Körfuboltadagur KKÍ í Smáralindinni á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2011 11:15 Hannes Sigurbjörn Jónsson, til vinstri, á stjörnuleik KKÍ í fyrra. Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu á morgun og heldur hátíðlegan körfuboltadag í Smáralindinni. Þetta er aðeins einn af mörgum atburðum sem KKÍ mun standa fyrir á afmælisári sínu en Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður sambandsins, segir að mikið standi til. „Það hefur verið heljarinnar undirbúningur lagður í þennan dag en mjög gaman engu að síður. Þetta mun gefa tóninn fyrir afmælisárið og eru fleiri viðburðir áætlaðir." „Við viljum með þessu leggja áherslu á að körfubolti er fjölskylduvæn íþrótt. Á morgun geta allir mætt í Smáralindina, óháð aldri, og leikið sér. Þarna verða körfuboltar og körfur í öllum stærðum. Leikmenn frá Iceland Express-deildum karla og kvenna munu leika listir sínar og leika með krökkunum." „Svo mun Solla stirða mæta fyrir yngstu krakkana og allir fá afmælisköku. Það verður því eitthvað fyrir alla," sagði Hannes og vakti sérstaka athygli á happadrættissölu KKÍ. „Við, eins og önnur sérsambönd, þurfum að treysta á sjálfsaflarfé frá a til ö. Stór þáttur í því er happadrættið en við höfum ákveðið að stilla verði í hóf og selja miðan á aðeins þúsundkall. Það verða flottir vinningar og þeir sem mæta á morgun og kaupa sér miða strax þá fara í pott sem dregið verður úr í lok dagsins." „Það verða dregnir út nokkrir vinningar, til að mynda ferðir með Iceland Express sem einhver heppinn gæti nýtt sér strax á sunnudagsmorgun," bætti hann við í léttum dúr. Hannes er ánægður með stöðu körfuboltans í dag og fyrstu fimmtíu ár sambandsins. „Körfuboltinn hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og stendur vel í dag. Hún er önnur útbreiddasta íþrótt landsins og er stunduð í 24 af 25 íþróttahéruðum landsins." „Við höldum úti einu stærsta mótahaldi á vegum sérsambanda ÍSÍ og eru með 12-15 mót um nánast hverja helgi í yngri flokkum frá október til loka apríl á hverju ári." „Það er því mikið og gott starf í gangi hjá okkur og er það fyrst og fremst sjálfboðaliðum að þakka. Allt starfið stendur og fellur með þeim - þau eru rótin að okkar starfi." Hann segir margt á teikniborðinu fyrir afmælisárið. „Við höfum til að mynda ákveðið að lokahóf KKÍ 30. apríl verði einnig sérstakt afmælishóf. Þá munum við einnig efla sumardeildina sem við prufukeyrðum í fyrra og verður hún stækkuð til muna. Við munum líka kynna íþróttina vel og fara í hringferð í kringum landið með íþróttina. Við viljum leggja áherslu á að körfuboltinn sé fjölskylduvæn og skemmtileg íþrótt sem hægt er að stunda hvar sem er." Dagskrá körfuboltadags KKÍ má sjá hér. Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu á morgun og heldur hátíðlegan körfuboltadag í Smáralindinni. Þetta er aðeins einn af mörgum atburðum sem KKÍ mun standa fyrir á afmælisári sínu en Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður sambandsins, segir að mikið standi til. „Það hefur verið heljarinnar undirbúningur lagður í þennan dag en mjög gaman engu að síður. Þetta mun gefa tóninn fyrir afmælisárið og eru fleiri viðburðir áætlaðir." „Við viljum með þessu leggja áherslu á að körfubolti er fjölskylduvæn íþrótt. Á morgun geta allir mætt í Smáralindina, óháð aldri, og leikið sér. Þarna verða körfuboltar og körfur í öllum stærðum. Leikmenn frá Iceland Express-deildum karla og kvenna munu leika listir sínar og leika með krökkunum." „Svo mun Solla stirða mæta fyrir yngstu krakkana og allir fá afmælisköku. Það verður því eitthvað fyrir alla," sagði Hannes og vakti sérstaka athygli á happadrættissölu KKÍ. „Við, eins og önnur sérsambönd, þurfum að treysta á sjálfsaflarfé frá a til ö. Stór þáttur í því er happadrættið en við höfum ákveðið að stilla verði í hóf og selja miðan á aðeins þúsundkall. Það verða flottir vinningar og þeir sem mæta á morgun og kaupa sér miða strax þá fara í pott sem dregið verður úr í lok dagsins." „Það verða dregnir út nokkrir vinningar, til að mynda ferðir með Iceland Express sem einhver heppinn gæti nýtt sér strax á sunnudagsmorgun," bætti hann við í léttum dúr. Hannes er ánægður með stöðu körfuboltans í dag og fyrstu fimmtíu ár sambandsins. „Körfuboltinn hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og stendur vel í dag. Hún er önnur útbreiddasta íþrótt landsins og er stunduð í 24 af 25 íþróttahéruðum landsins." „Við höldum úti einu stærsta mótahaldi á vegum sérsambanda ÍSÍ og eru með 12-15 mót um nánast hverja helgi í yngri flokkum frá október til loka apríl á hverju ári." „Það er því mikið og gott starf í gangi hjá okkur og er það fyrst og fremst sjálfboðaliðum að þakka. Allt starfið stendur og fellur með þeim - þau eru rótin að okkar starfi." Hann segir margt á teikniborðinu fyrir afmælisárið. „Við höfum til að mynda ákveðið að lokahóf KKÍ 30. apríl verði einnig sérstakt afmælishóf. Þá munum við einnig efla sumardeildina sem við prufukeyrðum í fyrra og verður hún stækkuð til muna. Við munum líka kynna íþróttina vel og fara í hringferð í kringum landið með íþróttina. Við viljum leggja áherslu á að körfuboltinn sé fjölskylduvæn og skemmtileg íþrótt sem hægt er að stunda hvar sem er." Dagskrá körfuboltadags KKÍ má sjá hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira