Styðjum kennara við að breyta Jón Þór Ólafsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Þeir sem skilja að skipulag skólakerfis ekki síður en námsefni ákvarðar hvaða lexíur nemendur læra, þeir sjá að skipulag prússneskra almúgaskóla sem var hannað upp úr átján hundruð til að móta einstaklinga svo þeir tækju skilyrðislaust við skipunum er ekki heppilegt til að hjálpa börnum að þroskast á heilbrigðan hátt. Langflestir kennarar eru allir af vilja gerðir. Þeir berjast í bökkum við að hjálpa börnunum okkar innan skólakerfis að prússneskri forskrift sem var hönnuð til að bæla forvitni, frumkvæði og sjálfstæði nemenda. Einn mest verðlaunaði kennari Bandaríkjanna, John Taylor Gatto, útskýrði í ræðunni „Sjö lexíu skólakennarinn“ hvaða lexíur þetta rótgróna prússneska skipulag kenndi nemendum í raun og veru. Ræðuna flutti hann þegar hann tók við verðlaunum sem besti kennari ársins í New York-fylki. Verðlaunin og árangur nemenda sinna tileinkaði hann mótaðgerðum sem hann beitti til að forða nemendum sínum að nokkru leyti frá skaðsemi kerfisins. Hann hóf ræðuna á þessum orðum: „Ykkur er frjálst að líta á þessar lexíur eins og ykkur sýnist, en trúið mér þegar ég segi að þessari kynningu er ekki ætlað að vera kaldhæðnisleg. Þetta er það sem ég kenni, þetta er það sem þið borgið mér fyrir að kenna. Dragið ykkar eigin lærdóm af því.“ „Fyrsta lexían sem ég kenni er ringulreið. Jafnvel í bestu skólunum leiðir ítarleg athugun á námsskrá í ljós bæði skort á samhengi og fjölda innri mótsagna. Tilgangur, en ekki samhengislausar staðreyndir, er það sem geðheilar manneskjur leita að.“ „Önnur lexían sem ég kenni er bekkjaflokkun. Mitt hlutverk er að fá nemendur til að láta sér vel líka að vera lokuð inni með öðrum börnum eða að minnsta kosti láta það yfir sig ganga. Lexía bekkjaflokkunar er sú að allir eiga heima á sínum stað í valdapýramídanum.“ „Þriðja lexían sem ég kenni er áhugaleysi. Ég geri þetta með því að krefjast þess að börnin sökkvi sér niður í lexíurnar mínar en þegar bjallan hringir krefst ég þess að þau hætti undir eins. Þau verða að slökkva og kveikja á sér eins og ljósrofa. Út- og innhringingar bólusetja hvert viðfangsefni fyrir áhuga.“ „Fjórða lexían sem ég kenni er tilfinningalegt ósjálfstæði. Með stjörnum og fýlukörlum, verðlaunum, hrósi og skömmum, kenni ég börnum að láta vilja sinn af hendi til yfirvaldsins. Hvaða yfirvald sem er má úthluta eða svipta börnin réttindum, og það án áfrýjunar, af því að réttindi eru ekki sjálfgefin í skólum, ekki einu sinni tjáningarfrelsi.“ „Fimmta lexían sem ég kenni er vitsmunalegt ósjálfstæði. „Góðu“ börnin hugsa það sem ég set þeim fyrir með lágmarks mótþróa og sýna viðeigandi áhuga. Sem betur fer eru til margreyndar aðferðir til að brjóta vilja þeirra sem streitast á móti. Gott fólk bíður eftir sérfræðingum til að segja sér hvað skal gera. Þetta er mikilvægasta lexían sem ég kenni.“ „Sjötta lexían sem ég kenni er skammtað sjálfsálit. Ég kenni að sjálfsvirðing krakka skuli vera háð áliti sérfræðinga. Lexía prófa og einkunna er að börn skuli ekki treysta sjálfum sér eða foreldrum sínum, í staðinn skulu þau setja traust sitt á mat löggiltra sérfræðinga. Fólk verður að heyra það frá öðrum hvers virði það er.“ „Sjöunda lexían sem ég kenni er að maður getur sig hvergi falið. Tilgangur stöðugs eftirlits og að meina börnum tíma með sjálfum sér er sá að kenna að engum sé hægt að treysta, að einkalíf sé ekki réttlætanlegt. Fylgjast verður grannt með börnum ef þú vilt hafa samfélag undir þröngskorðaðri miðstýringu.“ Það eru til mörg skipulög á námi barna og unglinga sem gera kennurum og nemendum auðveldara og ánægjulegra að öðlast menntun og þroska. Hættum að berja á kennurum og sameinumst um að breyta kerfinu. Styðjum kennara sem skilja og vilja innleiða betra skipulag í skólum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Sjá meira
Þeir sem skilja að skipulag skólakerfis ekki síður en námsefni ákvarðar hvaða lexíur nemendur læra, þeir sjá að skipulag prússneskra almúgaskóla sem var hannað upp úr átján hundruð til að móta einstaklinga svo þeir tækju skilyrðislaust við skipunum er ekki heppilegt til að hjálpa börnum að þroskast á heilbrigðan hátt. Langflestir kennarar eru allir af vilja gerðir. Þeir berjast í bökkum við að hjálpa börnunum okkar innan skólakerfis að prússneskri forskrift sem var hönnuð til að bæla forvitni, frumkvæði og sjálfstæði nemenda. Einn mest verðlaunaði kennari Bandaríkjanna, John Taylor Gatto, útskýrði í ræðunni „Sjö lexíu skólakennarinn“ hvaða lexíur þetta rótgróna prússneska skipulag kenndi nemendum í raun og veru. Ræðuna flutti hann þegar hann tók við verðlaunum sem besti kennari ársins í New York-fylki. Verðlaunin og árangur nemenda sinna tileinkaði hann mótaðgerðum sem hann beitti til að forða nemendum sínum að nokkru leyti frá skaðsemi kerfisins. Hann hóf ræðuna á þessum orðum: „Ykkur er frjálst að líta á þessar lexíur eins og ykkur sýnist, en trúið mér þegar ég segi að þessari kynningu er ekki ætlað að vera kaldhæðnisleg. Þetta er það sem ég kenni, þetta er það sem þið borgið mér fyrir að kenna. Dragið ykkar eigin lærdóm af því.“ „Fyrsta lexían sem ég kenni er ringulreið. Jafnvel í bestu skólunum leiðir ítarleg athugun á námsskrá í ljós bæði skort á samhengi og fjölda innri mótsagna. Tilgangur, en ekki samhengislausar staðreyndir, er það sem geðheilar manneskjur leita að.“ „Önnur lexían sem ég kenni er bekkjaflokkun. Mitt hlutverk er að fá nemendur til að láta sér vel líka að vera lokuð inni með öðrum börnum eða að minnsta kosti láta það yfir sig ganga. Lexía bekkjaflokkunar er sú að allir eiga heima á sínum stað í valdapýramídanum.“ „Þriðja lexían sem ég kenni er áhugaleysi. Ég geri þetta með því að krefjast þess að börnin sökkvi sér niður í lexíurnar mínar en þegar bjallan hringir krefst ég þess að þau hætti undir eins. Þau verða að slökkva og kveikja á sér eins og ljósrofa. Út- og innhringingar bólusetja hvert viðfangsefni fyrir áhuga.“ „Fjórða lexían sem ég kenni er tilfinningalegt ósjálfstæði. Með stjörnum og fýlukörlum, verðlaunum, hrósi og skömmum, kenni ég börnum að láta vilja sinn af hendi til yfirvaldsins. Hvaða yfirvald sem er má úthluta eða svipta börnin réttindum, og það án áfrýjunar, af því að réttindi eru ekki sjálfgefin í skólum, ekki einu sinni tjáningarfrelsi.“ „Fimmta lexían sem ég kenni er vitsmunalegt ósjálfstæði. „Góðu“ börnin hugsa það sem ég set þeim fyrir með lágmarks mótþróa og sýna viðeigandi áhuga. Sem betur fer eru til margreyndar aðferðir til að brjóta vilja þeirra sem streitast á móti. Gott fólk bíður eftir sérfræðingum til að segja sér hvað skal gera. Þetta er mikilvægasta lexían sem ég kenni.“ „Sjötta lexían sem ég kenni er skammtað sjálfsálit. Ég kenni að sjálfsvirðing krakka skuli vera háð áliti sérfræðinga. Lexía prófa og einkunna er að börn skuli ekki treysta sjálfum sér eða foreldrum sínum, í staðinn skulu þau setja traust sitt á mat löggiltra sérfræðinga. Fólk verður að heyra það frá öðrum hvers virði það er.“ „Sjöunda lexían sem ég kenni er að maður getur sig hvergi falið. Tilgangur stöðugs eftirlits og að meina börnum tíma með sjálfum sér er sá að kenna að engum sé hægt að treysta, að einkalíf sé ekki réttlætanlegt. Fylgjast verður grannt með börnum ef þú vilt hafa samfélag undir þröngskorðaðri miðstýringu.“ Það eru til mörg skipulög á námi barna og unglinga sem gera kennurum og nemendum auðveldara og ánægjulegra að öðlast menntun og þroska. Hættum að berja á kennurum og sameinumst um að breyta kerfinu. Styðjum kennara sem skilja og vilja innleiða betra skipulag í skólum landsins.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun