Kostnaðarsamur leki fyrir þjóðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. september 2011 06:00 Í Fréttablaðinu mánudaginn 12. september fjallar einn af blaðamönnum blaðsins (innanbúðarmaður úr VG) um fangelsismál. Þar nýtur blaðamaðurinn tengsla sinna við ráðherra fangelsismála og birtir upplýsingar um yfirlýstan kostnað vegna uppbyggingar nýs fangelsi á Hólmsheiði í samanburði við viðbyggingu á Litla-Hrauni. Jafnframt klippir blaðamaðurinn inn í frétt sína stöku setningar einstakra þingmanna (þ.m.t. undirritaðs) úr umræðu um fangelsismál. Þetta gerir blaðamaðurinn án þess að hafa á nokkrum tíma borið þessar upplýsingar undir þingmennina. Upplýsingar þessar eru að sögn fengnar frá sérfræðingum úr ráðuneytinu. Á sama tíma hefur sá sem þetta ritar óskað eftir öllum upplýsingum um kostnað og samanburð einstakra verkefna en ekki fengið. Ráðherra hefur margboðið að senda allar upplýsingar – en engar eru efndirnar. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hefur fyrir hönd allra þingmanna kjördæmisins óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða málefnið í þaula – en ekki fengið svar. Það er sláandi að á sama tíma og þingmenn fá ekki upplýsingar til að geta sett sig inn í málið – vegið og metið kosti, galla og kostnað við mismunandi kosti – að þá leka út úr ráðuneytinu einhverjar upplýsingar sem væntanlega fyrir tilviljun virðist passa ráðherra og skoðunum hans einstaklega vel. SpurningarnarEf við skoðum málið í heild þá eru á því nokkrir ólíkir fletir. Mismunandi verkefni sem þarf að leysa úr. Ekki er augljóst að með sömu uppbyggingunni verði leyst úr öllum vandamálunum samtímis. Eitt er t.d. skammtíma gæsluvarðhald. Í mínum huga er skýrt að til lengri tíma er mestur sparnaður fólginn í að slíkt gæsluvarðhald verði á einstökum lögreglustöðvum og það stærsta þar með á Hverfisgötunni í Reykjavík. Það mun alltaf taka tíma og hafa þar með kostnaðarauka í för með sér sé það langt frá lögreglustöð – Hólmsheiði, Litla-Hrauni eða annars staðar. Annað úrlausnarefni er að upplýsa hver sé þörfin fyrir langtíma gæsluvarðhald og öryggisfangelsi. Hversu mörg pláss þarf ásamt kostum þess og göllum að hafa það sér eins og í Noregi t.a.m. eða nýta sameiginlega aðstöðu eins og er fyrir hendi á Litla-Hrauni til dæmis. Þá hefur verið ljóst lengi að endurnýja þarf aðstöðu fyrir kvennafangelsi og jafnframt að fjölga mismunandi úrræðum t.d. vegna langs biðtíma þeirra sem bíða innköllunar vegna fjársekta. Leki eða þarfagreining?Nauðsynlegt er að fá fram ítarlega þarfagreiningu á ólíkum úrræðum og hvaða kostir bjóðast til að leysa mismunandi verkefni/vandamál. Einn hluti þess er kostnaðargreining sem eitthvað er að marka. Það er ekki boðlegt að fara fram með innanbúðarskýrslu úr ráðuneytinu – leka henni í fjölmiðla þar sem einn meginkostnaðarliðurinn er aukinn ferðakostnaður. Þau rök hafa verið marghrakin og margoft verið mótmælt af aðilum sem vita betur. Einnig má benda á að sömu rök mætti nota um kostnaðarauka heilbrigðisstofnana, sjúklinga, vanfærra kvenna og aðstandenda þeirra bara með öfugum formerkjum þ.e.a.s. akstur í hina áttina. Áður en menn taka ákvörðun um að hefja framkvæmdir við nýtt öryggis- og gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir 56 fanga upp á tvo til 2,5 milljarða króna er skynsamlegra að setjast yfir það með opnum huga hvað þarf til. Í því sambandi er rétt að benda á að stofnkostnaður við nýtt 100 herbergja lúxushótel er einn milljarður. Það er löngu tímabært að leysa fjölmörg úrlausnarefni á sviði fangelsismála. Krafan hlýtur hins vegar að vera sú að rétt og löglega sé staðið að ákvarðanatöku og vandað til verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðanir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu mánudaginn 12. september fjallar einn af blaðamönnum blaðsins (innanbúðarmaður úr VG) um fangelsismál. Þar nýtur blaðamaðurinn tengsla sinna við ráðherra fangelsismála og birtir upplýsingar um yfirlýstan kostnað vegna uppbyggingar nýs fangelsi á Hólmsheiði í samanburði við viðbyggingu á Litla-Hrauni. Jafnframt klippir blaðamaðurinn inn í frétt sína stöku setningar einstakra þingmanna (þ.m.t. undirritaðs) úr umræðu um fangelsismál. Þetta gerir blaðamaðurinn án þess að hafa á nokkrum tíma borið þessar upplýsingar undir þingmennina. Upplýsingar þessar eru að sögn fengnar frá sérfræðingum úr ráðuneytinu. Á sama tíma hefur sá sem þetta ritar óskað eftir öllum upplýsingum um kostnað og samanburð einstakra verkefna en ekki fengið. Ráðherra hefur margboðið að senda allar upplýsingar – en engar eru efndirnar. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hefur fyrir hönd allra þingmanna kjördæmisins óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða málefnið í þaula – en ekki fengið svar. Það er sláandi að á sama tíma og þingmenn fá ekki upplýsingar til að geta sett sig inn í málið – vegið og metið kosti, galla og kostnað við mismunandi kosti – að þá leka út úr ráðuneytinu einhverjar upplýsingar sem væntanlega fyrir tilviljun virðist passa ráðherra og skoðunum hans einstaklega vel. SpurningarnarEf við skoðum málið í heild þá eru á því nokkrir ólíkir fletir. Mismunandi verkefni sem þarf að leysa úr. Ekki er augljóst að með sömu uppbyggingunni verði leyst úr öllum vandamálunum samtímis. Eitt er t.d. skammtíma gæsluvarðhald. Í mínum huga er skýrt að til lengri tíma er mestur sparnaður fólginn í að slíkt gæsluvarðhald verði á einstökum lögreglustöðvum og það stærsta þar með á Hverfisgötunni í Reykjavík. Það mun alltaf taka tíma og hafa þar með kostnaðarauka í för með sér sé það langt frá lögreglustöð – Hólmsheiði, Litla-Hrauni eða annars staðar. Annað úrlausnarefni er að upplýsa hver sé þörfin fyrir langtíma gæsluvarðhald og öryggisfangelsi. Hversu mörg pláss þarf ásamt kostum þess og göllum að hafa það sér eins og í Noregi t.a.m. eða nýta sameiginlega aðstöðu eins og er fyrir hendi á Litla-Hrauni til dæmis. Þá hefur verið ljóst lengi að endurnýja þarf aðstöðu fyrir kvennafangelsi og jafnframt að fjölga mismunandi úrræðum t.d. vegna langs biðtíma þeirra sem bíða innköllunar vegna fjársekta. Leki eða þarfagreining?Nauðsynlegt er að fá fram ítarlega þarfagreiningu á ólíkum úrræðum og hvaða kostir bjóðast til að leysa mismunandi verkefni/vandamál. Einn hluti þess er kostnaðargreining sem eitthvað er að marka. Það er ekki boðlegt að fara fram með innanbúðarskýrslu úr ráðuneytinu – leka henni í fjölmiðla þar sem einn meginkostnaðarliðurinn er aukinn ferðakostnaður. Þau rök hafa verið marghrakin og margoft verið mótmælt af aðilum sem vita betur. Einnig má benda á að sömu rök mætti nota um kostnaðarauka heilbrigðisstofnana, sjúklinga, vanfærra kvenna og aðstandenda þeirra bara með öfugum formerkjum þ.e.a.s. akstur í hina áttina. Áður en menn taka ákvörðun um að hefja framkvæmdir við nýtt öryggis- og gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir 56 fanga upp á tvo til 2,5 milljarða króna er skynsamlegra að setjast yfir það með opnum huga hvað þarf til. Í því sambandi er rétt að benda á að stofnkostnaður við nýtt 100 herbergja lúxushótel er einn milljarður. Það er löngu tímabært að leysa fjölmörg úrlausnarefni á sviði fangelsismála. Krafan hlýtur hins vegar að vera sú að rétt og löglega sé staðið að ákvarðanatöku og vandað til verka.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun