„Þessi hlerunarárátta er alvarlegt mál“ 9. nóvember 2011 06:00 Árið 2005 lagði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, fram frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti þar sem meðal annars var bætt við 3. mgr. 42. gr. núgildandi fjarskiptalaga sem fjallar um það sem kallað hefur verið gagnageymd. Ákvæðinu var bætt við að ósk ríkislögreglustjóra, en var útfærð að fyrirmynd umræðu sem hafði þá staðið yfir í ráðherraráði ESB um að gögn um uppruna- og endastað fjarskipta, tímalengd og tímasetningar þeirra og gagnamagn væru geymd. Færð voru rök fyrir því að varðveisla á öllum upplýsingum um fjarskipti allra aðila á landinu væru nauðsynleg til að sönnunargögn á refsiverðu athæfi væru til staðar við upphaf rannsóknar, frekar en að þeim yrði aflað sem hluti af rannsókn. Gagnageymd var síðar tekin upp í Evrópusambandinu, en hefur síðan þá verið hnekkt með dómsúrskurðum í Rúmeníu og Þýskalandi. Gagnageymd er í raun forvirk rannsóknarheimild sem skapar alvarlega hættu fyrir friðhelgi einkalífsins. Þessi hætta hefur verið gerð ljós af ýmsum aðilum, til dæmis í umsögn persónuverndarfulltrúa Evrópusambandsins, þar sem segir að ekki hefur verið sýnt með nægilega skýrum hætti fram á nauðsyn gagnageymdar, að gagnageymd hefði verið framkvæmanleg á vegu sem ganga síður gegn persónuverndarsjónarmiðum, og að tilskipunin hafi skilið eftir of mikið svigrúm fyrir túlkun af hálfu ákæruvaldsins. Það er ekki hægt að sjá annað en að öll þessi atriði eigi líka við í íslenska tilfellinu. Ein helstu rökin fyrir gagnageymd hafa verið gagnsemi hennar við rannsóknir á hryðjuverkum, en samkvæmt samþykkt svokallaðrar Reykjavíkursamþykktar Evrópuráðs eru töluverðar áhyggjur af því að ýmis lagasetning í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Madrid 2003 og London 2004 hafi ekki tekið nægilegt tillit til grundvallarmannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, eða meðalhófsreglu. Í raun hafa þessi geymdu gögn verið notuð fyrst og fremst í þágu rannsókna á fíkniefnabrotum. Þrátt fyrir að þessar rannsóknir séu tvímælalaust mikilvægur þáttur í framfylgd laga vakna spurningar um hvort meðalhófsreglu sé nægilega vel sinnt með þessari nálgun. Tölfræði frá þýsku lögreglunni sýnir að gagnageymd hafi ekki haft nein marktæk áhrif á fjölda upplýstra mála, og sér í lagi ekki á fjölda alvarlegra upplýstra glæpa. Skýrsla sem samtökin European Digital Rights (EDRi) unnu sýndi að af sex milljónum glæparannsókna á ári í þýskalandi voru innan við 0,01% mála þar sem rannsóknir breyttust verulega vegna skorts á geymdum gögnum. Var sýnt þar að áður en að gagnageymd kom til sögunnar upplýstust 71% mála þar sem fjarskipti eða internetnotkun kom við sögu, sem var þó þegar mun meira en þau mál sem upplýstust þar sem engin fjarskipti komu við sögu, eða um 55%. Í skýrslu sem lak frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrr á þessu ári var því haldið fram að gagnageymd væri mikilvægur liður í rannsóknum og uppljóstrun glæpa, en hvergi í sömu skýrslu komu fram sannanir á því að það sé tilfellið. Stjórnvöld hafa hvergi getað fært nægjanleg rök fyrir stórfelldum og stöðugum njósnum um alla 500 milljónir íbúa Evrópusambandsins, svo ekki sé minnst á hina rúmlega 318.000 íbúa Íslands. Að meðaltali var sérhver Evrópubúi skráður vegna gagnageymdar einu sinni á sex mínútna fresti árið 2010 – það er að segja, hver einasti ríkisborgari er skrásettur í gagnagrunn að meðaltali 225 sinnum á dag. Í stuttu máli er gagnageymd kostnaðarsöm aðgerð, brýtur í bága við mannréttindi, og er mæta gagnslaus. Í umræðu um þetta í Alþingi 2005, þar sem þessu var þröngvað í gegn með lítilli umræðu, útskýrði Jón Bjarnason þetta mjög svo fallega: „Þessi hlerunarárátta, frú forseti, er alvarlegt mál.“ Það er kominn tími til að hætta þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Smári McCarthy Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Árið 2005 lagði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, fram frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti þar sem meðal annars var bætt við 3. mgr. 42. gr. núgildandi fjarskiptalaga sem fjallar um það sem kallað hefur verið gagnageymd. Ákvæðinu var bætt við að ósk ríkislögreglustjóra, en var útfærð að fyrirmynd umræðu sem hafði þá staðið yfir í ráðherraráði ESB um að gögn um uppruna- og endastað fjarskipta, tímalengd og tímasetningar þeirra og gagnamagn væru geymd. Færð voru rök fyrir því að varðveisla á öllum upplýsingum um fjarskipti allra aðila á landinu væru nauðsynleg til að sönnunargögn á refsiverðu athæfi væru til staðar við upphaf rannsóknar, frekar en að þeim yrði aflað sem hluti af rannsókn. Gagnageymd var síðar tekin upp í Evrópusambandinu, en hefur síðan þá verið hnekkt með dómsúrskurðum í Rúmeníu og Þýskalandi. Gagnageymd er í raun forvirk rannsóknarheimild sem skapar alvarlega hættu fyrir friðhelgi einkalífsins. Þessi hætta hefur verið gerð ljós af ýmsum aðilum, til dæmis í umsögn persónuverndarfulltrúa Evrópusambandsins, þar sem segir að ekki hefur verið sýnt með nægilega skýrum hætti fram á nauðsyn gagnageymdar, að gagnageymd hefði verið framkvæmanleg á vegu sem ganga síður gegn persónuverndarsjónarmiðum, og að tilskipunin hafi skilið eftir of mikið svigrúm fyrir túlkun af hálfu ákæruvaldsins. Það er ekki hægt að sjá annað en að öll þessi atriði eigi líka við í íslenska tilfellinu. Ein helstu rökin fyrir gagnageymd hafa verið gagnsemi hennar við rannsóknir á hryðjuverkum, en samkvæmt samþykkt svokallaðrar Reykjavíkursamþykktar Evrópuráðs eru töluverðar áhyggjur af því að ýmis lagasetning í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Madrid 2003 og London 2004 hafi ekki tekið nægilegt tillit til grundvallarmannréttinda svo sem tjáningarfrelsis, eða meðalhófsreglu. Í raun hafa þessi geymdu gögn verið notuð fyrst og fremst í þágu rannsókna á fíkniefnabrotum. Þrátt fyrir að þessar rannsóknir séu tvímælalaust mikilvægur þáttur í framfylgd laga vakna spurningar um hvort meðalhófsreglu sé nægilega vel sinnt með þessari nálgun. Tölfræði frá þýsku lögreglunni sýnir að gagnageymd hafi ekki haft nein marktæk áhrif á fjölda upplýstra mála, og sér í lagi ekki á fjölda alvarlegra upplýstra glæpa. Skýrsla sem samtökin European Digital Rights (EDRi) unnu sýndi að af sex milljónum glæparannsókna á ári í þýskalandi voru innan við 0,01% mála þar sem rannsóknir breyttust verulega vegna skorts á geymdum gögnum. Var sýnt þar að áður en að gagnageymd kom til sögunnar upplýstust 71% mála þar sem fjarskipti eða internetnotkun kom við sögu, sem var þó þegar mun meira en þau mál sem upplýstust þar sem engin fjarskipti komu við sögu, eða um 55%. Í skýrslu sem lak frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrr á þessu ári var því haldið fram að gagnageymd væri mikilvægur liður í rannsóknum og uppljóstrun glæpa, en hvergi í sömu skýrslu komu fram sannanir á því að það sé tilfellið. Stjórnvöld hafa hvergi getað fært nægjanleg rök fyrir stórfelldum og stöðugum njósnum um alla 500 milljónir íbúa Evrópusambandsins, svo ekki sé minnst á hina rúmlega 318.000 íbúa Íslands. Að meðaltali var sérhver Evrópubúi skráður vegna gagnageymdar einu sinni á sex mínútna fresti árið 2010 – það er að segja, hver einasti ríkisborgari er skrásettur í gagnagrunn að meðaltali 225 sinnum á dag. Í stuttu máli er gagnageymd kostnaðarsöm aðgerð, brýtur í bága við mannréttindi, og er mæta gagnslaus. Í umræðu um þetta í Alþingi 2005, þar sem þessu var þröngvað í gegn með lítilli umræðu, útskýrði Jón Bjarnason þetta mjög svo fallega: „Þessi hlerunarárátta, frú forseti, er alvarlegt mál.“ Það er kominn tími til að hætta þessu.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun