Fótbolti

Messi með mark og stoðsendingu í 14. deildarsigri Barcelona í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
"Til hamingju með afmælið mamma," stóð á bol Lionel Messi.
"Til hamingju með afmælið mamma," stóð á bol Lionel Messi. Mynd/AP
Barcelona vann fjórtánda deildarleikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar liðið vann 3-0 sigur á Racing Santander á Nou Camp. Barcelona náði þar með sjö stiga forskoti á Real Madrid sem mætir Mallorca í kvöld.

Pedro Rodriguez skoraði fyrsta markið eftir tvær mínútur þegar hann ýtti boltanum yfir línuna með brjóstkassanum eftir að hafa fengið sendingu frá Lionel Messi.

Messi kom Barcelona í 2-0 á 33. mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem David Villa fékk. Þetta var 19. deildarmark Messi í vetur og mark númer 33 í öllum keppnum á tímabilinu.

Andrés Iniesta innsiglaði síðan sigurinn á 56. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Pedro. Skot Iniesta fór af varnarmanni og í netið.

Barcelona er búið að jafna félagsmetið (frá 2005-06) yfir flesta deildarsigra í röð og vantar aðeins einn sigur til þess að jafna metið í spænsku deildinni sem Real Madrid setti tímabilið 1960-61.

„Það eru engin auðveldir leikir en það tók pressuna af liðinu og vera kominir yfir eftir tvær mínútur. Nú bíðum við og sjáum hvort við verður heppnir á morgun og Real Madrid takist ekki að vinna," sagði David Villa eftir leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×