Skjaldborg um verðtrygginguna Ásmundur Einar Daðason skrifar 30. september 2011 06:00 Eitt þeirra mála sem Alþingi afgreiddi nú í september var frumvarp sem gerir Íbúðalánasjóði kleift að bjóða upp á óverðtryggð útlán og jafnframt að veita sjóðnum heimild til að slík útlán beri breytilega vexti. Mikil samstaða var á þingi um þetta mál. Hins vegar er mikilvægt að fram komi að hér er aðeins um mjög lítið skref að ræða og ekki er tekið á því vandamáli sem verðtryggingin hefur þegar valdið heimilum og fyrirtækjum. Tekur ekki á vandanumÁður en Íbúðalánasjóður getur boðið upp á óverðtryggð útlán þarf sjóðurinn að vinna sig út úr verðtryggingunni. Í fyrstu þarf sjóðurinn að kanna möguleika á útgáfu óverðtryggðra skuldabréfaflokka. Sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta gegnum lífeyrissjóðina (70%) og stærstur hluti þessarar fjármögnunar er í formi verðtryggðra skuldabréfa sem eru án uppgreiðsluheimilda. Af u.þ.b. 800 milljarða útlánasafni sjóðsins eru einungis tæpir 40 milljarðar sem hægt er að greiða upp strax, afganginn er ekki hægt að greiða upp fyrr en að 25 árum liðnum. Íbúðalánasjóður þarf því að ná samningum við lífeyrissjóðina um uppgreiðslu á þessum verðtryggðu bréfum og nýrri fjármögnun í formi óverðtryggðra bréfa. Vinna við þetta er á byrjunarstigi sem þýðir að óverðtryggð fasteignalán eru ekki handan við hornið eins og margir hafa látið í veðri vaka. Auk þess verður ekki hægt að bjóða þeim sem þegar hafa tekið verðtryggð lán að breyta þeim í óverðtryggð. Að því sögðu vakna spurningar um hvernig þessi aðgerð taki á vandanum sem verðtryggingin veldur mánaðarlega hjá þúsundum fjölskylda. Þak á verðtrygginguna strax!Heimild til að lána óverðtryggt tekur ekki á vanda þeirra sem í dag eru með verðtryggð lán sem hækka gríðarlega um hver mánaðamót. Í ljósi þungrar skuldabyrði heimilanna eru litlir möguleikar hjá fólki að fara úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð húsnæðislán. Af þessum sökum ætti það að vera forgangsverkefni að setja þak á verðtrygginguna á ársgrundvelli sem miðast við verðbólgumark Seðlabankans með þolmörkum. Framsóknarflokkurinn lagði þetta til strax haustið 2009 en því miður hefur tillagan ekki náð fram að ganga. Þakið yrði fyrsta raunverulega skrefið sem stigið yrði í þá átt að afnema verðtrygginguna. Samkvæmt útreikningum Marinós G. Njálssonar ráðgjafa hefur komið fram að ef 4% þak hefði verið á verðtryggingunni sl. 20 ár hefði raunávöxtun lífeyrissjóðanna náð að jafnaði 3,5% ávöxtun. Einnig er mikilvægt að ná fram raunvaxtalækkun fasteignalána. Staðreyndin er sú að raunvextir innlendra verðtryggðra húsnæðislána eru hærri heldur en þegar kemur að óverðtryggðum húsnæðislánum í nágrannalöndum okkar. Það er ljóst að slík vaxtalækkun mundi minnka greiðslubyrði íslenskra heimila mjög mikið. Miðað við þann tíma sem ríkisstjórnin hefur starfað og þær áherslur sem lagt var upp með þá vekur það furðu að ekki hafi verið lögð fram áætlun um afnám verðtryggingar og raunhæfar lausnir í þágu þeirra sem sitja uppi með verðtryggðar skuldir. Þvert á móti berast okkur ítrekað fréttir af því að tekin sé staða með fjármálastofnunum og erlendum kröfuhöfum. Um 30.000 manns hafa nú skorað á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða sambærilegum þeim sem fjallað er um hér að ofan. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Eitt þeirra mála sem Alþingi afgreiddi nú í september var frumvarp sem gerir Íbúðalánasjóði kleift að bjóða upp á óverðtryggð útlán og jafnframt að veita sjóðnum heimild til að slík útlán beri breytilega vexti. Mikil samstaða var á þingi um þetta mál. Hins vegar er mikilvægt að fram komi að hér er aðeins um mjög lítið skref að ræða og ekki er tekið á því vandamáli sem verðtryggingin hefur þegar valdið heimilum og fyrirtækjum. Tekur ekki á vandanumÁður en Íbúðalánasjóður getur boðið upp á óverðtryggð útlán þarf sjóðurinn að vinna sig út úr verðtryggingunni. Í fyrstu þarf sjóðurinn að kanna möguleika á útgáfu óverðtryggðra skuldabréfaflokka. Sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta gegnum lífeyrissjóðina (70%) og stærstur hluti þessarar fjármögnunar er í formi verðtryggðra skuldabréfa sem eru án uppgreiðsluheimilda. Af u.þ.b. 800 milljarða útlánasafni sjóðsins eru einungis tæpir 40 milljarðar sem hægt er að greiða upp strax, afganginn er ekki hægt að greiða upp fyrr en að 25 árum liðnum. Íbúðalánasjóður þarf því að ná samningum við lífeyrissjóðina um uppgreiðslu á þessum verðtryggðu bréfum og nýrri fjármögnun í formi óverðtryggðra bréfa. Vinna við þetta er á byrjunarstigi sem þýðir að óverðtryggð fasteignalán eru ekki handan við hornið eins og margir hafa látið í veðri vaka. Auk þess verður ekki hægt að bjóða þeim sem þegar hafa tekið verðtryggð lán að breyta þeim í óverðtryggð. Að því sögðu vakna spurningar um hvernig þessi aðgerð taki á vandanum sem verðtryggingin veldur mánaðarlega hjá þúsundum fjölskylda. Þak á verðtrygginguna strax!Heimild til að lána óverðtryggt tekur ekki á vanda þeirra sem í dag eru með verðtryggð lán sem hækka gríðarlega um hver mánaðamót. Í ljósi þungrar skuldabyrði heimilanna eru litlir möguleikar hjá fólki að fara úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð húsnæðislán. Af þessum sökum ætti það að vera forgangsverkefni að setja þak á verðtrygginguna á ársgrundvelli sem miðast við verðbólgumark Seðlabankans með þolmörkum. Framsóknarflokkurinn lagði þetta til strax haustið 2009 en því miður hefur tillagan ekki náð fram að ganga. Þakið yrði fyrsta raunverulega skrefið sem stigið yrði í þá átt að afnema verðtrygginguna. Samkvæmt útreikningum Marinós G. Njálssonar ráðgjafa hefur komið fram að ef 4% þak hefði verið á verðtryggingunni sl. 20 ár hefði raunávöxtun lífeyrissjóðanna náð að jafnaði 3,5% ávöxtun. Einnig er mikilvægt að ná fram raunvaxtalækkun fasteignalána. Staðreyndin er sú að raunvextir innlendra verðtryggðra húsnæðislána eru hærri heldur en þegar kemur að óverðtryggðum húsnæðislánum í nágrannalöndum okkar. Það er ljóst að slík vaxtalækkun mundi minnka greiðslubyrði íslenskra heimila mjög mikið. Miðað við þann tíma sem ríkisstjórnin hefur starfað og þær áherslur sem lagt var upp með þá vekur það furðu að ekki hafi verið lögð fram áætlun um afnám verðtryggingar og raunhæfar lausnir í þágu þeirra sem sitja uppi með verðtryggðar skuldir. Þvert á móti berast okkur ítrekað fréttir af því að tekin sé staða með fjármálastofnunum og erlendum kröfuhöfum. Um 30.000 manns hafa nú skorað á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða sambærilegum þeim sem fjallað er um hér að ofan. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun