Í dag erum við öll Sandgerðingar 28. september 2011 06:00 Litli drengurinn er dáinn. Eftir sitjum við hin agndofa og reynum að skilja hvernig það má vera að hann sé horfinn frá okkur og komi aldrei aftur. Við reynum að setja okkur í spor foreldranna og fjölskyldunnar sem eftir situr og það setur að okkur óhug. Það ætti enginn að þurfa að jarða börnin sín. Ég held að flest okkar sem heyrðu fréttirnar úr Sandgerði hafi einnig hugsað hvernig í ósköpunum það megi vera að ungum dreng líði svo illa að hann telji sér enga útgönguleið færa nema að taka eigið líf. Við þá hugsun er stutt í reiðina og leitina að sökudólg. Það er ekki nema eðlilegt að hugsa til þess hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega andlát. Hefði félagsþjónustan getað gert eitthvað betur? Hefði skólinn getað gert eitthvað? Hefði heilbrigðiskerfið getað gripið inn í? Svo mætti lengi telja. Þessar spurningar eru eðlilegar, en það er óviðeigandi og ósanngjarnt að setja niður sök hjá þeim sem ekki eiga það skilið og að óathuguðu máli. Með því er verið að auka á sársaukann og sorgina og höggva þar sem síst skyldi. Stundum tekst einfaldlega ekki að bjarga mannslífum þótt til þess sé góður vilji og allt hafi verið gert rétt. Ég vil leyfa mér að nefna hér sérstaklega samhentan hóp kennara og starfsfólks í Sandgerðisskóla, en mér finnst skólinn ekki hafa notið sannmælis í umræðu síðustu daga. Sandgerðisskóli hefur orð á sér fyrir að taka vel á eineltismálum og sinna vel þeim börnum sem eiga um sárt að binda og minna mega sín. Sem fagmaður hef ég oft nefnt að Sandgerðisskóli væri öðrum skólum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Í dag er skólinn í sárum. Þrátt fyrir metnaðarfulla vinnu eftir þeim aðferðum sem vitað er að virka best, sitja börnin og starfsfólk skólans hnípin eftir í sársaukanum og syrgja góðan dreng. Ég á mér þá ósk heitasta að við heiðrum minningu Sandgerðingsins unga með því að við strengjum þess heit að verða betri í að gæta þeirra sem líður ekki vel og sinna betur þeim sem um sárt eiga að binda. Við skulum reyna að verða betri manneskjur og lifa lífinu með virðingu. Það eru drengnum verðug eftirmæli. Umræðan næstu daga þarf að vera skynsamleg og hófstillt og það skulum við kappkosta. Foreldrum drengsins, fjölskyldu, skólasystkinum, skólafólki og Sandgerðingum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Í dag erum við öll Sandgerðingar. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Sjá meira
Litli drengurinn er dáinn. Eftir sitjum við hin agndofa og reynum að skilja hvernig það má vera að hann sé horfinn frá okkur og komi aldrei aftur. Við reynum að setja okkur í spor foreldranna og fjölskyldunnar sem eftir situr og það setur að okkur óhug. Það ætti enginn að þurfa að jarða börnin sín. Ég held að flest okkar sem heyrðu fréttirnar úr Sandgerði hafi einnig hugsað hvernig í ósköpunum það megi vera að ungum dreng líði svo illa að hann telji sér enga útgönguleið færa nema að taka eigið líf. Við þá hugsun er stutt í reiðina og leitina að sökudólg. Það er ekki nema eðlilegt að hugsa til þess hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega andlát. Hefði félagsþjónustan getað gert eitthvað betur? Hefði skólinn getað gert eitthvað? Hefði heilbrigðiskerfið getað gripið inn í? Svo mætti lengi telja. Þessar spurningar eru eðlilegar, en það er óviðeigandi og ósanngjarnt að setja niður sök hjá þeim sem ekki eiga það skilið og að óathuguðu máli. Með því er verið að auka á sársaukann og sorgina og höggva þar sem síst skyldi. Stundum tekst einfaldlega ekki að bjarga mannslífum þótt til þess sé góður vilji og allt hafi verið gert rétt. Ég vil leyfa mér að nefna hér sérstaklega samhentan hóp kennara og starfsfólks í Sandgerðisskóla, en mér finnst skólinn ekki hafa notið sannmælis í umræðu síðustu daga. Sandgerðisskóli hefur orð á sér fyrir að taka vel á eineltismálum og sinna vel þeim börnum sem eiga um sárt að binda og minna mega sín. Sem fagmaður hef ég oft nefnt að Sandgerðisskóli væri öðrum skólum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Í dag er skólinn í sárum. Þrátt fyrir metnaðarfulla vinnu eftir þeim aðferðum sem vitað er að virka best, sitja börnin og starfsfólk skólans hnípin eftir í sársaukanum og syrgja góðan dreng. Ég á mér þá ósk heitasta að við heiðrum minningu Sandgerðingsins unga með því að við strengjum þess heit að verða betri í að gæta þeirra sem líður ekki vel og sinna betur þeim sem um sárt eiga að binda. Við skulum reyna að verða betri manneskjur og lifa lífinu með virðingu. Það eru drengnum verðug eftirmæli. Umræðan næstu daga þarf að vera skynsamleg og hófstillt og það skulum við kappkosta. Foreldrum drengsins, fjölskyldu, skólasystkinum, skólafólki og Sandgerðingum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Í dag erum við öll Sandgerðingar. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun