Engin þöggun á leikskólum í Reykjavík Jón Gnarr skrifar 12. nóvember 2011 06:00 Engin óvissa ríkir um leikskólana í Reykjavík. Þeir eru vel reknir og þar starfar frábært fagfólk sem hefur náð miklum árangri í starfi og veitir mjög góða þjónustu. Þessi misserin er stórátak í gangi í leikskólastarfi í Reykjavík. Í dag njóta um 7.000 börn umönnunar og kennslu á leikskólum borgarinnar. Þau hafa aldrei verið fleiri. Á þessu ári hefur Reykjavíkurborg unnið markvisst að því að taka inn í leikskólana stærsta árgang sem fæðst hefur á Íslandi en það eru börn sem fæddust á árinu 2009. Tekist hefur ljómandi vel að koma öllum þessum börnum fyrir en þau eru 1.725 talsins. Til þess að mæta þessari barnasprengju, sem allir Íslendingar hljóta að fagna, voru settar yfir 500 milljónir aukalega í málefni leikskólanna enda er það markmið okkar að barnafjölskyldum líði vel í Reykjavík. Allir hljóta að skilja að fjármagnið til þessa mikilvæga verkefnis var ekki auðfundið í tekjusamdrætti síðustu ára. Hvert leikskólapláss kostar að meðaltali 2 milljónir króna á ári. Það liggja því miklir fjármunir bundnir í rekstri leikskólanna. Frá árinu 2008 hafa útgjöld til leikskólamála aukist um rúman milljarð í Reykjavík. Rekstur leikskólanna kostar nú um 10 milljarða á ári. Það eru miklir peningar. Börnum í leikskólum í Reykjavík er að fjölga um 600 á nokkrum árum. Þessi fjölgun barna í leikskólunum er svipuð því og sex nýir leikskólar hafi bæst við en að meðaltali eru um 100 börn í leikskólum í Reykjavík. Á næsta ári stendur Reykjavíkurborg frammi fyrir því að innrita svipaðan fjölda barna á leikskóla í Reykjavík. Börn fædd árið 2010 í Reykjavík eru 1.787 samkvæmt nýjustu tölum. Sem betur fer hefur verið búið vel í haginn fyrir þennan stóra og fjöruga hóp. Húsnæðið er þegar til staðar en færanlegum stofum hefur verið bætt við leikskóla í hverfum þar sem þörfin er mest. Þetta þýðir að rýmin í fermetrum talið eru þegar til en fjármagn vantar á þessu ári til að innrita fleiri börn en þau 70 af 2010 árganginum sem þegar hafa verið innrituð, enda var ekki gert ráð fyrir að innrita 2010 árganginn fyrr en á árinu 2012. Við höfum gefið fyrirheit um að öll börn fædd árið 2010 fái leikskólapláss á árinu 2012. Við það verður staðið. Börnin verða tekin inn í leikskólana í áföngum og verða öll komin með pláss í síðasta lagi haustið 2012, árið sem þau verða tveggja ára. Mér sýnist að staðan hjá mörgum stærri sveitarfélögum landsins sé mjög svipuð. Þegar þessi stóri árgangur verður allur kominn inn í leikskóla næsta haust munu 7.100 börn verða við leik og nám í leikskólum í Reykjavík. Leikskólagjöld í Reykjavík eru enn þá með þeim lægstu á landinu. Ég tel því að við getum verið stolt af leikskólunum okkar, því öfluga starfi sem þar er unnið og því sem við höfum þegar áorkað í þágu barnafjölskyldna í borginni. Nú á haustmánuðum er eins og reynt hafi verið að skapa ástæðulausa óvissu og tortryggni meðal foreldra og aðstandenda um að þjónusta leikskólanna í Reykjavík sé ekki nógu góð eða víðtæk, starfsemin sé á milli steins og sleggju. Því hefur jafnvel verið haldið fram að þjónusta við barnafólk sé verri en verið hefur og aðstæður á leikskólunum jafnvel stórhættulegar. Sagt er að á leikskólunum standi fólk verkefnalítið og í óvissu um framhaldið. Jafnframt hefur verið hamrað á því að starfsfólki leikskólanna sé bannað að tjá sig um hitt og þetta og orðið þöggun notað í því samhengi. Þetta er allt víðs fjarri sannleikanum. Ekki stendur til að segja neinum upp á leikskólum í Reykjavík. Engum hefur heldur verið bannað að tjá sig. Leikskólastjórar fengu á dögunum senda vinsamlega ábendingu í tölvupósti frá fagstjóra skóla- og frístundasviðs um að beina fyrirspurnum frá fjölmiðlum til upplýsingadeildar til að fyrirbyggja misskilning og tryggja samræmd og örugg svör frá borginni. Það eru aðeins fagleg vinnubrögð því Reykjavíkurborg vill veita skýr svör við sem flestu eins skjótt og auðið er. Að lokum vil ég segja þetta. Leikskólarnir í Reykjavík eru reknir með miklum myndarskap og aðbúnaðurinn hefur aldrei verið betri. Hér er eitt besta leikskólakerfi í heimi. Þennan mikla árangur ber fyrst og fremst að þakka því góða og faglega fólki sem vinnur á leikskólunum. Og þessu fólki, jafnt sem öðrum starfsmönnum Reykjavíkurborgar, er að sjálfsögðu frjálst að tjá sig opinberlega um hvaðeina sem því dettur í hug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Engin óvissa ríkir um leikskólana í Reykjavík. Þeir eru vel reknir og þar starfar frábært fagfólk sem hefur náð miklum árangri í starfi og veitir mjög góða þjónustu. Þessi misserin er stórátak í gangi í leikskólastarfi í Reykjavík. Í dag njóta um 7.000 börn umönnunar og kennslu á leikskólum borgarinnar. Þau hafa aldrei verið fleiri. Á þessu ári hefur Reykjavíkurborg unnið markvisst að því að taka inn í leikskólana stærsta árgang sem fæðst hefur á Íslandi en það eru börn sem fæddust á árinu 2009. Tekist hefur ljómandi vel að koma öllum þessum börnum fyrir en þau eru 1.725 talsins. Til þess að mæta þessari barnasprengju, sem allir Íslendingar hljóta að fagna, voru settar yfir 500 milljónir aukalega í málefni leikskólanna enda er það markmið okkar að barnafjölskyldum líði vel í Reykjavík. Allir hljóta að skilja að fjármagnið til þessa mikilvæga verkefnis var ekki auðfundið í tekjusamdrætti síðustu ára. Hvert leikskólapláss kostar að meðaltali 2 milljónir króna á ári. Það liggja því miklir fjármunir bundnir í rekstri leikskólanna. Frá árinu 2008 hafa útgjöld til leikskólamála aukist um rúman milljarð í Reykjavík. Rekstur leikskólanna kostar nú um 10 milljarða á ári. Það eru miklir peningar. Börnum í leikskólum í Reykjavík er að fjölga um 600 á nokkrum árum. Þessi fjölgun barna í leikskólunum er svipuð því og sex nýir leikskólar hafi bæst við en að meðaltali eru um 100 börn í leikskólum í Reykjavík. Á næsta ári stendur Reykjavíkurborg frammi fyrir því að innrita svipaðan fjölda barna á leikskóla í Reykjavík. Börn fædd árið 2010 í Reykjavík eru 1.787 samkvæmt nýjustu tölum. Sem betur fer hefur verið búið vel í haginn fyrir þennan stóra og fjöruga hóp. Húsnæðið er þegar til staðar en færanlegum stofum hefur verið bætt við leikskóla í hverfum þar sem þörfin er mest. Þetta þýðir að rýmin í fermetrum talið eru þegar til en fjármagn vantar á þessu ári til að innrita fleiri börn en þau 70 af 2010 árganginum sem þegar hafa verið innrituð, enda var ekki gert ráð fyrir að innrita 2010 árganginn fyrr en á árinu 2012. Við höfum gefið fyrirheit um að öll börn fædd árið 2010 fái leikskólapláss á árinu 2012. Við það verður staðið. Börnin verða tekin inn í leikskólana í áföngum og verða öll komin með pláss í síðasta lagi haustið 2012, árið sem þau verða tveggja ára. Mér sýnist að staðan hjá mörgum stærri sveitarfélögum landsins sé mjög svipuð. Þegar þessi stóri árgangur verður allur kominn inn í leikskóla næsta haust munu 7.100 börn verða við leik og nám í leikskólum í Reykjavík. Leikskólagjöld í Reykjavík eru enn þá með þeim lægstu á landinu. Ég tel því að við getum verið stolt af leikskólunum okkar, því öfluga starfi sem þar er unnið og því sem við höfum þegar áorkað í þágu barnafjölskyldna í borginni. Nú á haustmánuðum er eins og reynt hafi verið að skapa ástæðulausa óvissu og tortryggni meðal foreldra og aðstandenda um að þjónusta leikskólanna í Reykjavík sé ekki nógu góð eða víðtæk, starfsemin sé á milli steins og sleggju. Því hefur jafnvel verið haldið fram að þjónusta við barnafólk sé verri en verið hefur og aðstæður á leikskólunum jafnvel stórhættulegar. Sagt er að á leikskólunum standi fólk verkefnalítið og í óvissu um framhaldið. Jafnframt hefur verið hamrað á því að starfsfólki leikskólanna sé bannað að tjá sig um hitt og þetta og orðið þöggun notað í því samhengi. Þetta er allt víðs fjarri sannleikanum. Ekki stendur til að segja neinum upp á leikskólum í Reykjavík. Engum hefur heldur verið bannað að tjá sig. Leikskólastjórar fengu á dögunum senda vinsamlega ábendingu í tölvupósti frá fagstjóra skóla- og frístundasviðs um að beina fyrirspurnum frá fjölmiðlum til upplýsingadeildar til að fyrirbyggja misskilning og tryggja samræmd og örugg svör frá borginni. Það eru aðeins fagleg vinnubrögð því Reykjavíkurborg vill veita skýr svör við sem flestu eins skjótt og auðið er. Að lokum vil ég segja þetta. Leikskólarnir í Reykjavík eru reknir með miklum myndarskap og aðbúnaðurinn hefur aldrei verið betri. Hér er eitt besta leikskólakerfi í heimi. Þennan mikla árangur ber fyrst og fremst að þakka því góða og faglega fólki sem vinnur á leikskólunum. Og þessu fólki, jafnt sem öðrum starfsmönnum Reykjavíkurborgar, er að sjálfsögðu frjálst að tjá sig opinberlega um hvaðeina sem því dettur í hug.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun