Athugasemd til Þorsteins frá Hamri Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Í bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918-1998, rek ég mörg dæmi þess, að íslenskir rithöfundar, sem samúð höfðu með sósíalisma, en leyfðu sér að gagnrýna Kremlverja, voru hrakyrtir og þeim útskúfað úr gömlum vinahópum. Má þar nefna Benjamín Eiríksson, Stein Steinarr, Jóhann Hjálmarsson og Arnór Hannibalsson. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur treysti sér af þeim ástæðum ekki einu sinni til að taka að sér verkefni fyrir Almenna bókafélagið, eins og hann trúði framkvæmdastjóra félagsins, Baldvini Tryggvasyni, fyrir. Sverrir hefur eflaust séð, hvernig fór fyrir skáldinu Jóni Óskari. Hann gaf 1964 út ferðabók hjá Almenna bókafélaginu, þar sem kvartað var lítillega undan því ófrelsi, sem rithöfundar ættu við að búa í Rússlandi. Svo vildi til, að sama ár fékk hann listamannalaun. Óðar hófust gegn Jóni Óskari skrif í dagblaði sósíalista, Þjóðviljanum, eins og ég rek í bók minni. Friðjón Stefánsson sagði til dæmis, að Jón Óskar hefði birt óhróður um Ráðstjórnarríkin. „Og eins og við manninn mælt: Hann skal upp í 18 þúsund króna flokk." Þorsteinn frá Hamri birti í Þjóðviljanum háðkvæði, þar sem hann setti fram sömu tilgátu: Jón Óskar hefði fengið átján þúsund krónur fyrir „sérlegt ferðastjá" sitt. Í endurminningum sínum sagði Jón Óskar, að Þjóðviljinn hefði eftir þetta skrifað gegn sér og sósíalistar hætt að heilsa sér á förnum vegi. Þorsteinn frá Hamri skrifar nú 22. nóvember athugasemd til mín í Fréttablaðið, þar sem hann sagði háðkvæði sitt frá 1964 ekki hafa beinst að Jóni Óskari, heldur að úthlutunarnefnd listamannalauna, sem hefði fram að þessu sniðgengið Jón Óskar. Þetta er yfirklór. Kvæði Þorsteins var augljós ádeila á Jón Óskar. Ef Þorsteinn frá Hamri var ósammála úthlutunarnefndinni, en ekki Jóni Óskari, af hverju orti hann þá gegn henni, eftir að hún hafði veitt Jóni Óskari laun, en ekki á meðan hún neitaði honum um slík laun? Og ef Þorsteinn frá Hamri tók undir gagnrýni Jóns Óskars á Ráðstjórnarríkin, hvers vegna þáði hann þá hálfs mánaðar boðsferð þangað haustið 1965, eins og ég skýri frá í bók minni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Tengdar fréttir "varð ekki birt" Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. 22. nóvember 2011 06:00 Athugasemd til Hannesar Hólmsteins Ég minnist þess frá yngri árum að menn voru stundum að yrkja grín og glens, hver við annan og hver um annan, gerðu sér gaman af og voru ekkert að erfa það í sinn hóp. Ætíð hafa þó verið til menn sem snerust öndverðir við svo alþýðlegri gamansemi og nýttu hana til heiftar og rangtúlkana ef þeim bauð svo við að horfa. 22. nóvember 2011 09:30 Hafa skal það sem sannara reynist Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. 19. nóvember 2011 15:00 Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Í bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918-1998, rek ég mörg dæmi þess, að íslenskir rithöfundar, sem samúð höfðu með sósíalisma, en leyfðu sér að gagnrýna Kremlverja, voru hrakyrtir og þeim útskúfað úr gömlum vinahópum. Má þar nefna Benjamín Eiríksson, Stein Steinarr, Jóhann Hjálmarsson og Arnór Hannibalsson. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur treysti sér af þeim ástæðum ekki einu sinni til að taka að sér verkefni fyrir Almenna bókafélagið, eins og hann trúði framkvæmdastjóra félagsins, Baldvini Tryggvasyni, fyrir. Sverrir hefur eflaust séð, hvernig fór fyrir skáldinu Jóni Óskari. Hann gaf 1964 út ferðabók hjá Almenna bókafélaginu, þar sem kvartað var lítillega undan því ófrelsi, sem rithöfundar ættu við að búa í Rússlandi. Svo vildi til, að sama ár fékk hann listamannalaun. Óðar hófust gegn Jóni Óskari skrif í dagblaði sósíalista, Þjóðviljanum, eins og ég rek í bók minni. Friðjón Stefánsson sagði til dæmis, að Jón Óskar hefði birt óhróður um Ráðstjórnarríkin. „Og eins og við manninn mælt: Hann skal upp í 18 þúsund króna flokk." Þorsteinn frá Hamri birti í Þjóðviljanum háðkvæði, þar sem hann setti fram sömu tilgátu: Jón Óskar hefði fengið átján þúsund krónur fyrir „sérlegt ferðastjá" sitt. Í endurminningum sínum sagði Jón Óskar, að Þjóðviljinn hefði eftir þetta skrifað gegn sér og sósíalistar hætt að heilsa sér á förnum vegi. Þorsteinn frá Hamri skrifar nú 22. nóvember athugasemd til mín í Fréttablaðið, þar sem hann sagði háðkvæði sitt frá 1964 ekki hafa beinst að Jóni Óskari, heldur að úthlutunarnefnd listamannalauna, sem hefði fram að þessu sniðgengið Jón Óskar. Þetta er yfirklór. Kvæði Þorsteins var augljós ádeila á Jón Óskar. Ef Þorsteinn frá Hamri var ósammála úthlutunarnefndinni, en ekki Jóni Óskari, af hverju orti hann þá gegn henni, eftir að hún hafði veitt Jóni Óskari laun, en ekki á meðan hún neitaði honum um slík laun? Og ef Þorsteinn frá Hamri tók undir gagnrýni Jóns Óskars á Ráðstjórnarríkin, hvers vegna þáði hann þá hálfs mánaðar boðsferð þangað haustið 1965, eins og ég skýri frá í bók minni?
"varð ekki birt" Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar, mótmælir hér í Fréttablaðinu 19. nóvember því, sem ég segi um Sigfús í nýrri bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998. Þar ber ég í lokakafla stuttlega saman Jón úr Vör, sem mótmælti ofbeldisverkum Kremlverja í lok sjötta áratugar, og Sigfús Daðason, sem gerði það ekki. Guðný Ýr kvartar undan því, að ég vitni ekki í heimildir. Það geri ég fyrr í bókinni, enda er þessi umsögn í lokakaflanum aðeins upprifjun á því og tilvísun til þess. 22. nóvember 2011 06:00
Athugasemd til Hannesar Hólmsteins Ég minnist þess frá yngri árum að menn voru stundum að yrkja grín og glens, hver við annan og hver um annan, gerðu sér gaman af og voru ekkert að erfa það í sinn hóp. Ætíð hafa þó verið til menn sem snerust öndverðir við svo alþýðlegri gamansemi og nýttu hana til heiftar og rangtúlkana ef þeim bauð svo við að horfa. 22. nóvember 2011 09:30
Hafa skal það sem sannara reynist Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að skoða hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson segði um Sigfús Daðason í bók sinni Íslenskir kommúnistar. 19. nóvember 2011 15:00
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun