Sjálfstæði Palestínu viðurkennt á Íslandi 16. desember 2011 04:30 Viðurkenning afhent Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, ræðir við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Svein Rúnar Hauksson, formann Félagsins Ísland-Palestína, og Salman Tamimi, formann Félags múslima á Íslandi.fréttablaðið/GVA „Þetta er mjög mikilvægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfarið,“ sagði Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær. Það var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem lýsti yfir viðurkenningu íslensku þjóðarinnar á sjálfstæði Palestínuríkis, miðað við landamærin eins og þau voru fyrir hernám Ísraels árið 1967. Össur sagði þessa stund verða bæði sér og öllum viðstöddum ógleymanlega. „Ísland hefur nú staðið við þau loforð sem gefin hafa verið um stuðning við Palestínumenn, og við ætlum að halda áfram að veita Palestínumönnum stuðning okkar,“ sagði Össur. Viðstaddir athöfnina, sem haldin var í bókasal Þjóðmenningarhússins, voru meðal annars ýmsir íslenskir þingmenn og ráðherrar ásamt allmörgum þeirra Palestínumanna sem búsettir eru á Íslandi. Að lokinni athöfninni gaf Malki sér góðan tíma til að ræða við þessa palestínsku íbúa Íslands. „Nú þegar hafa 130 ríki víðs vegar um heim viðurkennt sjálfstæði,“ sagði Malki, „en þessi ákvörðun Íslands hefur allt annað vægi.“ Ísland er fyrsta vestræna ríkið sem viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Flest ríki Austur-Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku viðurkenndu hins vegar sjálfstæði Palestínu strax árið 1989, ári eftir að Jasser Arafat lýsti einhliða yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Vesturlönd hafa hins vegar tekið þann pól í hæðina, að betra sé að Ísraelar og Palestínumenn semji sín á milli frekar en að viðurkenna þessa einhliða ákvörðun Palestínumanna. Spurður um friðarferlið milli Palestínumanna og Ísraels sagði Malki það vera statt „í frystikistu“ og ekkert þokast. Bæði Össur og Malki sögðu það hafa sérstaka þýðingu að Alþingi hafi samþykkt að viðurkenna sjálfstæði Palestínu 29. nóvember síðastliðinn, á alþjóðlegum samstöðudegi með Palestínu. Malki utanríkisráðherra kom til landsins á miðvikudag og hefur átt fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, Jóni Gnarr borgarstjóra og utanríkismálanefnd. Þá heimsótti hann Alþingi og flutti í gær erindi í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
„Þetta er mjög mikilvægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfarið,“ sagði Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær. Það var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem lýsti yfir viðurkenningu íslensku þjóðarinnar á sjálfstæði Palestínuríkis, miðað við landamærin eins og þau voru fyrir hernám Ísraels árið 1967. Össur sagði þessa stund verða bæði sér og öllum viðstöddum ógleymanlega. „Ísland hefur nú staðið við þau loforð sem gefin hafa verið um stuðning við Palestínumenn, og við ætlum að halda áfram að veita Palestínumönnum stuðning okkar,“ sagði Össur. Viðstaddir athöfnina, sem haldin var í bókasal Þjóðmenningarhússins, voru meðal annars ýmsir íslenskir þingmenn og ráðherrar ásamt allmörgum þeirra Palestínumanna sem búsettir eru á Íslandi. Að lokinni athöfninni gaf Malki sér góðan tíma til að ræða við þessa palestínsku íbúa Íslands. „Nú þegar hafa 130 ríki víðs vegar um heim viðurkennt sjálfstæði,“ sagði Malki, „en þessi ákvörðun Íslands hefur allt annað vægi.“ Ísland er fyrsta vestræna ríkið sem viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Flest ríki Austur-Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku viðurkenndu hins vegar sjálfstæði Palestínu strax árið 1989, ári eftir að Jasser Arafat lýsti einhliða yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Vesturlönd hafa hins vegar tekið þann pól í hæðina, að betra sé að Ísraelar og Palestínumenn semji sín á milli frekar en að viðurkenna þessa einhliða ákvörðun Palestínumanna. Spurður um friðarferlið milli Palestínumanna og Ísraels sagði Malki það vera statt „í frystikistu“ og ekkert þokast. Bæði Össur og Malki sögðu það hafa sérstaka þýðingu að Alþingi hafi samþykkt að viðurkenna sjálfstæði Palestínu 29. nóvember síðastliðinn, á alþjóðlegum samstöðudegi með Palestínu. Malki utanríkisráðherra kom til landsins á miðvikudag og hefur átt fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, Jóni Gnarr borgarstjóra og utanríkismálanefnd. Þá heimsótti hann Alþingi og flutti í gær erindi í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira