Fram og Valur mætast í bikarúrslitum kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2011 21:28 Stella Sigurðardóttir skorar í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm Fram og Valur mætast annað árið í röð í bikarúrslitum kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur Fram á HK, 32-25, í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í Safamýrinni í kvöld. Fram komst tíu mörkum yfir í fyrri hálfleik en HK-liðið náði að minnka muninn í fjögur mörk í byrjun seinni háfleiks áður en Fram kláraði leikinn með góðum endaspretti. Eftir jafna byrjun breytti Fram stöðunni úr 3-4 í 9-4 á sex mínútna kafla í upphafi leiks og Framstelpur voru síðan með tíu marka forystu í hálfleik, 19-9. Seinni hálfleikurinn virtist því ætla aðeins formsatriði fyrir Framliðið en HK-stelpur gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í fjögur mörk með því að skora átta af fyrstu tíu mörkum seinni hálfleiksins. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé í stöðunni 23-19 og hans stelpur svöruðu því með því að vinna næstu sex mínútur 6-0 og ná aftur tíu marka forystu. Eftir það var sigur Framliðsins í engri hættu. Þetta er í sextánda sinn sem Framstelpur spila til úrslita í bikarnum en liðið er núverandi bikarmeistari eftir eins marks sigur á Val í fyrra. Kvennalið HK var hinsvegar að leika sinn fyrsta undanúrslitaleik frá upphafi. Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir voru atkvæðamestar í Framliðinu með sjö mörk hvor en Íris Björk Símonardóttir varði 21 skot í markinu. Brynja Magnúsdóttir skoraði mest fyrir HK eða átta mörk og Dröfn Haraldsdóttir varði 18 skot í markinu. Fram-HK 32-25 (19-9) Mörk Fram (Skot): Karen Knútsdóttir 7/2 (10/2), Stella Sigurðardóttir 7/1(13/2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 5 ( 6), Anna María Guðmundsdóttir 3 (3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3(4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (4), Birna Berg Haraldsdóttir 2 (5), María Karlsdóttir 1 (1), Marthe Sördal 1 (3), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (7), Steinunn Björnsdóttir (1), Pavla Nevarilova (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 21/1 (46/5, 46%) Hraðaupphlaupsmörk: 17 (Guðrún Þóra 4, Anna María 3, Stella 2, Karen 2, Ásta Birna 2, Sigurbjörg 2, Marthe 1, María 1)Fiskuð víti: Stella 2, Anna María, Pavla.Brottvísanir: 10 mínúturMörk HK (Skot): Brynja Magnúsdóttir 8/2 (13/3), Elín Anna Baldursdóttir 5/2 (12/3), Harpa Baldursdóttir 4 (5),Elísa Ósk Viðarsdóttir 3 (8), Líney Rut Guðmundsdóttir 2 (2), Tinna Rögnvaldsdóttir 1 (1), Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1 (1), Tatjana Zukovska 1 (2), Heiðrún Björk Helgadóttir (3).Varin skot: Dröfn Haraldsdóttir 18 (50/3, 36%) Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Elísa Ósk, Elín Anna)Fiskuð víti: Harpa 3, Brynja 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.Brottvísanir: 4 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Fram og Valur mætast annað árið í röð í bikarúrslitum kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur Fram á HK, 32-25, í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í Safamýrinni í kvöld. Fram komst tíu mörkum yfir í fyrri hálfleik en HK-liðið náði að minnka muninn í fjögur mörk í byrjun seinni háfleiks áður en Fram kláraði leikinn með góðum endaspretti. Eftir jafna byrjun breytti Fram stöðunni úr 3-4 í 9-4 á sex mínútna kafla í upphafi leiks og Framstelpur voru síðan með tíu marka forystu í hálfleik, 19-9. Seinni hálfleikurinn virtist því ætla aðeins formsatriði fyrir Framliðið en HK-stelpur gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í fjögur mörk með því að skora átta af fyrstu tíu mörkum seinni hálfleiksins. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé í stöðunni 23-19 og hans stelpur svöruðu því með því að vinna næstu sex mínútur 6-0 og ná aftur tíu marka forystu. Eftir það var sigur Framliðsins í engri hættu. Þetta er í sextánda sinn sem Framstelpur spila til úrslita í bikarnum en liðið er núverandi bikarmeistari eftir eins marks sigur á Val í fyrra. Kvennalið HK var hinsvegar að leika sinn fyrsta undanúrslitaleik frá upphafi. Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir voru atkvæðamestar í Framliðinu með sjö mörk hvor en Íris Björk Símonardóttir varði 21 skot í markinu. Brynja Magnúsdóttir skoraði mest fyrir HK eða átta mörk og Dröfn Haraldsdóttir varði 18 skot í markinu. Fram-HK 32-25 (19-9) Mörk Fram (Skot): Karen Knútsdóttir 7/2 (10/2), Stella Sigurðardóttir 7/1(13/2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 5 ( 6), Anna María Guðmundsdóttir 3 (3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3(4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (4), Birna Berg Haraldsdóttir 2 (5), María Karlsdóttir 1 (1), Marthe Sördal 1 (3), Hildur Þorgeirsdóttir 1 (7), Steinunn Björnsdóttir (1), Pavla Nevarilova (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 21/1 (46/5, 46%) Hraðaupphlaupsmörk: 17 (Guðrún Þóra 4, Anna María 3, Stella 2, Karen 2, Ásta Birna 2, Sigurbjörg 2, Marthe 1, María 1)Fiskuð víti: Stella 2, Anna María, Pavla.Brottvísanir: 10 mínúturMörk HK (Skot): Brynja Magnúsdóttir 8/2 (13/3), Elín Anna Baldursdóttir 5/2 (12/3), Harpa Baldursdóttir 4 (5),Elísa Ósk Viðarsdóttir 3 (8), Líney Rut Guðmundsdóttir 2 (2), Tinna Rögnvaldsdóttir 1 (1), Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1 (1), Tatjana Zukovska 1 (2), Heiðrún Björk Helgadóttir (3).Varin skot: Dröfn Haraldsdóttir 18 (50/3, 36%) Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Elísa Ósk, Elín Anna)Fiskuð víti: Harpa 3, Brynja 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.Brottvísanir: 4 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira