Íbúalýðræði Gestur Svavarsson skrifar 3. september 2011 06:00 Það er ergilegt þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fram rökfærslu sem ekki stenst, eða þvætting sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það gildir líka um bæjarfulltrúann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur. Hún skrifaði á dögunum um íbúalýðræði. Í fyrsta lagi heldur hún því fram að íbúalýðræði, ákvæði um 25% hafi verið tekið upp í tengslum við álversstækkunina. Það er alls ekki rétt. Það ákvæði var sett inn vegna yfirgangs meirihluta Sjálfstæðisflokksins vegna skipulags á Hörðuvöllum á sínum tíma, af Samfylkingunni. Vinstri græn áttu þá ekki bæjarfulltrúa í bæjarstjórn en félagið beitti sér mjög fyrir því að kosningin um álversstækkunina færi fram, eins og síðar varð. Síðar segir hún réttilega að fjöldi bæjarbúa hafi safnað undirskriftum fyrir endurtekinni kosningu. Sjálfstæðisflokkurinn með ósættinuÞá var úr vöndu að ráða. Í fyrsta lagi var óljóst hvort álverið hefði nokkurn hug á að stækka í samræmi við þá deiliskipulagstillögu sem kosið var um á sínum tíma. Í öðru lagi er alls ekki víst að forsendur standist, ótal margt hefur breyst í umhverfinu og ekki víst að það umhverfismat sem lá að baki fyrri stækkunarhugmyndum ætti við vegna þess. Í þriðja lagi, sem er jú mikilvægast, þá er hæpið að það standist lög og rétt að hægt sé að kjósa um mál sem varða þriðja aðila. Þannig gæti ég til dæmis safnað undir-skriftum fyrir því að Rósa mætti hækka húsið sitt um eina hæð, á meðan Rósa hefði hins vegar ekki neinn sérstakan áhuga á því. Það sjá allir hvílík fásinna það væri. Það sýndi sig í sameiginlegri yfirlýsingu Alcan og Hafnarfjarðarbæjar að aðilar eru sammála um að ekki sé tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun álversins. Sú niðurstaða er fengin í sátt við fyrirtækið, og er niðurstaða þess, engu síður en bæjarstjórnar. Ég skil ekki af hverju bæjarfulltrúinn kýs að setja sig upp á móti sáttinni og með ósættinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er ergilegt þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fram rökfærslu sem ekki stenst, eða þvætting sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það gildir líka um bæjarfulltrúann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur. Hún skrifaði á dögunum um íbúalýðræði. Í fyrsta lagi heldur hún því fram að íbúalýðræði, ákvæði um 25% hafi verið tekið upp í tengslum við álversstækkunina. Það er alls ekki rétt. Það ákvæði var sett inn vegna yfirgangs meirihluta Sjálfstæðisflokksins vegna skipulags á Hörðuvöllum á sínum tíma, af Samfylkingunni. Vinstri græn áttu þá ekki bæjarfulltrúa í bæjarstjórn en félagið beitti sér mjög fyrir því að kosningin um álversstækkunina færi fram, eins og síðar varð. Síðar segir hún réttilega að fjöldi bæjarbúa hafi safnað undirskriftum fyrir endurtekinni kosningu. Sjálfstæðisflokkurinn með ósættinuÞá var úr vöndu að ráða. Í fyrsta lagi var óljóst hvort álverið hefði nokkurn hug á að stækka í samræmi við þá deiliskipulagstillögu sem kosið var um á sínum tíma. Í öðru lagi er alls ekki víst að forsendur standist, ótal margt hefur breyst í umhverfinu og ekki víst að það umhverfismat sem lá að baki fyrri stækkunarhugmyndum ætti við vegna þess. Í þriðja lagi, sem er jú mikilvægast, þá er hæpið að það standist lög og rétt að hægt sé að kjósa um mál sem varða þriðja aðila. Þannig gæti ég til dæmis safnað undir-skriftum fyrir því að Rósa mætti hækka húsið sitt um eina hæð, á meðan Rósa hefði hins vegar ekki neinn sérstakan áhuga á því. Það sjá allir hvílík fásinna það væri. Það sýndi sig í sameiginlegri yfirlýsingu Alcan og Hafnarfjarðarbæjar að aðilar eru sammála um að ekki sé tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun álversins. Sú niðurstaða er fengin í sátt við fyrirtækið, og er niðurstaða þess, engu síður en bæjarstjórnar. Ég skil ekki af hverju bæjarfulltrúinn kýs að setja sig upp á móti sáttinni og með ósættinu.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun