Bíódagar – í hita og þunga dagsins Katrín Jakobsdóttir og Katrín Júlíusdóttir skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Íslensk kvikmyndagerð gegnir stóru hlutverki í menningarlífi okkar Íslendinga – en hún er um leið mikilvæg atvinnugrein sem skapar ótal störf og mikil verðmæti. En rétt eins og aðrar atvinnugreinar varð kvikmyndaiðnaðurinn fyrir þungu höggi í kjölfar efnahagshrunsins og eftirskjálfta þess. Í skugga hrunsinsÍ efnahagshruninu brugðust allar tekjuspár ríkissjóðs og það var ljóst frá fyrsta degi að grípa þyrfti til harkalegra aðhaldsaðgerða. Kvikmyndasjóður fór ekki varhluta af þeim og hafa framlög til hans lækkað um 23% frá því sem mest var árið 2009. En öll él birtir upp um síðir og nú þremur árum síðar erum við loks farin að sjá til sólar í ríkisfjármálum – og þá eru komnar forsendur fyrir uppbyggingu. Stóra planiðFramlög ríkissjóðs til kvikmyndagerðar koma ekki aðeins í gegnum Kvikmyndasjóð heldur koma þau einnig fram sem endurgreiðslur á 20% af framleiðslukostnaði. Í ár stefnir í að iðnaðarráðuneytið endurgreiði kvikmyndagerðarmönnum tæpar 687 milljónir króna, þar af 471 milljón vegna íslenskra mynda og 216 milljónir vegna erlendra mynda. Það þýðir að ríkisframlög til kvikmyndaframleiðslu hafa aldrei verið hærri. Samtals verða því ríkisframlög til kvikmyndagerðar um 1.139 m.kr. á þessu ári, þar af 923 m.kr. til innlendrar framleiðslu. Þessar tölur sýna að mikil umsvif eru í kvikmyndageiranum á Íslandi og að árið 2011 er það stærsta hvað varðar framlög úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar. Og sannarlega viljum við ýta undir og efla kvikmyndaiðnaðinn. Í fyrra voru ellefu kvikmyndir í fullri lengd frumsýndar og þær eru orðnar átta á þessu ári auk þess sem mikið er framleitt af efni fyrir sjónvarp. Það er ástæða til þess að fagna því að þrátt fyrir allt skuli vera mikil gróska í kvikmyndageiranum á Íslandi. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að auka þarf fjárframlög til kvikmyndasjóðs til þess að tryggja grunnfjármögnun á kvikmyndum og að því er stefnt. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kynnt fyrir kvikmyndagerðarfólki drög að samkomulagi um stefnumörkun til fimm ára um aðgerðir til að efla íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu. Gangi þetta samkomulag eftir munu framlög til Kvikmyndasjóðs hækka í skrefum úr 452 m.kr. í ár í 700 m.kr. árið 2016. Auk fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs fjallar samkomulagið einnig um ýmis þörf úrbótamál á sviði kvikmyndamenningar. Nýtt lífKvikmyndaiðnaðurinn er viðkvæm atvinnugrein og fjármögnun í þeim geira lýtur um margt sérstökum lögmálum. Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru gjarnan forsenda fyrir frekari fjármögnun erlendis frá og þannig margfaldast hver króna sem Kvikmyndasjóður leggur í verkefnið. Iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp sem kveður á um að 20% endurgreiðslukerfið af framleiðslukostnaði verði fest í sessi næstu fimm árin og leggjum við allt kapp á að þingið afgreiði það fyrir jól. Reynslan sannar að það skilar miklum umsvifum og þar með tekjum. Það er dýrt að vera fátækur og það er forsenda fyrir frekari vexti íslenskrar kvikmyndagerðar að stjórnvöld búi til hagfelld skilyrði fyrir kvikmyndagerð og standi vörð um öflugan Kvikmyndasjóð. Og höfum það hugfast að rökin eru bæði mjúk og grjóthörð – menningarleg og fjárhagsleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Katrín Júlíusdóttir Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslensk kvikmyndagerð gegnir stóru hlutverki í menningarlífi okkar Íslendinga – en hún er um leið mikilvæg atvinnugrein sem skapar ótal störf og mikil verðmæti. En rétt eins og aðrar atvinnugreinar varð kvikmyndaiðnaðurinn fyrir þungu höggi í kjölfar efnahagshrunsins og eftirskjálfta þess. Í skugga hrunsinsÍ efnahagshruninu brugðust allar tekjuspár ríkissjóðs og það var ljóst frá fyrsta degi að grípa þyrfti til harkalegra aðhaldsaðgerða. Kvikmyndasjóður fór ekki varhluta af þeim og hafa framlög til hans lækkað um 23% frá því sem mest var árið 2009. En öll él birtir upp um síðir og nú þremur árum síðar erum við loks farin að sjá til sólar í ríkisfjármálum – og þá eru komnar forsendur fyrir uppbyggingu. Stóra planiðFramlög ríkissjóðs til kvikmyndagerðar koma ekki aðeins í gegnum Kvikmyndasjóð heldur koma þau einnig fram sem endurgreiðslur á 20% af framleiðslukostnaði. Í ár stefnir í að iðnaðarráðuneytið endurgreiði kvikmyndagerðarmönnum tæpar 687 milljónir króna, þar af 471 milljón vegna íslenskra mynda og 216 milljónir vegna erlendra mynda. Það þýðir að ríkisframlög til kvikmyndaframleiðslu hafa aldrei verið hærri. Samtals verða því ríkisframlög til kvikmyndagerðar um 1.139 m.kr. á þessu ári, þar af 923 m.kr. til innlendrar framleiðslu. Þessar tölur sýna að mikil umsvif eru í kvikmyndageiranum á Íslandi og að árið 2011 er það stærsta hvað varðar framlög úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar. Og sannarlega viljum við ýta undir og efla kvikmyndaiðnaðinn. Í fyrra voru ellefu kvikmyndir í fullri lengd frumsýndar og þær eru orðnar átta á þessu ári auk þess sem mikið er framleitt af efni fyrir sjónvarp. Það er ástæða til þess að fagna því að þrátt fyrir allt skuli vera mikil gróska í kvikmyndageiranum á Íslandi. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að auka þarf fjárframlög til kvikmyndasjóðs til þess að tryggja grunnfjármögnun á kvikmyndum og að því er stefnt. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur kynnt fyrir kvikmyndagerðarfólki drög að samkomulagi um stefnumörkun til fimm ára um aðgerðir til að efla íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu. Gangi þetta samkomulag eftir munu framlög til Kvikmyndasjóðs hækka í skrefum úr 452 m.kr. í ár í 700 m.kr. árið 2016. Auk fjárveitinga til Kvikmyndasjóðs fjallar samkomulagið einnig um ýmis þörf úrbótamál á sviði kvikmyndamenningar. Nýtt lífKvikmyndaiðnaðurinn er viðkvæm atvinnugrein og fjármögnun í þeim geira lýtur um margt sérstökum lögmálum. Styrkir úr Kvikmyndasjóði eru gjarnan forsenda fyrir frekari fjármögnun erlendis frá og þannig margfaldast hver króna sem Kvikmyndasjóður leggur í verkefnið. Iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp sem kveður á um að 20% endurgreiðslukerfið af framleiðslukostnaði verði fest í sessi næstu fimm árin og leggjum við allt kapp á að þingið afgreiði það fyrir jól. Reynslan sannar að það skilar miklum umsvifum og þar með tekjum. Það er dýrt að vera fátækur og það er forsenda fyrir frekari vexti íslenskrar kvikmyndagerðar að stjórnvöld búi til hagfelld skilyrði fyrir kvikmyndagerð og standi vörð um öflugan Kvikmyndasjóð. Og höfum það hugfast að rökin eru bæði mjúk og grjóthörð – menningarleg og fjárhagsleg.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun