Umrót í Evrópu Einar Benediktsson skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Í málefnum Evrópusambandsins hefur flest annað horfið í skuggann af pólitískum ágreiningi um hvernig leysa skuli skuldavanda evruríkja sem hafa sýnt slakastan árangur um að fylgja settum reglum. Fréttir fjölmiðla okkar um evrukrísuna eru oftast hinar válegustu þrátt fyrir að á ráðherrafundum evruríkjanna í ESB hafi þokað í rétta átt í aðgerðum fyrir Grikkland og aðþrengda banka. Reynslan sýnir að það er ekki létt um vik að stýra myntbandalagi 17 Evrópuríkja en evrukrísan er vissulega fyrst og fremst að kenna slakri hagstjórn fárra ríkja. Þar hefur keyrt fram úr öllu hófi í hinu skuldsetta Grikklandi. Hvernig átti það að geta gengið hjá þeim að halda inn í myntsamstarfið með falsaða þjóðhagsreikninga og eftirlaunagreiðslur til þúsunda látinna lífeyrisþega? Við verðum að líta á þessi Evrópumál frá eigin sjónarhóli þrátt fyrir allt umrótið og orðskvaldur dagsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mælti fyrir því 26. október að leitað yrði stuðnings við beintengingu krónunnar við evru hjá ESB og AGS í þeim tilgangi að losna við gjaldeyrishöftin og fá erlent fjármagn inn í landið til að efla hagvöxt. Vonandi verður hægt að fá viðræður um slíkan stuðning með tilliti til þess að samningaviðræðurnar um aðild skila góðum árangri. En einmitt þennan októberdag hófust fréttir af því sem Guðmundur Andri segir hafa verið heimsleikana í hagfræði í Hörpu. Og það má vissulega segja að þeir hinir frægu hafi haft sitt hvað að segja um Ísland í hruni og viðreisn. Nokkrum hápunkti í yfirlýsingum hafði Martin Wolf frá Financial Times náð en hann kom fram í Kastljósi með því fororði að hann hefði ekki kunnáttu á Íslandi. En hvað skiptir þá máli varðandi okkur og Evrópusambandið? n Samningar okkar um aðildina að Evrópusambandinu ganga greiðlega og verður að verulegu leyti lokið 2012. Þátttaka í Evrópska efnahagssvæðinu jafngildir verulegum hluta af fullri aðild en út af standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þegar heildarsamningur liggur fyrir munu Íslendingar sjálfir meta málið, vissulega án aðstoðar Financial Times, og leiða endanlega til lykta í þjóðaratkvæði. n Ef sú aðild hefur verið samþykkt af þjóð og þingi liggur beint við að hefja samninga í gjaldmiðilsmálinu hafi það ekki verið byrjað fyrr. Gera verður ráð fyrir aðstoð Seðlabanka Evrópu – ECB – og að Ísland hefji sk. ERM II aðlögunarferli n Sú staðreynd er lítið rædd, að nú er um er um að ræða tvískipt, sk. tveggja hraða Evrópusamband. Innri kjarninn eru þau 17 lönd sem hafa tekið upp evruna og gætu vel tekið frekara skref um að gera virkar skuldbindingar á peninga- og fjármálasviðinu sem ekki hefur verið beitt sem skyldi. Það sem um ræðir eru ákvæði Maastricht-sáttmálans frá 1991 einkum um hámark á greiðsluhalla fjárlaga, opinberra skulda og verðbólgustigs. Á þeim tíma var hins vegar ekki fyrir hendi pólitískur vilji til að stofna til þess virka eftirlits sem þessi viðmið í efnahagsstjórn krefjast. Því má segja að hleypt hafi verið af stað upp á nokkra von og óvon. Nú eru þess öll merki að Bretar láti sér það lynda að þeir sem það geta og vilja standi að sterkri evru. Bæði Bretar og Danir eru með undanþágur um að standa utan evrusamstarfsins og sú er einnig staða Svía. n Það ber síður en svo að útiloka að úr þessu skeiði umróts og kreppu komi sterkara Evrópusamband og þá tvískipt. Evrulöndin 17 hafa þegar hafið leiðtogafundi sem hin 10 sækja ekki. Það hefur löngum legið fyrir að það eru mismunandi viðhorf til hversu náið samstarfið skuli vera og stofnanir sterkar. Ekkert við það að athuga. Og hafa t.d. Danir ekki búið við velsæld og án pólitískra átaka með eigin mynt í fastri tengingu við evruna í 20 ár? Er nú ekki tími til kominn að víðtækari pólitísk samstaða verði í Evrópumálum á Íslandi? Vonandi hefur það ekki gleymst öllum þeim sem voru í fararbroddi um aðild að bæði EFTA og EES, að með því fékkst undirstaða velferðar íslensks þjóðfélags undanfarna áratugi. Þá dylst það væntanlega fáum að þátttaka í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins verður ekki tryggð nema með traustum gjaldmiðli. Því er ekki andmælt með rökum að okkar örlitla, opna hagkerfi geti ekki búið við eigin mynt með fljótandi gengi fremur en við gjaldeyrishöft. Kjarni málsins er að þátttakan í innri markaðinum sé tryggð að því gefnu að aðildarsamningurinn taki að þjóðardómi tillit til íslenskra hagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í málefnum Evrópusambandsins hefur flest annað horfið í skuggann af pólitískum ágreiningi um hvernig leysa skuli skuldavanda evruríkja sem hafa sýnt slakastan árangur um að fylgja settum reglum. Fréttir fjölmiðla okkar um evrukrísuna eru oftast hinar válegustu þrátt fyrir að á ráðherrafundum evruríkjanna í ESB hafi þokað í rétta átt í aðgerðum fyrir Grikkland og aðþrengda banka. Reynslan sýnir að það er ekki létt um vik að stýra myntbandalagi 17 Evrópuríkja en evrukrísan er vissulega fyrst og fremst að kenna slakri hagstjórn fárra ríkja. Þar hefur keyrt fram úr öllu hófi í hinu skuldsetta Grikklandi. Hvernig átti það að geta gengið hjá þeim að halda inn í myntsamstarfið með falsaða þjóðhagsreikninga og eftirlaunagreiðslur til þúsunda látinna lífeyrisþega? Við verðum að líta á þessi Evrópumál frá eigin sjónarhóli þrátt fyrir allt umrótið og orðskvaldur dagsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mælti fyrir því 26. október að leitað yrði stuðnings við beintengingu krónunnar við evru hjá ESB og AGS í þeim tilgangi að losna við gjaldeyrishöftin og fá erlent fjármagn inn í landið til að efla hagvöxt. Vonandi verður hægt að fá viðræður um slíkan stuðning með tilliti til þess að samningaviðræðurnar um aðild skila góðum árangri. En einmitt þennan októberdag hófust fréttir af því sem Guðmundur Andri segir hafa verið heimsleikana í hagfræði í Hörpu. Og það má vissulega segja að þeir hinir frægu hafi haft sitt hvað að segja um Ísland í hruni og viðreisn. Nokkrum hápunkti í yfirlýsingum hafði Martin Wolf frá Financial Times náð en hann kom fram í Kastljósi með því fororði að hann hefði ekki kunnáttu á Íslandi. En hvað skiptir þá máli varðandi okkur og Evrópusambandið? n Samningar okkar um aðildina að Evrópusambandinu ganga greiðlega og verður að verulegu leyti lokið 2012. Þátttaka í Evrópska efnahagssvæðinu jafngildir verulegum hluta af fullri aðild en út af standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Þegar heildarsamningur liggur fyrir munu Íslendingar sjálfir meta málið, vissulega án aðstoðar Financial Times, og leiða endanlega til lykta í þjóðaratkvæði. n Ef sú aðild hefur verið samþykkt af þjóð og þingi liggur beint við að hefja samninga í gjaldmiðilsmálinu hafi það ekki verið byrjað fyrr. Gera verður ráð fyrir aðstoð Seðlabanka Evrópu – ECB – og að Ísland hefji sk. ERM II aðlögunarferli n Sú staðreynd er lítið rædd, að nú er um er um að ræða tvískipt, sk. tveggja hraða Evrópusamband. Innri kjarninn eru þau 17 lönd sem hafa tekið upp evruna og gætu vel tekið frekara skref um að gera virkar skuldbindingar á peninga- og fjármálasviðinu sem ekki hefur verið beitt sem skyldi. Það sem um ræðir eru ákvæði Maastricht-sáttmálans frá 1991 einkum um hámark á greiðsluhalla fjárlaga, opinberra skulda og verðbólgustigs. Á þeim tíma var hins vegar ekki fyrir hendi pólitískur vilji til að stofna til þess virka eftirlits sem þessi viðmið í efnahagsstjórn krefjast. Því má segja að hleypt hafi verið af stað upp á nokkra von og óvon. Nú eru þess öll merki að Bretar láti sér það lynda að þeir sem það geta og vilja standi að sterkri evru. Bæði Bretar og Danir eru með undanþágur um að standa utan evrusamstarfsins og sú er einnig staða Svía. n Það ber síður en svo að útiloka að úr þessu skeiði umróts og kreppu komi sterkara Evrópusamband og þá tvískipt. Evrulöndin 17 hafa þegar hafið leiðtogafundi sem hin 10 sækja ekki. Það hefur löngum legið fyrir að það eru mismunandi viðhorf til hversu náið samstarfið skuli vera og stofnanir sterkar. Ekkert við það að athuga. Og hafa t.d. Danir ekki búið við velsæld og án pólitískra átaka með eigin mynt í fastri tengingu við evruna í 20 ár? Er nú ekki tími til kominn að víðtækari pólitísk samstaða verði í Evrópumálum á Íslandi? Vonandi hefur það ekki gleymst öllum þeim sem voru í fararbroddi um aðild að bæði EFTA og EES, að með því fékkst undirstaða velferðar íslensks þjóðfélags undanfarna áratugi. Þá dylst það væntanlega fáum að þátttaka í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins verður ekki tryggð nema með traustum gjaldmiðli. Því er ekki andmælt með rökum að okkar örlitla, opna hagkerfi geti ekki búið við eigin mynt með fljótandi gengi fremur en við gjaldeyrishöft. Kjarni málsins er að þátttakan í innri markaðinum sé tryggð að því gefnu að aðildarsamningurinn taki að þjóðardómi tillit til íslenskra hagsmuna.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun