og nærgætni til að leysa. Þetta er jafnframt vinnustaður þar sem fólk útvegar oft og tíðum sín eigin vinnutæki af því að engir peningar eru til fyrir pennum, glósubókum, námsbókum og tölvum. Og viti menn – meirihluta nemenda finnst bara alveg ágætlega gaman í grunnskóla og líður frekar vel. Þetta sýna bæði kannanir og þetta vita líka kennarar sem taka púlsinn á sínu fólki daglega. Það gerir hvorki börnunum okkar, kennurum né grunnskólanum nokkurn skapaðan hlut gott að vega að honum við hvert tækifæri. Þetta er þjóðlegur ósiður og grafalvarlegur atvinnurógur með slæmum afleiðingum fyrir börnin okkar. Auðvitað má – og á – að gagnrýna grunnskólann eins og aðrar stofnanir. En það er þá væntanlega í þeim tilgangi að bæta hann, ekki satt? Er besta leiðin til þess að gera börn fráhverf námi? Að svelta skólann fjárhagslega? Að halda starfsfólki hans í stöðugri gíslingu og nagandi óvissu um störf sín og vinnustað? Hvernig fyndist þér lesandi góður að slíta þér út í starfi sem þú fengir ekkert nema skít og skömm fyrir úti í samfélaginu? Og þá er ég ekki að meina almennt afskipta- og áhugaleysi um þín störf heldur beint og kinnroðalaust niðurrif. Nei, nú er mál að linni. Það er allt of ódýrt að vega að kennurum og gera grunnskólann að blóraböggli þegar við erum sjálf úrræðalaus. Vinnum saman og berum virðingu hvert fyrir öðru. Gefum kennurum vinnufrið og fögnum því þegar þeir skipta sér af börnunum okkar því guð veit að þau þurfa á öllum þeim jákvæða aga og umhyggju að halda sem þeim býðst. Það er ekkert að því að vera á annarri skoðun og takast á um málefni, kurteislega og málefnalega. En þetta eilífðarjarm gegn grunnskólanum er vægast sagt orðið þreytandi og vel það.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun