Ríkið misskilur sig 16. september 2011 06:00 Nýlega varð konu það á að segja í yfirheyrslum að hún hefði misskilið sjálfa sig. Þetta orðalag vakti kátínu í netheimum og meðal áhugaheimspekinga. Á heimspekikaffihúsi var varpað fram spurningunni „er hægt að misskilja sjálfan sig?“. Eins og svo oft áður var niðurstaðan sú að svarið væri ansi háð því hvað átt væri við. Kannski má misskilja eða skorta fulla vitneskju um hvað maður átti við í fortíðinni. Þá væri hugsanlegt að misskilningur komi upp á milli mismunandi hluta sjálfsins, eða skilning skorti á eigin eiginleikum. Ef ómeðvitað er lokað fyrir upplýsingar eða þær síaðar gæti það leitt til misskilnings. Er hægt að bera persónu saman við ríkið? Við viljum helst að ríkisvaldið, Alþingi, embættismannakerfið og ráðuneytin séu samkvæm sjálfum sér og hvert öðru í orði og gerðum. Helst eiga þau ekki að vinna gegn yfirlýstum markmiðum sínum. En ríkið misskilur sjálft sig. Ríkið misskilur hjólreiðar Á sviði grænna og heilbrigðra samgangna er töluvert um að yfirvöld misskilji sig sjálf. Bæði ríki og sveitarfélög koma með flottar yfirlýsingar um auknar hjólreiðar og almenningssamgöngur, en nefna reyndar furðu sjaldan göngu sem samgöngumáta þó nærri 100% landsmanna gangi daglega styttri eða lengri leiðir. En hér skal sjónum samt beint að hjólreiðum. Á sviði hjólreiða misskilur ríkið sig og sama gildir um sveitarfélögin. Rétt eins og með einstaklinga má leiða líkum að því að skortur á vitneskju um eigin eiginleika, og ágæti eigin aðgerða, sé hluti af skýringunni. Þegar misskilningurinn á eðli hjólreiða er á nokkrum sviðum, eykst ósamræmið. Hjólreiðar eru samgöngumáti sem er í miklum vexti víða um heim. New York, Sevilla, London, Dublin og stórborgir í Kína gera til dæmis mikið fyrir hjólreiðar þessa dagana. Íslensk yfirvöld virðast ekki hafa fylgst með þessari þróun. Fjálglega er talað um grænar samgöngur, að draga úr innflutningi á orkugjöfum, að bæta lýðheilsu, bæta borgarbraginn, vinna gegn umferðarteppum, mengun, umferðarslysum, draga úr sóun, hagræða í útgjöldum hins opinbera, fyrirtækja og heimila. Auknar hjólreiðar eru hluti af lausninni en yfirvöld virðast nánast ekki fatta tenginguna. Yfirvöld draga lappirnar eða eru lygilega svifasein varðandi alvöru átak í að auka hjólreiðar. Yfirvöld virðast ekki trúa rökum og ábendingum um lausnir eða loka eyrunum fyrir þeim og sía út það sem snýr að mögulegum breytingum á ferðamáta. Sveitarfélög, ráðuneyti og embættismenn eru jafnvel að setja og leggja til reglur sem draga úr aðgengi til hjólreiða. Þau misskilja sjálf sig og eigin stefnu og auka misrétti milli hjólreiða og annars samgöngumáta í stað þess að auka jafnræði. Í stað þess að fagna auknum hjólreiðum og styðja við þær með betri aðbúnaði eru Vegagerðin og sveitarfélögin enn að sniglast áfram með að nota fyrstu ríkisfjárveitingarnar til uppbyggingar fyrir hjólreiðar sem löggjafinn veitti loks fyrir um fjórum árum. Innlendar og erlendar opinberar skýrslur sýna að fjárfestingar í hjólreiðum skili sér margfalt til baka og skili hagnaði nokkuð hratt, ólíkt orkuskiptum í samgöngum þar sem mörg óvissuatriði eru til staðar. Samt er eins og trúin á hjólreiðar sé ekki næg til að réttlæta einu sinni jafnræði til handa notendum reiðhjóla. Menn stefna að því að niðurgreiða „grænni“ bíla, veita áfram skattfrjálsa ökutækjastyrki og niðurgreiða bílastæði, en vilja á sama tíma ekki undanskilja reiðhjól, reiðhjólaviðgerðir eða samgöngustyrki, sem hvetja fólk til að nota annan fararmáta en einkabílinn, frá neinum sköttum. Ekki er heldur hvatt til aukinna hjólreiða í gegnum skattakerfið eins og tíðkast t.d. í Bretlandi. Opnar hjólaráðstefna samskiptin upp á gátt? Að sjálfsögðu eru líka mörg jákvæð teikn í loftinu, og nokkur skref stigin í rétta átt, líka hjá hinu opinbera. Í ár markast upphaf Samgönguviku 16. september af heilsdags ráðstefnu um samgönguhjólreiðar. Ráðstefnan verður haldin í Iðnó undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“. Innanríkisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa boðað komu sína í pontu ásamt fleira góðu fólki. Ráðstefnan er frekar hógvær í sniðum en samt meðal þeirra metnaðarfyllstu um hjólreiðar á Íslandi hingað til. Þrír erlendir fyrirlesarar mæta, þar af tveir sem eru tengdir hjólasendiráðum Hollands og Danmerkur. Föstudaginn 16. september gefst tækifæri til að hefja vegferð til hugarfars þar sem hjólreiðar eru metnar að verðleikum sem mjög svo raunhæfur og hagkvæmur hluti af lausninni við mörgum af helstu vandamálunum sem samfélagið glímir við í dag. Lausn sem um leið veitir gleði og skapar nánd og manneskjulegra samfélag. Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er á vef Landssamtaka hjólreiðamanna; LHM.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega varð konu það á að segja í yfirheyrslum að hún hefði misskilið sjálfa sig. Þetta orðalag vakti kátínu í netheimum og meðal áhugaheimspekinga. Á heimspekikaffihúsi var varpað fram spurningunni „er hægt að misskilja sjálfan sig?“. Eins og svo oft áður var niðurstaðan sú að svarið væri ansi háð því hvað átt væri við. Kannski má misskilja eða skorta fulla vitneskju um hvað maður átti við í fortíðinni. Þá væri hugsanlegt að misskilningur komi upp á milli mismunandi hluta sjálfsins, eða skilning skorti á eigin eiginleikum. Ef ómeðvitað er lokað fyrir upplýsingar eða þær síaðar gæti það leitt til misskilnings. Er hægt að bera persónu saman við ríkið? Við viljum helst að ríkisvaldið, Alþingi, embættismannakerfið og ráðuneytin séu samkvæm sjálfum sér og hvert öðru í orði og gerðum. Helst eiga þau ekki að vinna gegn yfirlýstum markmiðum sínum. En ríkið misskilur sjálft sig. Ríkið misskilur hjólreiðar Á sviði grænna og heilbrigðra samgangna er töluvert um að yfirvöld misskilji sig sjálf. Bæði ríki og sveitarfélög koma með flottar yfirlýsingar um auknar hjólreiðar og almenningssamgöngur, en nefna reyndar furðu sjaldan göngu sem samgöngumáta þó nærri 100% landsmanna gangi daglega styttri eða lengri leiðir. En hér skal sjónum samt beint að hjólreiðum. Á sviði hjólreiða misskilur ríkið sig og sama gildir um sveitarfélögin. Rétt eins og með einstaklinga má leiða líkum að því að skortur á vitneskju um eigin eiginleika, og ágæti eigin aðgerða, sé hluti af skýringunni. Þegar misskilningurinn á eðli hjólreiða er á nokkrum sviðum, eykst ósamræmið. Hjólreiðar eru samgöngumáti sem er í miklum vexti víða um heim. New York, Sevilla, London, Dublin og stórborgir í Kína gera til dæmis mikið fyrir hjólreiðar þessa dagana. Íslensk yfirvöld virðast ekki hafa fylgst með þessari þróun. Fjálglega er talað um grænar samgöngur, að draga úr innflutningi á orkugjöfum, að bæta lýðheilsu, bæta borgarbraginn, vinna gegn umferðarteppum, mengun, umferðarslysum, draga úr sóun, hagræða í útgjöldum hins opinbera, fyrirtækja og heimila. Auknar hjólreiðar eru hluti af lausninni en yfirvöld virðast nánast ekki fatta tenginguna. Yfirvöld draga lappirnar eða eru lygilega svifasein varðandi alvöru átak í að auka hjólreiðar. Yfirvöld virðast ekki trúa rökum og ábendingum um lausnir eða loka eyrunum fyrir þeim og sía út það sem snýr að mögulegum breytingum á ferðamáta. Sveitarfélög, ráðuneyti og embættismenn eru jafnvel að setja og leggja til reglur sem draga úr aðgengi til hjólreiða. Þau misskilja sjálf sig og eigin stefnu og auka misrétti milli hjólreiða og annars samgöngumáta í stað þess að auka jafnræði. Í stað þess að fagna auknum hjólreiðum og styðja við þær með betri aðbúnaði eru Vegagerðin og sveitarfélögin enn að sniglast áfram með að nota fyrstu ríkisfjárveitingarnar til uppbyggingar fyrir hjólreiðar sem löggjafinn veitti loks fyrir um fjórum árum. Innlendar og erlendar opinberar skýrslur sýna að fjárfestingar í hjólreiðum skili sér margfalt til baka og skili hagnaði nokkuð hratt, ólíkt orkuskiptum í samgöngum þar sem mörg óvissuatriði eru til staðar. Samt er eins og trúin á hjólreiðar sé ekki næg til að réttlæta einu sinni jafnræði til handa notendum reiðhjóla. Menn stefna að því að niðurgreiða „grænni“ bíla, veita áfram skattfrjálsa ökutækjastyrki og niðurgreiða bílastæði, en vilja á sama tíma ekki undanskilja reiðhjól, reiðhjólaviðgerðir eða samgöngustyrki, sem hvetja fólk til að nota annan fararmáta en einkabílinn, frá neinum sköttum. Ekki er heldur hvatt til aukinna hjólreiða í gegnum skattakerfið eins og tíðkast t.d. í Bretlandi. Opnar hjólaráðstefna samskiptin upp á gátt? Að sjálfsögðu eru líka mörg jákvæð teikn í loftinu, og nokkur skref stigin í rétta átt, líka hjá hinu opinbera. Í ár markast upphaf Samgönguviku 16. september af heilsdags ráðstefnu um samgönguhjólreiðar. Ráðstefnan verður haldin í Iðnó undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“. Innanríkisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa boðað komu sína í pontu ásamt fleira góðu fólki. Ráðstefnan er frekar hógvær í sniðum en samt meðal þeirra metnaðarfyllstu um hjólreiðar á Íslandi hingað til. Þrír erlendir fyrirlesarar mæta, þar af tveir sem eru tengdir hjólasendiráðum Hollands og Danmerkur. Föstudaginn 16. september gefst tækifæri til að hefja vegferð til hugarfars þar sem hjólreiðar eru metnar að verðleikum sem mjög svo raunhæfur og hagkvæmur hluti af lausninni við mörgum af helstu vandamálunum sem samfélagið glímir við í dag. Lausn sem um leið veitir gleði og skapar nánd og manneskjulegra samfélag. Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er á vef Landssamtaka hjólreiðamanna; LHM.is
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun