Líður barninu þínu vel í skóla? Ragna Óladóttir skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Mér leið ekki vel í grunnskóla. Ég hafði minnimáttarkennd, horfði oft á aðra nemendur og fannst þeir vera betri en ég. Það tók mig mörg ár að jafna mig á þessu en eitt af því sem hjálpaði mér var dvöl í lýðháskóla í Noregi þar sem ég fékk tækifæri til að byggja upp sjálfstraustið og sjá að ég hafði marga góða kosti. Í grunnskóla var stöðugt verið að benda mér á veikleika mína og varð það til þess að ég hafði enga trú á því að ég gæti lært. Ég giftist ung og flutti í lítið þorp úti á landi. Þegar ég flutti þaðan og börnin mín voru flogin úr hreiðrinu fór mig að langa til þess að mennta mig. Ég skráði mig í kennaranám í Waldorf-uppeldisfræði á Íslandi og kynntist þar nýjum og áhugaverðum hliðum á menntun. Í Waldorf-skólum á nám að vera skemmtilegt og það á að vinna með öll skilningarvit. Ég fann strax að ef ég hefði gengið í svona skóla hefði ég átt mun meiri möguleika á því að blómstra sem barn. Í dag eru yfir átta hundruð Waldorf-skólar í heiminum og þeim fjölgar ört. Flestir Waldorf-skólarnir eru á Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bretlandi. Skólarnir byggja starf sitt á kenningum Rudolf Steiners (1861-1925). Skólinn leitast við að nálgast nemandann út frá því hvar hann er staddur í sínu þroskaferli og hjálpar barninu að skilja sjálft sig og finna sig í tilverunni. Markmið námsins er að styðja einstaklinga á meðan þeir smám saman læra að stjórna og taka ábyrgð á sínum eigin námsferli. Á hverjum degi virkjar kennarinn nemandann til að nota bæði hugsun, tilfinningar og vilja. Börnin læra vegna þess að áhugi þeirra er vakinn en ekki vegna þess að þau verða prófuð. Nemendur læra heldur ekki bara með höfðinu, lærdómurinn þarf að ná út í útlimina og setjast að í líkamanum. Þess vegna er lögð mikil áhersla á að nota tónlist, myndlist og leikrit til að nálgast efnið út frá ólíkum sjónarhornum. Kennarinn les ekki fyrir börnin úr bók heldur nýtir hann sér frásagnaraðferðina og talar til barnanna beint frá hjartanu. Börnin útbúa svo sína eigin kennslubók út frá því efni sem kennarinn leggur fram. Í skólastarfinu er leitast við að gera allar upplifanir barnsins í náminu lifandi. Með hlustun og innlifun vaxa skapandi hæfileikar barnsins. Lífleg frásögn er undirstaða kennslunnar, leiðarljós kennarans er að veröldin er stórkostleg. Í gegnum kennsluna á barnið að upplifa góðmennsku, sannleika og fegurð. Ef kennari getur mætt væntingum barnsins þá vex tilfinningalíf þess þannig að hið listræna og fegurðarskynið verða afl í vitund þess. Þaðan vex fram siðferðisvitund sem fær barnið til að elska hið góða. Námsefni sett fram á þennan hátt vekur og hjálpar barninu að þroska siðferðisvitund. Hreyfing er einnig mikilvæg til þess að námsefnið nái alveg niður í líkamann. Barnið þarf að fá tilfinningu fyrir því að það sé hluti af heiminum og að hann sé góður staður. Waldorf-skólinn Sólstafir er nú að flytja starfsemi sína í Sóltún 6 í Reykjavík og er nú tækifæri fyrir foreldra að senda börn sín í frábæran skóla sem staðsettur er miðsvæðis í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Mér leið ekki vel í grunnskóla. Ég hafði minnimáttarkennd, horfði oft á aðra nemendur og fannst þeir vera betri en ég. Það tók mig mörg ár að jafna mig á þessu en eitt af því sem hjálpaði mér var dvöl í lýðháskóla í Noregi þar sem ég fékk tækifæri til að byggja upp sjálfstraustið og sjá að ég hafði marga góða kosti. Í grunnskóla var stöðugt verið að benda mér á veikleika mína og varð það til þess að ég hafði enga trú á því að ég gæti lært. Ég giftist ung og flutti í lítið þorp úti á landi. Þegar ég flutti þaðan og börnin mín voru flogin úr hreiðrinu fór mig að langa til þess að mennta mig. Ég skráði mig í kennaranám í Waldorf-uppeldisfræði á Íslandi og kynntist þar nýjum og áhugaverðum hliðum á menntun. Í Waldorf-skólum á nám að vera skemmtilegt og það á að vinna með öll skilningarvit. Ég fann strax að ef ég hefði gengið í svona skóla hefði ég átt mun meiri möguleika á því að blómstra sem barn. Í dag eru yfir átta hundruð Waldorf-skólar í heiminum og þeim fjölgar ört. Flestir Waldorf-skólarnir eru á Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bretlandi. Skólarnir byggja starf sitt á kenningum Rudolf Steiners (1861-1925). Skólinn leitast við að nálgast nemandann út frá því hvar hann er staddur í sínu þroskaferli og hjálpar barninu að skilja sjálft sig og finna sig í tilverunni. Markmið námsins er að styðja einstaklinga á meðan þeir smám saman læra að stjórna og taka ábyrgð á sínum eigin námsferli. Á hverjum degi virkjar kennarinn nemandann til að nota bæði hugsun, tilfinningar og vilja. Börnin læra vegna þess að áhugi þeirra er vakinn en ekki vegna þess að þau verða prófuð. Nemendur læra heldur ekki bara með höfðinu, lærdómurinn þarf að ná út í útlimina og setjast að í líkamanum. Þess vegna er lögð mikil áhersla á að nota tónlist, myndlist og leikrit til að nálgast efnið út frá ólíkum sjónarhornum. Kennarinn les ekki fyrir börnin úr bók heldur nýtir hann sér frásagnaraðferðina og talar til barnanna beint frá hjartanu. Börnin útbúa svo sína eigin kennslubók út frá því efni sem kennarinn leggur fram. Í skólastarfinu er leitast við að gera allar upplifanir barnsins í náminu lifandi. Með hlustun og innlifun vaxa skapandi hæfileikar barnsins. Lífleg frásögn er undirstaða kennslunnar, leiðarljós kennarans er að veröldin er stórkostleg. Í gegnum kennsluna á barnið að upplifa góðmennsku, sannleika og fegurð. Ef kennari getur mætt væntingum barnsins þá vex tilfinningalíf þess þannig að hið listræna og fegurðarskynið verða afl í vitund þess. Þaðan vex fram siðferðisvitund sem fær barnið til að elska hið góða. Námsefni sett fram á þennan hátt vekur og hjálpar barninu að þroska siðferðisvitund. Hreyfing er einnig mikilvæg til þess að námsefnið nái alveg niður í líkamann. Barnið þarf að fá tilfinningu fyrir því að það sé hluti af heiminum og að hann sé góður staður. Waldorf-skólinn Sólstafir er nú að flytja starfsemi sína í Sóltún 6 í Reykjavík og er nú tækifæri fyrir foreldra að senda börn sín í frábæran skóla sem staðsettur er miðsvæðis í borginni.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun