Þöggun Samtaka sauðfjárbænda? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Samtök sauðfjárbænda hafa beitt fjárhagslegu áhrifavaldi sínu og sagt upp verkefnasamstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna greinaskrifa og ályktana Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við HÍ. Vissulega geta bændasamtökin beint viðskiptum sínum þangað sem þeim hentar en ætti það þá ekki einnig að gilda um okkur, kaupendur framleiðsluvara bænda? En eins og allir vita standa samtök bænda þétt með stjórnvöldum í því að hindra að íslenskir neytendur geti, að eigin vild, keypt erlendar landbúnaðarvörur. Í greinunum, sem að sögn Þórólfs byggja á gögnum frá Bændasamtökunum sjálfum, eru upphæðir ríkisstyrkja til landbúnaðar gagnrýndar, fyrirkomulagið talið hefta framþróun í greininni og vera andstætt hagsmunum bænda og skattgreiðenda. Íslenskur landbúnaður fær einhverja hæstu ríkisstyrki í heimi samkvæmt OECD. Heildartilfærslur frá skattgreiðendum eru árlega 11 milljarðar og innflutningsverndin kostaði neytendur annað eins til skamms tíma, þó að lágt gengi krónunnar nú hafi lækkað þá upphæð. Hagsmunasamtök bænda fá af ríkisstyrknum til starfsemi sinnar. Þessi háu framlög til íslensks landbúnaðar eru öðru hverju gagnrýnd, en því miður hafa stjórnmálamenn og við sem störfum innan stjórnmálaflokka lítið látið okkur landbúnaðarkerfið varða, síðan Alþýðuflokkurinn var og hét, e.t.v. vegna skorts á þekkingu á kerfinu. Fréttir berast reglulega um að samningar stjórnvalda við bændur hafi verið framlengdir en engin umræða fer fram. Fjölmiðlar eða fræðimenn hafa lítið hjálpað okkur síðan hagfræðingarnir Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Ólafsson gagnrýndu og greindu landbúnaðarkerfið ötullega fyrir allmörgum árum. Nú hefur Þórólfur Matthíasson sett málið rækilega á dagskrá í greinum í Fréttablaðinu að undanförnu. Ég þakka honum kærlega fyrir það og þá vinnu sem hann hefur lagt í greininguna, sem er kjörin til að byggja umræðu á. Eitt af því sem gagnrýnt var eftir hrun var skortur á gagnrýni og fræðilegri greiningu á íslenska fjármálakerfinu. Horft var m.a. til fræðimanna háskóla og þeir taldir hafa brugðist íslenskum almenningi. Markmið fræðilegrar umræðu um landbúnaðarkerfið er að bæta kerfið og gera það markvissara fyrir bændur og skattgreiðendur. Með fræðilegri greiningu á landbúnaðarkerfinu eru háskólakennarar því að rækja skyldur sínar við þá sem greiða þeim laun, íslenska skattgreiðendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samtök sauðfjárbænda hafa beitt fjárhagslegu áhrifavaldi sínu og sagt upp verkefnasamstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna greinaskrifa og ályktana Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við HÍ. Vissulega geta bændasamtökin beint viðskiptum sínum þangað sem þeim hentar en ætti það þá ekki einnig að gilda um okkur, kaupendur framleiðsluvara bænda? En eins og allir vita standa samtök bænda þétt með stjórnvöldum í því að hindra að íslenskir neytendur geti, að eigin vild, keypt erlendar landbúnaðarvörur. Í greinunum, sem að sögn Þórólfs byggja á gögnum frá Bændasamtökunum sjálfum, eru upphæðir ríkisstyrkja til landbúnaðar gagnrýndar, fyrirkomulagið talið hefta framþróun í greininni og vera andstætt hagsmunum bænda og skattgreiðenda. Íslenskur landbúnaður fær einhverja hæstu ríkisstyrki í heimi samkvæmt OECD. Heildartilfærslur frá skattgreiðendum eru árlega 11 milljarðar og innflutningsverndin kostaði neytendur annað eins til skamms tíma, þó að lágt gengi krónunnar nú hafi lækkað þá upphæð. Hagsmunasamtök bænda fá af ríkisstyrknum til starfsemi sinnar. Þessi háu framlög til íslensks landbúnaðar eru öðru hverju gagnrýnd, en því miður hafa stjórnmálamenn og við sem störfum innan stjórnmálaflokka lítið látið okkur landbúnaðarkerfið varða, síðan Alþýðuflokkurinn var og hét, e.t.v. vegna skorts á þekkingu á kerfinu. Fréttir berast reglulega um að samningar stjórnvalda við bændur hafi verið framlengdir en engin umræða fer fram. Fjölmiðlar eða fræðimenn hafa lítið hjálpað okkur síðan hagfræðingarnir Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Ólafsson gagnrýndu og greindu landbúnaðarkerfið ötullega fyrir allmörgum árum. Nú hefur Þórólfur Matthíasson sett málið rækilega á dagskrá í greinum í Fréttablaðinu að undanförnu. Ég þakka honum kærlega fyrir það og þá vinnu sem hann hefur lagt í greininguna, sem er kjörin til að byggja umræðu á. Eitt af því sem gagnrýnt var eftir hrun var skortur á gagnrýni og fræðilegri greiningu á íslenska fjármálakerfinu. Horft var m.a. til fræðimanna háskóla og þeir taldir hafa brugðist íslenskum almenningi. Markmið fræðilegrar umræðu um landbúnaðarkerfið er að bæta kerfið og gera það markvissara fyrir bændur og skattgreiðendur. Með fræðilegri greiningu á landbúnaðarkerfinu eru háskólakennarar því að rækja skyldur sínar við þá sem greiða þeim laun, íslenska skattgreiðendur.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun