Skjaldborg um verðtrygginguna Ásmundur Einar Daðason skrifar 30. september 2011 06:00 Eitt þeirra mála sem Alþingi afgreiddi nú í september var frumvarp sem gerir Íbúðalánasjóði kleift að bjóða upp á óverðtryggð útlán og jafnframt að veita sjóðnum heimild til að slík útlán beri breytilega vexti. Mikil samstaða var á þingi um þetta mál. Hins vegar er mikilvægt að fram komi að hér er aðeins um mjög lítið skref að ræða og ekki er tekið á því vandamáli sem verðtryggingin hefur þegar valdið heimilum og fyrirtækjum. Tekur ekki á vandanumÁður en Íbúðalánasjóður getur boðið upp á óverðtryggð útlán þarf sjóðurinn að vinna sig út úr verðtryggingunni. Í fyrstu þarf sjóðurinn að kanna möguleika á útgáfu óverðtryggðra skuldabréfaflokka. Sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta gegnum lífeyrissjóðina (70%) og stærstur hluti þessarar fjármögnunar er í formi verðtryggðra skuldabréfa sem eru án uppgreiðsluheimilda. Af u.þ.b. 800 milljarða útlánasafni sjóðsins eru einungis tæpir 40 milljarðar sem hægt er að greiða upp strax, afganginn er ekki hægt að greiða upp fyrr en að 25 árum liðnum. Íbúðalánasjóður þarf því að ná samningum við lífeyrissjóðina um uppgreiðslu á þessum verðtryggðu bréfum og nýrri fjármögnun í formi óverðtryggðra bréfa. Vinna við þetta er á byrjunarstigi sem þýðir að óverðtryggð fasteignalán eru ekki handan við hornið eins og margir hafa látið í veðri vaka. Auk þess verður ekki hægt að bjóða þeim sem þegar hafa tekið verðtryggð lán að breyta þeim í óverðtryggð. Að því sögðu vakna spurningar um hvernig þessi aðgerð taki á vandanum sem verðtryggingin veldur mánaðarlega hjá þúsundum fjölskylda. Þak á verðtrygginguna strax!Heimild til að lána óverðtryggt tekur ekki á vanda þeirra sem í dag eru með verðtryggð lán sem hækka gríðarlega um hver mánaðamót. Í ljósi þungrar skuldabyrði heimilanna eru litlir möguleikar hjá fólki að fara úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð húsnæðislán. Af þessum sökum ætti það að vera forgangsverkefni að setja þak á verðtrygginguna á ársgrundvelli sem miðast við verðbólgumark Seðlabankans með þolmörkum. Framsóknarflokkurinn lagði þetta til strax haustið 2009 en því miður hefur tillagan ekki náð fram að ganga. Þakið yrði fyrsta raunverulega skrefið sem stigið yrði í þá átt að afnema verðtrygginguna. Samkvæmt útreikningum Marinós G. Njálssonar ráðgjafa hefur komið fram að ef 4% þak hefði verið á verðtryggingunni sl. 20 ár hefði raunávöxtun lífeyrissjóðanna náð að jafnaði 3,5% ávöxtun. Einnig er mikilvægt að ná fram raunvaxtalækkun fasteignalána. Staðreyndin er sú að raunvextir innlendra verðtryggðra húsnæðislána eru hærri heldur en þegar kemur að óverðtryggðum húsnæðislánum í nágrannalöndum okkar. Það er ljóst að slík vaxtalækkun mundi minnka greiðslubyrði íslenskra heimila mjög mikið. Miðað við þann tíma sem ríkisstjórnin hefur starfað og þær áherslur sem lagt var upp með þá vekur það furðu að ekki hafi verið lögð fram áætlun um afnám verðtryggingar og raunhæfar lausnir í þágu þeirra sem sitja uppi með verðtryggðar skuldir. Þvert á móti berast okkur ítrekað fréttir af því að tekin sé staða með fjármálastofnunum og erlendum kröfuhöfum. Um 30.000 manns hafa nú skorað á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða sambærilegum þeim sem fjallað er um hér að ofan. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt þeirra mála sem Alþingi afgreiddi nú í september var frumvarp sem gerir Íbúðalánasjóði kleift að bjóða upp á óverðtryggð útlán og jafnframt að veita sjóðnum heimild til að slík útlán beri breytilega vexti. Mikil samstaða var á þingi um þetta mál. Hins vegar er mikilvægt að fram komi að hér er aðeins um mjög lítið skref að ræða og ekki er tekið á því vandamáli sem verðtryggingin hefur þegar valdið heimilum og fyrirtækjum. Tekur ekki á vandanumÁður en Íbúðalánasjóður getur boðið upp á óverðtryggð útlán þarf sjóðurinn að vinna sig út úr verðtryggingunni. Í fyrstu þarf sjóðurinn að kanna möguleika á útgáfu óverðtryggðra skuldabréfaflokka. Sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta gegnum lífeyrissjóðina (70%) og stærstur hluti þessarar fjármögnunar er í formi verðtryggðra skuldabréfa sem eru án uppgreiðsluheimilda. Af u.þ.b. 800 milljarða útlánasafni sjóðsins eru einungis tæpir 40 milljarðar sem hægt er að greiða upp strax, afganginn er ekki hægt að greiða upp fyrr en að 25 árum liðnum. Íbúðalánasjóður þarf því að ná samningum við lífeyrissjóðina um uppgreiðslu á þessum verðtryggðu bréfum og nýrri fjármögnun í formi óverðtryggðra bréfa. Vinna við þetta er á byrjunarstigi sem þýðir að óverðtryggð fasteignalán eru ekki handan við hornið eins og margir hafa látið í veðri vaka. Auk þess verður ekki hægt að bjóða þeim sem þegar hafa tekið verðtryggð lán að breyta þeim í óverðtryggð. Að því sögðu vakna spurningar um hvernig þessi aðgerð taki á vandanum sem verðtryggingin veldur mánaðarlega hjá þúsundum fjölskylda. Þak á verðtrygginguna strax!Heimild til að lána óverðtryggt tekur ekki á vanda þeirra sem í dag eru með verðtryggð lán sem hækka gríðarlega um hver mánaðamót. Í ljósi þungrar skuldabyrði heimilanna eru litlir möguleikar hjá fólki að fara úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð húsnæðislán. Af þessum sökum ætti það að vera forgangsverkefni að setja þak á verðtrygginguna á ársgrundvelli sem miðast við verðbólgumark Seðlabankans með þolmörkum. Framsóknarflokkurinn lagði þetta til strax haustið 2009 en því miður hefur tillagan ekki náð fram að ganga. Þakið yrði fyrsta raunverulega skrefið sem stigið yrði í þá átt að afnema verðtrygginguna. Samkvæmt útreikningum Marinós G. Njálssonar ráðgjafa hefur komið fram að ef 4% þak hefði verið á verðtryggingunni sl. 20 ár hefði raunávöxtun lífeyrissjóðanna náð að jafnaði 3,5% ávöxtun. Einnig er mikilvægt að ná fram raunvaxtalækkun fasteignalána. Staðreyndin er sú að raunvextir innlendra verðtryggðra húsnæðislána eru hærri heldur en þegar kemur að óverðtryggðum húsnæðislánum í nágrannalöndum okkar. Það er ljóst að slík vaxtalækkun mundi minnka greiðslubyrði íslenskra heimila mjög mikið. Miðað við þann tíma sem ríkisstjórnin hefur starfað og þær áherslur sem lagt var upp með þá vekur það furðu að ekki hafi verið lögð fram áætlun um afnám verðtryggingar og raunhæfar lausnir í þágu þeirra sem sitja uppi með verðtryggðar skuldir. Þvert á móti berast okkur ítrekað fréttir af því að tekin sé staða með fjármálastofnunum og erlendum kröfuhöfum. Um 30.000 manns hafa nú skorað á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða sambærilegum þeim sem fjallað er um hér að ofan. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun